Helgi: Skammaði Castillion fyrir þetta Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 22:26 Helgi var ekki sáttur við gula spjaldið sem Castillion fékk í seinni hálfleik. vísir/bára „Þetta er mikill léttir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-1 sigurinn á Grindavík í kvöld. Fylkir skoraði tvö mörk strax í upphafi leiks og missti þá forystu ekki niður. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og mér fannst þetta vera nokkuð öruggt allan tímann. Við náðum að skora tvö mörk snemma leiks og náðum að halda þeim að mestu frá markinu. Við vissum alveg að þeir myndu fá einhver færi í leiknum, það pirraði mig samt að þeir skyldu skora þetta mark í lokin en við unnum leikinn og það er það sem er mikilvægast.“ Fylkir þétti vörnina í seinni hálfleik og voru Grindvíkingar meira með boltann meðan Fylkismenn gáfu full mikið færi á sér. Helgi segir að það hafi ekki verið planið en að þeir hafi viljað halda hreinu og sigurinn sé það sem skiptir öllu máli. „Það sem við vildum gera í seinni hálfleik var að halda markinu hreinu, vera grimmir, vinna boltann á miðju svæðinu og keyra hratt á þá á meðan þeir reyndu að minnka muninn. Við vissum alltaf að þeir kæmu með einhver áhlaup en við vorum bara ekki nógu klókir. Við vörðumst hins vegar vel og sigurinn var sanngjarn.“ Geoffrey Castillion fékk að líta gula spjaldið er hann henti frá sér boltanum. Engu líkara var en að hann hafi reynt að sækja sér þetta spjald sem setur hann í leikbann í næstu umferð. Næsti leikur er gegn FH en hann hefði ekki spilað þann leik hvort sem var þar sem hann er á láni frá FH. Helgi segir að ekkert hafi verið á bakvið þetta spjald hjá Castillion. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi sem hafði ekkert meira um þetta að segja. Fylkir mætir, eins og áður sagði FH, í næstu umferð. Helgi segir að þeir séu meðvitaðir um mikilvægi allra leikja á þessum tímapunkti og að það sé ekki í boði að slaka á í eina einustu mínútu það sem eftir er tímabils. „Allir leikir í þessari deild eru erfiðir sama hvort það sé FH eða Grindavík, þetta eru allt úrslitaleikir miðað við það hvernig deildin er að spilast. Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu og við erum alveg meðvitaðir um það. FH leikurinn er gott próf fyrir okkur, við gerðum jafntefli við þá síðast og ætlum okkur það ef ekki meira,“ sagði Helgi um leikinn gegn FH í næstu umferð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
„Þetta er mikill léttir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-1 sigurinn á Grindavík í kvöld. Fylkir skoraði tvö mörk strax í upphafi leiks og missti þá forystu ekki niður. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og mér fannst þetta vera nokkuð öruggt allan tímann. Við náðum að skora tvö mörk snemma leiks og náðum að halda þeim að mestu frá markinu. Við vissum alveg að þeir myndu fá einhver færi í leiknum, það pirraði mig samt að þeir skyldu skora þetta mark í lokin en við unnum leikinn og það er það sem er mikilvægast.“ Fylkir þétti vörnina í seinni hálfleik og voru Grindvíkingar meira með boltann meðan Fylkismenn gáfu full mikið færi á sér. Helgi segir að það hafi ekki verið planið en að þeir hafi viljað halda hreinu og sigurinn sé það sem skiptir öllu máli. „Það sem við vildum gera í seinni hálfleik var að halda markinu hreinu, vera grimmir, vinna boltann á miðju svæðinu og keyra hratt á þá á meðan þeir reyndu að minnka muninn. Við vissum alltaf að þeir kæmu með einhver áhlaup en við vorum bara ekki nógu klókir. Við vörðumst hins vegar vel og sigurinn var sanngjarn.“ Geoffrey Castillion fékk að líta gula spjaldið er hann henti frá sér boltanum. Engu líkara var en að hann hafi reynt að sækja sér þetta spjald sem setur hann í leikbann í næstu umferð. Næsti leikur er gegn FH en hann hefði ekki spilað þann leik hvort sem var þar sem hann er á láni frá FH. Helgi segir að ekkert hafi verið á bakvið þetta spjald hjá Castillion. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi sem hafði ekkert meira um þetta að segja. Fylkir mætir, eins og áður sagði FH, í næstu umferð. Helgi segir að þeir séu meðvitaðir um mikilvægi allra leikja á þessum tímapunkti og að það sé ekki í boði að slaka á í eina einustu mínútu það sem eftir er tímabils. „Allir leikir í þessari deild eru erfiðir sama hvort það sé FH eða Grindavík, þetta eru allt úrslitaleikir miðað við það hvernig deildin er að spilast. Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu og við erum alveg meðvitaðir um það. FH leikurinn er gott próf fyrir okkur, við gerðum jafntefli við þá síðast og ætlum okkur það ef ekki meira,“ sagði Helgi um leikinn gegn FH í næstu umferð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira