Vinnur með forgengileikann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:30 „Þegar ég var að setja þetta verk upp þá reyndi ég að gera það án hugsunar en lenti í verulegum erfiðleikum,“ segir Margrét. Fréttablaðið/Anton Brink Það má segja að starf listamannsins sé eins og mantra því hann þarf alltaf að koma tilfinningum og skynjunum í eitthvert efni,“ segir Margrét þar sem hún er stödd í Grafíksalnum. Á sýningunni Forkostulegt og fagurt er hún með blöndu af nýjum og eldri verkum. „Ég byrjaði að vinna út frá frönsku veggfóðri í upphafi þessarar aldar þegar ég var á árs starfslaunum og dvaldi aðallega á vinnustofum Cité des Arts í París. Það þema fór að ásækja mig þegar mér var sagt frá formóður minni í hreinan kvenlegg og undirstrikar hvað DNA er sterkt í kvenleggnum þrátt fyrir marga ættliði. Svo var líka annað. Ég sá lítið af málverkum á þessum tíma en fannst hönnun og tækni orðin áberandi í listinni á kostnað frumaflsins. Listiðnaðarmaðurinn var alltaf að fá hugmyndir frá listamanninum svo ég ákvað að snúa því við og taka hugmyndir mínar frá listiðnaðinum.“ Margir kringlóttir fletir mynda eitt verkið á sýningunni í Grafíksalnum. Það er úr endurunnum pappír. „Tilveran virðist gerð í einhvers konar kerfi. Þegar ég var að setja þetta verk upp þá reyndi ég að gera það án hugsunar en var í verulegum erfiðleikum því það myndaðist alltaf munstur,“ lýsir Margrét. Hún kveðst farin að nota vatnsliti á pappír í meira mæli en áður. „Slík verk eru auðveldari viðfangs en olía á striga. Ég þarf ekki vinnustofu til að gera þau, heldur get ég verið með þau á borði eða gólfi og stundum á vegg.“ Það listaverk sem myndar þungamiðju sýningarinnar er frá árunum 2008 og 9, málað með eggtemperu sem Margrét bjó til. „Þá dvaldi ég í Kjarvalsstofu í París, ég var þar þegar hrunið varð, það var hræðilegur tími, krónan einskis metin og ekkert hægt að nota Visa eða millifæra,“ lýsir hún. Á öðrum vegg er mynd, unnin með sömu aðferð, að verða hrörnuninni að bráð, málningin er tekin að flagna og agnir að sáldrast niður á gólf. „Þetta á að hrynja,“ segir Margrét og útskýrir nánar. „Það er forgengileikinn sem ég vinn með. Við fæðumst og hverfum, allt fjarar út, eyðist og verður að engu, alveg eins og munstrið. En hver hlekkur er mikilvægur, líka saga og líf hvers einstaklings og slíkt á ekki að lítilsvirða í krafti valds og peninga.“ Forkostulegt og fagurt er önnur einkasýning Margrétar á þessu ári og hún stendur bara út þessa viku. Auk þess tekur hún þátt í hinni stóru samsýningu Umhverfing á Snæfellsnesi. Á fimmta tug einkasýninga á Margrét að baki, enda hefur hún starfað sem myndlistarmaður í tæp 50 ár og stundað kennslu í 27 ár, bæði við framhaldsskóla, grunnskóla og myndlistarskóla. Einnig unnið við grafíska hönnun, rekið auglýsingastofu og gallerí. Verk eftir hana eru í eigu helstu listasafna landsins. Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það má segja að starf listamannsins sé eins og mantra því hann þarf alltaf að koma tilfinningum og skynjunum í eitthvert efni,“ segir Margrét þar sem hún er stödd í Grafíksalnum. Á sýningunni Forkostulegt og fagurt er hún með blöndu af nýjum og eldri verkum. „Ég byrjaði að vinna út frá frönsku veggfóðri í upphafi þessarar aldar þegar ég var á árs starfslaunum og dvaldi aðallega á vinnustofum Cité des Arts í París. Það þema fór að ásækja mig þegar mér var sagt frá formóður minni í hreinan kvenlegg og undirstrikar hvað DNA er sterkt í kvenleggnum þrátt fyrir marga ættliði. Svo var líka annað. Ég sá lítið af málverkum á þessum tíma en fannst hönnun og tækni orðin áberandi í listinni á kostnað frumaflsins. Listiðnaðarmaðurinn var alltaf að fá hugmyndir frá listamanninum svo ég ákvað að snúa því við og taka hugmyndir mínar frá listiðnaðinum.“ Margir kringlóttir fletir mynda eitt verkið á sýningunni í Grafíksalnum. Það er úr endurunnum pappír. „Tilveran virðist gerð í einhvers konar kerfi. Þegar ég var að setja þetta verk upp þá reyndi ég að gera það án hugsunar en var í verulegum erfiðleikum því það myndaðist alltaf munstur,“ lýsir Margrét. Hún kveðst farin að nota vatnsliti á pappír í meira mæli en áður. „Slík verk eru auðveldari viðfangs en olía á striga. Ég þarf ekki vinnustofu til að gera þau, heldur get ég verið með þau á borði eða gólfi og stundum á vegg.“ Það listaverk sem myndar þungamiðju sýningarinnar er frá árunum 2008 og 9, málað með eggtemperu sem Margrét bjó til. „Þá dvaldi ég í Kjarvalsstofu í París, ég var þar þegar hrunið varð, það var hræðilegur tími, krónan einskis metin og ekkert hægt að nota Visa eða millifæra,“ lýsir hún. Á öðrum vegg er mynd, unnin með sömu aðferð, að verða hrörnuninni að bráð, málningin er tekin að flagna og agnir að sáldrast niður á gólf. „Þetta á að hrynja,“ segir Margrét og útskýrir nánar. „Það er forgengileikinn sem ég vinn með. Við fæðumst og hverfum, allt fjarar út, eyðist og verður að engu, alveg eins og munstrið. En hver hlekkur er mikilvægur, líka saga og líf hvers einstaklings og slíkt á ekki að lítilsvirða í krafti valds og peninga.“ Forkostulegt og fagurt er önnur einkasýning Margrétar á þessu ári og hún stendur bara út þessa viku. Auk þess tekur hún þátt í hinni stóru samsýningu Umhverfing á Snæfellsnesi. Á fimmta tug einkasýninga á Margrét að baki, enda hefur hún starfað sem myndlistarmaður í tæp 50 ár og stundað kennslu í 27 ár, bæði við framhaldsskóla, grunnskóla og myndlistarskóla. Einnig unnið við grafíska hönnun, rekið auglýsingastofu og gallerí. Verk eftir hana eru í eigu helstu listasafna landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira