19 laxa dagur í Hrútafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2019 10:00 Flottur lax úr Hrútafjarðará. Mynd: Hilmar Hansson FB Hrútafjarðará hefur eins og flestar árnar á vestur og norðvesturlandi glímt við gífurlega erfiðar aðstæður í allt sumar vegna vatnsleysis. Áinn hefur suma daga verið næstum því óveiðandi vegna hita og vatnsleysis en það koma þó góðar fréttir inn á milli. Hilmar Hansson, sá frækni veiðimaður og hönnuður NÁM veiðistanganna, var við veiðar þar fyrir tveimur dögum og landaði hópurinn þann 13. ágúst 19 löxum. Af þessum voru 9 stórlaxar í stærðum frá 81-95 sm. Það virðist vera meira af laxi í ánni en veiðitölur bera keim af eins og víða annars staðar og ef rigningarspáin sem er í kortunum um miðja næstu viku rætist gæti komið góður kippur í veiðitölurnar því eins og við segjum og höfum sagt er ekki algert laxleysi þó göngurnar séu vissulega minni en vonir stóðu til, það vantar fyrst og fremst vatn í árnar. Heildarveiðin í Hrútafjarðará var í gær á nýuppfærðum tölum hjá Landssambandi Veiðifélaga komin í 163 laxa svo veiðin hjá Hilmari og félögum þann 13. ágúst er 12% af heildarveiði sumarsins. Svona góðir dagar eru fljótir að laga veiðitölurnar og Hrúta á oft góða endaspretti á haustinn. Mest lesið Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Ágætis veiði í Grímsá Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Flottur dagur í Jöklu í gær Veiði Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Veiði 186 laxar á land á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Langskeggur er málið Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði
Hrútafjarðará hefur eins og flestar árnar á vestur og norðvesturlandi glímt við gífurlega erfiðar aðstæður í allt sumar vegna vatnsleysis. Áinn hefur suma daga verið næstum því óveiðandi vegna hita og vatnsleysis en það koma þó góðar fréttir inn á milli. Hilmar Hansson, sá frækni veiðimaður og hönnuður NÁM veiðistanganna, var við veiðar þar fyrir tveimur dögum og landaði hópurinn þann 13. ágúst 19 löxum. Af þessum voru 9 stórlaxar í stærðum frá 81-95 sm. Það virðist vera meira af laxi í ánni en veiðitölur bera keim af eins og víða annars staðar og ef rigningarspáin sem er í kortunum um miðja næstu viku rætist gæti komið góður kippur í veiðitölurnar því eins og við segjum og höfum sagt er ekki algert laxleysi þó göngurnar séu vissulega minni en vonir stóðu til, það vantar fyrst og fremst vatn í árnar. Heildarveiðin í Hrútafjarðará var í gær á nýuppfærðum tölum hjá Landssambandi Veiðifélaga komin í 163 laxa svo veiðin hjá Hilmari og félögum þann 13. ágúst er 12% af heildarveiði sumarsins. Svona góðir dagar eru fljótir að laga veiðitölurnar og Hrúta á oft góða endaspretti á haustinn.
Mest lesið Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Ágætis veiði í Grímsá Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Flottur dagur í Jöklu í gær Veiði Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Veiði 186 laxar á land á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Langskeggur er málið Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði