Valur er í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar eftir 3-2 tap í dramatískum stórleik gegn FH á Origo-vellinum er liðin mættust í 16. umferð deildarinnar.
Gengi Vals hefur verið upp og niður í sumar en eftir afar dapra byrjun náði liðið aðeins að rétta úr kútnum. Liðið hefur nú unnið tvo af síðustu átta leikjum í öllum keppnum.
Valsmenn hafa verið duglegir að missa niður forystu í leikjum sínum í sumar og ef kíkt er nánar á leikskýrslunni úr þessum leikjum má sjá nokkuð athyglisvert.
Í þeim leikjum sem Valur hefur misst niður forystu er kantmaðurinn Sigurður Egill Lárusson yfirleitt tekinn af velli. Í fimm leikjum hefur Sigurður verið tekinn af velli og í þeim leikjum hefur Valur tapað tíu stigum.
Í þokkabót var Sigurður Egill ekki með Vals-liðinu í fyrstu þremur leikjum liðsins í deildinni þar sem liðið fékk einungis eitt stig. Sigurður var heldur ekki með er Valur féll úr leik gegn FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Ef og hefði eru orð sem eru oft notuð í fótbolta en ef Valur hefði verið með tíu stigum meira á þessum tímapunkti í Pepsi Max-deildinni væru Íslandsmeistararnir í öðru sætinu með 33 stig.
Hér að neðan má sjá tölfræðina úr leikjunum sem Sigurður Egill hefur verið tekinn af velli.
Leikir sumarsins sem Sigurður Egill Lárisson fer útaf:
12. ágúst Valur - FH 2-3
Sigurður Egill Lárusson fór af velli á 72. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir Val.
Niðurstaða: Þrjú töpuð stig
21. júlí Víkingur - Valur 2-2
Sigurður Egill Lárusson fór af velli á 73. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir Val.
Niðurstaða: Tvö töpuð stig
19. júní KR - Valur 3-2
Sigurður Egill Lárusson fór af velli á 55. mínútu í stöðunni 2-0 fyrir Val.
Niðurstaða: Þrjú töpuð stig
26. maí Valur - Breiðablik 0-1
Sigurður Egill Lárusson fór af velli á 68. mínútu í stöðunni 0-0.
Niðurstaða: Eitt tapað stig
20. maí FH - Valur 3-2
Sigurður Egill Lárusson fer af velli á 73. mínútu í stöðunni 1-1.
Niðurstaða: Eitt tapað stig
Niðurstaða í heild sinni: Fimm leikir og tíu töpuð stig.
Sigurður Egill Lárusson og töpuðu stigin tíu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

