Nýliðum ÍA hefur heldur betur fatast flugið í Pepsi Max-deildinni en Skagamenn töpuðu 3-1 gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í gær.
Sölvi Snær Guðbjargson kom Stjörnunni yfir en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Aron Kristófer Lárusson metin fyrir ÍA beint úr hornspyrnu.
Það var hins vegar mikið meiri kraftur í liði Stjörnunnar í síðari hálfleik sem unnu að endingu öruggan 3-1 sigur. Þorsteinn Már Ragnarsson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörkin í síðari hálfleik.
Það hefur ekki gengið vel hjá ÍA eftir algjörlega ótrúlega byrjun nýliðanna. Liðið er nú komið niður í 7. sæti deildarinnar og situr þar með 22 stig og jafna markatölu (22 skoruð og 22 fengin á sig).
Skagamenn unnu síðast leik þann 6. júlí þegar þeir unnu 2-0 sigur á Fylki en 44 dagar eru síðan sá leikur fór fram. Þeir töpuðu svo fimm leikjum þar á undan í öllum keppnum.
Því hafa Skagamenn einungis náð í einn sigur úr síðustu tólf leikjum í öll keppnum. Einn sigur á 82 dögum hjá Skagamönnum sem voru jafnir Breiðabliki á toppnum eftir sjö umferðir.
Fimm umferðir eru eftir af Pepsi Max-deildinni en næst leikur Skagamanna er gegn ÍBV. Sex stig eru upp í Evrópusæti en fjögur stig niður í fallsæti.
Einn sigurleikur hjá ÍA á síðustu 82 dögum og fjögur stig niður í fallsæti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
