Óli Stefán: Stóð ekki steinn yfir steini Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2019 21:09 Óla Stefáni var ekki skemmt eftir leikinn gegn Breiðabliki. vísir/bára Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. KA-menn töpuðu, 4-0, og eru enn í fallsæti. „Ég er gríðarlega svekktur og óánægður með hvernig mínir menn mættu til leiks. Það kom mér svolítið á óvart, miðað við hvernig undirbúningurinn var, að það hafi ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem við gerðum,“ sagði Óli Stefán við Vísi eftir leik. „Ég hef oft sagt við þessa stráka að þeir séu góðir í fótbolta. Það er engin spurning. En þegar hugarfarið er ekki rétt og þú vinnur ekki grunnvinnuna verður þetta erfitt. Það vantaði allan vilja og við gerðum þetta nokkuð þægilegt fyrir Blika. Ég tek samt ekkert af þeim. Þeir voru mjög flottir í leiknum.“ KA var 2-0 undir í hálfleik. Óli Stefán segist hvaða hvatt sína menn til að færa sig framar í seinni hálfleik. Þeir gerðu það en sóknir KA voru frekar máttlitlar. „Við ákváðum að fara framar og standa nær þeim. Í fyrri hálfleik settum við enga pressu á þá og þeir gátu gert það sem þeir vildu. En þegar líða tók á seinni hálfleik fannst mér við gera þeim erfiðara fyrir. Ég breytti líka um leikaðferð, fór í fjögurra manna vörn, og þá fannst mér við ógna þeim. Það hefði breytt miklu ef við hefðum minnkað muninn í 2-1 en í staðinn skoruðu þeir þriðja markið,“ sagði Óli Stefán. Hann vonast til að lægðin verði ekki djúp og hans menn nái sér fljótt á strik á ný. „Þetta eru þrjú töpuð stig. Við töpuðum illa í kvöld og vorum ekki góðir. En sem betur fer er stutt í næsta leik þar sem við getum gírað okkar upp og svarað fyrir okkur. Við þurfum að slá hvorn annan svolítið fast í andlitið núna og sjá til þess að við vinnum grunnvinnuna í næsta leik,“ sagði Óli Stefán. Aron Dagur Birnuson, markvörður KA, fór meiddur af velli eftir að Breiðablik komst í 1-0. Hann lenti í samstuði og var illa haldinn. „Staðan er held ég ekki góð. Hann er uppi á sjúkrahúsi í myndatöku. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ sagði Óli Stefán. „Hann fékk högg á lærið sem bólgnaði snöggt og mikið upp. Þetta var ekki gott. Við verðum bara að sjá hver staðan er á honum.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Yfirburðir Blika Breiðablik styrkti stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deild karla með öruggum sigri á KA, 4-0, á Kópavogsvelli. 7. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. KA-menn töpuðu, 4-0, og eru enn í fallsæti. „Ég er gríðarlega svekktur og óánægður með hvernig mínir menn mættu til leiks. Það kom mér svolítið á óvart, miðað við hvernig undirbúningurinn var, að það hafi ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem við gerðum,“ sagði Óli Stefán við Vísi eftir leik. „Ég hef oft sagt við þessa stráka að þeir séu góðir í fótbolta. Það er engin spurning. En þegar hugarfarið er ekki rétt og þú vinnur ekki grunnvinnuna verður þetta erfitt. Það vantaði allan vilja og við gerðum þetta nokkuð þægilegt fyrir Blika. Ég tek samt ekkert af þeim. Þeir voru mjög flottir í leiknum.“ KA var 2-0 undir í hálfleik. Óli Stefán segist hvaða hvatt sína menn til að færa sig framar í seinni hálfleik. Þeir gerðu það en sóknir KA voru frekar máttlitlar. „Við ákváðum að fara framar og standa nær þeim. Í fyrri hálfleik settum við enga pressu á þá og þeir gátu gert það sem þeir vildu. En þegar líða tók á seinni hálfleik fannst mér við gera þeim erfiðara fyrir. Ég breytti líka um leikaðferð, fór í fjögurra manna vörn, og þá fannst mér við ógna þeim. Það hefði breytt miklu ef við hefðum minnkað muninn í 2-1 en í staðinn skoruðu þeir þriðja markið,“ sagði Óli Stefán. Hann vonast til að lægðin verði ekki djúp og hans menn nái sér fljótt á strik á ný. „Þetta eru þrjú töpuð stig. Við töpuðum illa í kvöld og vorum ekki góðir. En sem betur fer er stutt í næsta leik þar sem við getum gírað okkar upp og svarað fyrir okkur. Við þurfum að slá hvorn annan svolítið fast í andlitið núna og sjá til þess að við vinnum grunnvinnuna í næsta leik,“ sagði Óli Stefán. Aron Dagur Birnuson, markvörður KA, fór meiddur af velli eftir að Breiðablik komst í 1-0. Hann lenti í samstuði og var illa haldinn. „Staðan er held ég ekki góð. Hann er uppi á sjúkrahúsi í myndatöku. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ sagði Óli Stefán. „Hann fékk högg á lærið sem bólgnaði snöggt og mikið upp. Þetta var ekki gott. Við verðum bara að sjá hver staðan er á honum.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Yfirburðir Blika Breiðablik styrkti stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deild karla með öruggum sigri á KA, 4-0, á Kópavogsvelli. 7. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Yfirburðir Blika Breiðablik styrkti stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deild karla með öruggum sigri á KA, 4-0, á Kópavogsvelli. 7. ágúst 2019 21:00