Jóhannes Karl: Dómarinn sá bæði vítin en þorði ekki að dæma Guðlaugur Valgeirsson skrifar 6. ágúst 2019 21:39 Jóhannes Karl fær gult spjald í kvöld. vísir/daníel Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn FH í kvöld. Hann sagði muninn á liðunum einfaldlega vera Steven Lennon. „Steven Lennon var það sem skipti máli í restina. Þeir voru heppnir hvernig boltinn datt með þeim þarna en hann kláraði þetta auðvitað frábærlega og ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik eftir að við höfðum verið frábærir.” „FH-ingar sköpuðu sér lítil sem engin færi en Lennon kláraði þetta færi fáranlega vel.” Jóhannes Karl var sammála því að það hafi verið mjög svekkjandi að hafa farið með 0-0 inn í hálfleikinn. „Við fengum einhver 3-4 dauðafæri inn í markteig og vítateig. Frír skalli inn í markteig sem við náum ekki að koma yfir línuna. Auðvitað hefðum við að öllu eðlilegu átt að fara með forystu inn í hálfleikinn en því miður gekk það ekki.” „Samt sem áður komum við gríðarlega sterkir inn í síðari hálfleikinn og FH-ingar sköpuðu sér ekkert og það gerir þetta ennþá sárara.” Það leit út fyrir að skagamenn hafi átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma. Jóhannes Karl var alls ekki sáttur með dómara leiksins og sagði hann ekki hafa þorað að dæma víti. „Fyrir utan þetta í uppbótartímanum þá vörðu FH-ingar með hendinni í fyrri hálfleik á nær sem dómarinn segist ekki hafa séð. Mér finnst það voðalega skrýtið þegar dómari sem á að staðsetja sig þokkalega nálægt svæðinu þar sem boltinn er í umferð.” „Maður sér þetta svo auðveldlega frá vítateigslínunni og í seinni hálfleik gerir Brynjar tilraun í að blokka skot og setur hendina út, ég er virkilega ósáttur þar sem ég held að dómarinn hafi séð þetta í bæði skiptin og ekki þorað að dæma víti.” Skagamenn hafa fengið núll stig í seinustu tveimur leikjum gegn Val og FH. Jóhannes Karl er samt sem áður ánægður með sína menn og segir þá hafa verið frábæra í þessum tveimur leikjum. „Já algjörlega. Fótbolti er þannig að þú getur átt góðan leik og þú getur gefið allt sem þú átt inn í leikina en stundum færðu ekkert úr leikjunum þrátt fyrir að gefa allt í þetta. Það sem ég er virkilega ánægður með strákana er að þeir hafa verið frábærir í báðum leikjum og þetta eru tvö virkilega svekkjandi töp,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri? Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn. 6. ágúst 2019 21:53 Leik lokið: FH - ÍA 1-0 | Lennon trygði FH risa sigur FH er komið upp fyrir ÍA í töflunni. 6. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn FH í kvöld. Hann sagði muninn á liðunum einfaldlega vera Steven Lennon. „Steven Lennon var það sem skipti máli í restina. Þeir voru heppnir hvernig boltinn datt með þeim þarna en hann kláraði þetta auðvitað frábærlega og ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik eftir að við höfðum verið frábærir.” „FH-ingar sköpuðu sér lítil sem engin færi en Lennon kláraði þetta færi fáranlega vel.” Jóhannes Karl var sammála því að það hafi verið mjög svekkjandi að hafa farið með 0-0 inn í hálfleikinn. „Við fengum einhver 3-4 dauðafæri inn í markteig og vítateig. Frír skalli inn í markteig sem við náum ekki að koma yfir línuna. Auðvitað hefðum við að öllu eðlilegu átt að fara með forystu inn í hálfleikinn en því miður gekk það ekki.” „Samt sem áður komum við gríðarlega sterkir inn í síðari hálfleikinn og FH-ingar sköpuðu sér ekkert og það gerir þetta ennþá sárara.” Það leit út fyrir að skagamenn hafi átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma. Jóhannes Karl var alls ekki sáttur með dómara leiksins og sagði hann ekki hafa þorað að dæma víti. „Fyrir utan þetta í uppbótartímanum þá vörðu FH-ingar með hendinni í fyrri hálfleik á nær sem dómarinn segist ekki hafa séð. Mér finnst það voðalega skrýtið þegar dómari sem á að staðsetja sig þokkalega nálægt svæðinu þar sem boltinn er í umferð.” „Maður sér þetta svo auðveldlega frá vítateigslínunni og í seinni hálfleik gerir Brynjar tilraun í að blokka skot og setur hendina út, ég er virkilega ósáttur þar sem ég held að dómarinn hafi séð þetta í bæði skiptin og ekki þorað að dæma víti.” Skagamenn hafa fengið núll stig í seinustu tveimur leikjum gegn Val og FH. Jóhannes Karl er samt sem áður ánægður með sína menn og segir þá hafa verið frábæra í þessum tveimur leikjum. „Já algjörlega. Fótbolti er þannig að þú getur átt góðan leik og þú getur gefið allt sem þú átt inn í leikina en stundum færðu ekkert úr leikjunum þrátt fyrir að gefa allt í þetta. Það sem ég er virkilega ánægður með strákana er að þeir hafa verið frábærir í báðum leikjum og þetta eru tvö virkilega svekkjandi töp,” sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri? Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn. 6. ágúst 2019 21:53 Leik lokið: FH - ÍA 1-0 | Lennon trygði FH risa sigur FH er komið upp fyrir ÍA í töflunni. 6. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri? Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn. 6. ágúst 2019 21:53
Leik lokið: FH - ÍA 1-0 | Lennon trygði FH risa sigur FH er komið upp fyrir ÍA í töflunni. 6. ágúst 2019 22:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð