KR-ingar hafa ekki unnið úrvalsdeildarlið í bikarnum í fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 13:00 Óskar Örn Hauksson lætur vaða á markið í Kaplakrika. Vísir/Daníel Karlalið KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins og heimsækir FH í kvöld þar sem í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum. KR-ingar hafa farið Manchester City leiðina í bikarnum í sumar. Leikur FH og KR á Kaplakrikavelli hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.40. KR-ingar eru á toppnum í Pepsi Max deildinni, ellefu stigum á undan FH-liðinu en FH fékk hins vegar þremur stigum meira en KR í síðustu umferð. KR vann aftur á móti deildarleik liðanna á sama stað í júní. KR-ingar hafa farið auðveldu leiðina í gegnum bikarkeppnina hingað til í sumar því liðið hefur aðeins mætt liðum úr Inkasso-deildinni og úr 2. deildinni. Eins og Manchester City í bikarkeppnunum á síðustu leiktíð hefur ekki reynt mikið á Vesturbæinga hingað til en það breytist allt í kvöld. KR-ingar þurfa þá að gera það sem þeim hefur ekki tekist í 1476 daga. Nú er svo komið að KR-liðið hefur ekki unnið úrvalsdeildarlið í bikarnum í fjögur ár eða síðan liðið vann ÍBV í undanúrslitaleik liðanna 30. júlí 2015. KR vann þann leik 4-1 þar sem Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvívegis en hin mörkin skoruðu þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Óskar Örn er sá eini af þeim sem er enn hjá KR. Síðustu sex bikarsigrar KR-liðsins hafa komið á móti liðum úr neðri deildum en fjögur af fimm síðustu bikartöpum KR hafa verið á móti úrvalsdeildarliðum. Þetta má sjá hér fyrir neðan.Síðustu sjö bikarsigar KR-inga: 8 liða úrslit 2019: 3-0 sigur á B-deildarliði Njarðvíkur 16 liða úrslit 2019: 2-0 sigur á C-deildarliði Völsungs 32 liða úrslit 2019: 5-0 sigur á C-deildarliði Dalvíkur/Reynis 32 liða úrslit 2018: 7-1 sigur á C-deildarliði Aftureldingar 16 liða úrslit 2017: Sigur í vítakeppni á B-deildarliði ÍR 32 liða úrslit 2017: 4-1 sigur á B-deildarliði Leiknis F.Undanúrslit 2015: 4-1 sigur á A-deildarliði ÍBVSíðustu fimm bikartöp KR-inga 16 liða úrslit 2018: 1-0 tap fyrir A-deildarliði Breiðabliks 8 liða úrslit 2017: 3-2 tap fyrir A-deildarliði Stjörnunnar32 liða úrslit 2016: 2-1 tap fyrir B-deildarliði Selfoss Úrslitaleikur 2015: 2-0 tap fyrir A-deildarliði Vals Undanúrslit 2013: 2-1 tap fyrir A-deildarliði Stjörnunnar Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Karlalið KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins og heimsækir FH í kvöld þar sem í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum. KR-ingar hafa farið Manchester City leiðina í bikarnum í sumar. Leikur FH og KR á Kaplakrikavelli hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.40. KR-ingar eru á toppnum í Pepsi Max deildinni, ellefu stigum á undan FH-liðinu en FH fékk hins vegar þremur stigum meira en KR í síðustu umferð. KR vann aftur á móti deildarleik liðanna á sama stað í júní. KR-ingar hafa farið auðveldu leiðina í gegnum bikarkeppnina hingað til í sumar því liðið hefur aðeins mætt liðum úr Inkasso-deildinni og úr 2. deildinni. Eins og Manchester City í bikarkeppnunum á síðustu leiktíð hefur ekki reynt mikið á Vesturbæinga hingað til en það breytist allt í kvöld. KR-ingar þurfa þá að gera það sem þeim hefur ekki tekist í 1476 daga. Nú er svo komið að KR-liðið hefur ekki unnið úrvalsdeildarlið í bikarnum í fjögur ár eða síðan liðið vann ÍBV í undanúrslitaleik liðanna 30. júlí 2015. KR vann þann leik 4-1 þar sem Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvívegis en hin mörkin skoruðu þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Óskar Örn er sá eini af þeim sem er enn hjá KR. Síðustu sex bikarsigrar KR-liðsins hafa komið á móti liðum úr neðri deildum en fjögur af fimm síðustu bikartöpum KR hafa verið á móti úrvalsdeildarliðum. Þetta má sjá hér fyrir neðan.Síðustu sjö bikarsigar KR-inga: 8 liða úrslit 2019: 3-0 sigur á B-deildarliði Njarðvíkur 16 liða úrslit 2019: 2-0 sigur á C-deildarliði Völsungs 32 liða úrslit 2019: 5-0 sigur á C-deildarliði Dalvíkur/Reynis 32 liða úrslit 2018: 7-1 sigur á C-deildarliði Aftureldingar 16 liða úrslit 2017: Sigur í vítakeppni á B-deildarliði ÍR 32 liða úrslit 2017: 4-1 sigur á B-deildarliði Leiknis F.Undanúrslit 2015: 4-1 sigur á A-deildarliði ÍBVSíðustu fimm bikartöp KR-inga 16 liða úrslit 2018: 1-0 tap fyrir A-deildarliði Breiðabliks 8 liða úrslit 2017: 3-2 tap fyrir A-deildarliði Stjörnunnar32 liða úrslit 2016: 2-1 tap fyrir B-deildarliði Selfoss Úrslitaleikur 2015: 2-0 tap fyrir A-deildarliði Vals Undanúrslit 2013: 2-1 tap fyrir A-deildarliði Stjörnunnar
Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira