Arnar: Væri til í að ættleiða Óttar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2019 21:45 Arnar er fyrsti maðurinn í 48 ár sem kemur Víkingi R. í bikarúrslit. vísir/daníel „Hvað heldurðu maður?“ sagði kampakátur Arnar Gunnlaugsson eftir að hafa stýrt Víkingum í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 1971. Víkingur vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Víkinni í kvöld. Arnar hélt áfram og hrósaði sínum mönnum. „Þetta var geggjað. Mjög sterkur fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur og í síðari hálfleik vorum við þéttir, gáfum fá færi á okkur en fyrri hálfleikurinn var frábær. Er hrikalega stoltur af strákunum en við vorum virkilega flottir í kvöld gegn mjög sterku liði Blika.“ Víkingar voru í nýju leikkerfi í kvöld en þeir léku 4-4-2 með tígulmiðju. Arnar var einkar hreinskilinn þegar hann var spurður út í hvort það hefði verið til að koma Blikum á óvart eða til að nýta eigin styrkleika. „Klárlega til að koma þeim á óvart. Þetta er kerfi sem er lítið spilað hérna heima, við æfðum það mjög vel og komum þeim á óvart. Þeir löguðu svo auðvitað að því í seinni hálfleik og voru meira með boltann en við vorum þéttir og skyldum sálina okkar eftir út á vellinum í kvöld. Bara geðveikt að klúbburinn sé loksins kominn í úrslitaleik eftir 48 ár og nú er bara að klára dæmið.“ Á sínum tíma voru þau orð látin falla að „ekki væri hægt að vinna neitt með krökkum“ en lið Víkings er meðal annars skipað mjög ungum og efnilegum leikmönnum ásamt margreyndum leikmönnum á borð við Sölva Geir Ottesen og Kára Árnason. Er það blanda sem gæti skilað árangri? „Þetta er mjög góð blanda. Þetta er farið að minna mig á Skagann þegar við tvíburarnir vorum að koma upp ungir og efnilegir. Þá voru þarna eldri og reyndari leikmenn sem tóku okkur undir arma sína og gerðu okkur að mönnum – það er það sama hérna. Svo eru þessir ungu guttar með gæði en þeir þurfa að skilja það að þeir þurfa að vinna sína skítavinnu út á vellinum og þá skína gæðin í gegn, eins og þeir sýndu í kvöld og hafa sýnt í allt sumar.“ Þá var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson en hann skoraði fyrsta mark Víkings í kvöld og hefur nú skorað fjögur mörk í aðeins þremur leikjum. „Ég meina, þessi aukaspyrna maður – jesús minn almáttugur! Þegar þú ert með svona leikmann sem er með „X-Factor“ í svona leikjum þá skilur þetta bara að. Óttar er búinn að vera frábær síðan hann kom, mjög jákvæður og mjög vandað eintak. Ég er til í að ættleiða hann,“ sagði Arnar glottandi að lokum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
„Hvað heldurðu maður?“ sagði kampakátur Arnar Gunnlaugsson eftir að hafa stýrt Víkingum í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 1971. Víkingur vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Víkinni í kvöld. Arnar hélt áfram og hrósaði sínum mönnum. „Þetta var geggjað. Mjög sterkur fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur og í síðari hálfleik vorum við þéttir, gáfum fá færi á okkur en fyrri hálfleikurinn var frábær. Er hrikalega stoltur af strákunum en við vorum virkilega flottir í kvöld gegn mjög sterku liði Blika.“ Víkingar voru í nýju leikkerfi í kvöld en þeir léku 4-4-2 með tígulmiðju. Arnar var einkar hreinskilinn þegar hann var spurður út í hvort það hefði verið til að koma Blikum á óvart eða til að nýta eigin styrkleika. „Klárlega til að koma þeim á óvart. Þetta er kerfi sem er lítið spilað hérna heima, við æfðum það mjög vel og komum þeim á óvart. Þeir löguðu svo auðvitað að því í seinni hálfleik og voru meira með boltann en við vorum þéttir og skyldum sálina okkar eftir út á vellinum í kvöld. Bara geðveikt að klúbburinn sé loksins kominn í úrslitaleik eftir 48 ár og nú er bara að klára dæmið.“ Á sínum tíma voru þau orð látin falla að „ekki væri hægt að vinna neitt með krökkum“ en lið Víkings er meðal annars skipað mjög ungum og efnilegum leikmönnum ásamt margreyndum leikmönnum á borð við Sölva Geir Ottesen og Kára Árnason. Er það blanda sem gæti skilað árangri? „Þetta er mjög góð blanda. Þetta er farið að minna mig á Skagann þegar við tvíburarnir vorum að koma upp ungir og efnilegir. Þá voru þarna eldri og reyndari leikmenn sem tóku okkur undir arma sína og gerðu okkur að mönnum – það er það sama hérna. Svo eru þessir ungu guttar með gæði en þeir þurfa að skilja það að þeir þurfa að vinna sína skítavinnu út á vellinum og þá skína gæðin í gegn, eins og þeir sýndu í kvöld og hafa sýnt í allt sumar.“ Þá var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson en hann skoraði fyrsta mark Víkings í kvöld og hefur nú skorað fjögur mörk í aðeins þremur leikjum. „Ég meina, þessi aukaspyrna maður – jesús minn almáttugur! Þegar þú ert með svona leikmann sem er með „X-Factor“ í svona leikjum þá skilur þetta bara að. Óttar er búinn að vera frábær síðan hann kom, mjög jákvæður og mjög vandað eintak. Ég er til í að ættleiða hann,“ sagði Arnar glottandi að lokum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn