Arnar: Væri til í að ættleiða Óttar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2019 21:45 Arnar er fyrsti maðurinn í 48 ár sem kemur Víkingi R. í bikarúrslit. vísir/daníel „Hvað heldurðu maður?“ sagði kampakátur Arnar Gunnlaugsson eftir að hafa stýrt Víkingum í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 1971. Víkingur vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Víkinni í kvöld. Arnar hélt áfram og hrósaði sínum mönnum. „Þetta var geggjað. Mjög sterkur fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur og í síðari hálfleik vorum við þéttir, gáfum fá færi á okkur en fyrri hálfleikurinn var frábær. Er hrikalega stoltur af strákunum en við vorum virkilega flottir í kvöld gegn mjög sterku liði Blika.“ Víkingar voru í nýju leikkerfi í kvöld en þeir léku 4-4-2 með tígulmiðju. Arnar var einkar hreinskilinn þegar hann var spurður út í hvort það hefði verið til að koma Blikum á óvart eða til að nýta eigin styrkleika. „Klárlega til að koma þeim á óvart. Þetta er kerfi sem er lítið spilað hérna heima, við æfðum það mjög vel og komum þeim á óvart. Þeir löguðu svo auðvitað að því í seinni hálfleik og voru meira með boltann en við vorum þéttir og skyldum sálina okkar eftir út á vellinum í kvöld. Bara geðveikt að klúbburinn sé loksins kominn í úrslitaleik eftir 48 ár og nú er bara að klára dæmið.“ Á sínum tíma voru þau orð látin falla að „ekki væri hægt að vinna neitt með krökkum“ en lið Víkings er meðal annars skipað mjög ungum og efnilegum leikmönnum ásamt margreyndum leikmönnum á borð við Sölva Geir Ottesen og Kára Árnason. Er það blanda sem gæti skilað árangri? „Þetta er mjög góð blanda. Þetta er farið að minna mig á Skagann þegar við tvíburarnir vorum að koma upp ungir og efnilegir. Þá voru þarna eldri og reyndari leikmenn sem tóku okkur undir arma sína og gerðu okkur að mönnum – það er það sama hérna. Svo eru þessir ungu guttar með gæði en þeir þurfa að skilja það að þeir þurfa að vinna sína skítavinnu út á vellinum og þá skína gæðin í gegn, eins og þeir sýndu í kvöld og hafa sýnt í allt sumar.“ Þá var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson en hann skoraði fyrsta mark Víkings í kvöld og hefur nú skorað fjögur mörk í aðeins þremur leikjum. „Ég meina, þessi aukaspyrna maður – jesús minn almáttugur! Þegar þú ert með svona leikmann sem er með „X-Factor“ í svona leikjum þá skilur þetta bara að. Óttar er búinn að vera frábær síðan hann kom, mjög jákvæður og mjög vandað eintak. Ég er til í að ættleiða hann,“ sagði Arnar glottandi að lokum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
„Hvað heldurðu maður?“ sagði kampakátur Arnar Gunnlaugsson eftir að hafa stýrt Víkingum í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 1971. Víkingur vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Víkinni í kvöld. Arnar hélt áfram og hrósaði sínum mönnum. „Þetta var geggjað. Mjög sterkur fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur og í síðari hálfleik vorum við þéttir, gáfum fá færi á okkur en fyrri hálfleikurinn var frábær. Er hrikalega stoltur af strákunum en við vorum virkilega flottir í kvöld gegn mjög sterku liði Blika.“ Víkingar voru í nýju leikkerfi í kvöld en þeir léku 4-4-2 með tígulmiðju. Arnar var einkar hreinskilinn þegar hann var spurður út í hvort það hefði verið til að koma Blikum á óvart eða til að nýta eigin styrkleika. „Klárlega til að koma þeim á óvart. Þetta er kerfi sem er lítið spilað hérna heima, við æfðum það mjög vel og komum þeim á óvart. Þeir löguðu svo auðvitað að því í seinni hálfleik og voru meira með boltann en við vorum þéttir og skyldum sálina okkar eftir út á vellinum í kvöld. Bara geðveikt að klúbburinn sé loksins kominn í úrslitaleik eftir 48 ár og nú er bara að klára dæmið.“ Á sínum tíma voru þau orð látin falla að „ekki væri hægt að vinna neitt með krökkum“ en lið Víkings er meðal annars skipað mjög ungum og efnilegum leikmönnum ásamt margreyndum leikmönnum á borð við Sölva Geir Ottesen og Kára Árnason. Er það blanda sem gæti skilað árangri? „Þetta er mjög góð blanda. Þetta er farið að minna mig á Skagann þegar við tvíburarnir vorum að koma upp ungir og efnilegir. Þá voru þarna eldri og reyndari leikmenn sem tóku okkur undir arma sína og gerðu okkur að mönnum – það er það sama hérna. Svo eru þessir ungu guttar með gæði en þeir þurfa að skilja það að þeir þurfa að vinna sína skítavinnu út á vellinum og þá skína gæðin í gegn, eins og þeir sýndu í kvöld og hafa sýnt í allt sumar.“ Þá var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson en hann skoraði fyrsta mark Víkings í kvöld og hefur nú skorað fjögur mörk í aðeins þremur leikjum. „Ég meina, þessi aukaspyrna maður – jesús minn almáttugur! Þegar þú ert með svona leikmann sem er með „X-Factor“ í svona leikjum þá skilur þetta bara að. Óttar er búinn að vera frábær síðan hann kom, mjög jákvæður og mjög vandað eintak. Ég er til í að ættleiða hann,“ sagði Arnar glottandi að lokum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti