Með sigrinum fór Fylkir upp í 8. sæti deildarinnar. Árbæingar eru með 22 stig, fimm stigum frá fallsæti.
Grindvíkingar eru hins vegar í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 17 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Grindavík hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum sínum.
Fylkir byrjaði leikinn af miklum krafti og var kominn 2-0 yfir eftir stundarfjórðung. Geoffrey Castillion kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Ellefu mínútum síðar bætti Hákon Ingi Jónsson öðru marki við.
Sigurjón Rúnarsson minnkaði muninn fyrir Grindavík skömmu fyrir leikslok en nær komust gestirnir ekki.
Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.