Gunnleifur rifjar upp bikarúrslitaleiki sína og Kári vonar að úrslitaleikja bið Víkinga sé á enda Anton Ingi Leifsson skrifar 15. ágúst 2019 14:00 Kári Árnason og Gunnleifur Gunnleifsson. myndir/skjáskot Gunnleifur Gunnleifsson og Kári Árnason verða í eldlínunni í kvöld er Víkingur og Breiðablik mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikar hefjast klukkan 18.00 í Víkinni. Sigurliðið mætir FH í úrslitaleiknum en Fimleikafélagið hafði betur gegn KR í gærkvöldi. Gunnleifur mun verja mark Blika í kvöld en hann hefur gengið í gegnum margt í bikarnum. „Í fyrsta úrslitaleiknum var ég Kristjáni Finnbogasyni til halds traust er við KR-ingar unnum tvöfalt. Það var bara skemmtilegt, þó ég hafi verið á bekknum,“ sagði Gunnleifur en það var fyrir tuttugu árum. Síðar stóð Gunnleifur í markinu hjá FH er hann varði mark FH í 4-0 sigri á KR 2010 þar sem allt var á suðurpunkti. „Þá pökkuðum við KR saman í frægum úrslitaleik þar sem við fengum tvö víti. KR-ingar voru brjálaðir og það var mjög sætt.“ Á síðustu leiktíð tapaði Breiðablik svo í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum er liðið beið í lægra haldi fyrir Stjörnunni. „Það var ansi þungt verð ég að viðurkenna. Við töpuðum í vítaspyrnukeppni við erfiðar aðstæður; kalt, rok og langur leikur. Það sat svolítið í mér.“ Víkingur vann sinn fyrsta og eina sigur í bikarkeppninni árið 1971 og þá var Kári Árnason, landsliðsmaður og leikmaður Víkinga, ekki fæddur. „Það eru ellefu ár í að ég fæðist þá. Það er alltof langt og það er kominn tími á þetta,“ sagði Kári en Víkingur vann sigur á Blikum á dögunum. Spilamennskan var þó ekki upp á marga fiska, að mati Víkinga: „Það var sennilega okkar versti leikur síðan að ég kom. Það var heppni í því en við tókum stigin þrjú. Við áttum okkur á því og erum mjög krítískir á sjálfa okkur.“ „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta þarf að vera betra til þess að ná sigri hérna í bikarnum,“ sagði Kári að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Gunnleifur og Kári ræða undanúrslit í bikarnum Mjólkurbikarinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson og Kári Árnason verða í eldlínunni í kvöld er Víkingur og Breiðablik mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikar hefjast klukkan 18.00 í Víkinni. Sigurliðið mætir FH í úrslitaleiknum en Fimleikafélagið hafði betur gegn KR í gærkvöldi. Gunnleifur mun verja mark Blika í kvöld en hann hefur gengið í gegnum margt í bikarnum. „Í fyrsta úrslitaleiknum var ég Kristjáni Finnbogasyni til halds traust er við KR-ingar unnum tvöfalt. Það var bara skemmtilegt, þó ég hafi verið á bekknum,“ sagði Gunnleifur en það var fyrir tuttugu árum. Síðar stóð Gunnleifur í markinu hjá FH er hann varði mark FH í 4-0 sigri á KR 2010 þar sem allt var á suðurpunkti. „Þá pökkuðum við KR saman í frægum úrslitaleik þar sem við fengum tvö víti. KR-ingar voru brjálaðir og það var mjög sætt.“ Á síðustu leiktíð tapaði Breiðablik svo í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum er liðið beið í lægra haldi fyrir Stjörnunni. „Það var ansi þungt verð ég að viðurkenna. Við töpuðum í vítaspyrnukeppni við erfiðar aðstæður; kalt, rok og langur leikur. Það sat svolítið í mér.“ Víkingur vann sinn fyrsta og eina sigur í bikarkeppninni árið 1971 og þá var Kári Árnason, landsliðsmaður og leikmaður Víkinga, ekki fæddur. „Það eru ellefu ár í að ég fæðist þá. Það er alltof langt og það er kominn tími á þetta,“ sagði Kári en Víkingur vann sigur á Blikum á dögunum. Spilamennskan var þó ekki upp á marga fiska, að mati Víkinga: „Það var sennilega okkar versti leikur síðan að ég kom. Það var heppni í því en við tókum stigin þrjú. Við áttum okkur á því og erum mjög krítískir á sjálfa okkur.“ „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta þarf að vera betra til þess að ná sigri hérna í bikarnum,“ sagði Kári að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Gunnleifur og Kári ræða undanúrslit í bikarnum
Mjólkurbikarinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn