„Þetta var hörkuleikur milli tveggja góðra liða á svipuðum stað í deildinni. Fylkir höfðu betur í dag en mér fannst við verðskulda að setja þriðja markið og fá stigið en svona er fótboltinn,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður HK, eftir 3-2 tap liðsins gegn Fylki í Árbænum í kvöld.
Kvöldið markar endalok á sjö leikja hrinu þar sem liðið tapaði ekki leik. HK er sem stendur með 25 stig, sjö stigum frá fallsæti. Er liðið búið að bjarga sér frá falli?
„Ég er svo lélegur í stærðfræði þannig ég hef ekki hugmynd. Eitt tap breytir ekkert um hvað okkur finnst um framhaldið,“ sagði Ásgeir.
Fylkismaðurinn Valdimar Þór fékk að líta beint rautt spjald fyrir að ýta Valgeiri Valgeirssyni eftir klukkutíma leik og fékk Ásgeir Börkur að líta gult spjald í kjöflarið en það hitnaði þá heldur betur úr kolunum.
„Ég sá ekki neitt. Ég sá bara Valla liggja í jörðinni. Þarf maður ekki bara að treysta dómaranum? Valli og Valdimar eru báðir ungir og skapheitir. Shit happens eins og maður segir.“
Ásgeir Börkur: Ég er svo lélegur í stærðfræði þannig ég hef ekki hugmynd
Þór Símon Hafþórsson skrifar

Mest lesið




„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn


Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti
