Breiðablik komst yfir á 35. mínútu þegar Thomas Mikkelsen skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.
Fjórum mínútum síðar jafnaði Óttar Magnús Karlsson með frábæru skoti í slá og inn beint úr aukaspyrnu. Þetta var fjórða mark hans í þremur leikjum eftir að hann kom aftur heim í Víking.
Á lokamínútu fyrri hálfleiks kom Nikolaj Hansen heimamönnum svo yfir. Hann slapp í gegn eftir sendingu Júlíusar Magnússonar og kláraði færið vel.
Á 68. mínútu gulltryggði Guðmundur Andri Tryggvason sigur Víkinga með góðum skalla eftir fyrirgjöf Davíðs Arnar Atlasonar.
Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.