Verðlaunin fyrir leikmann mánaðarins eru af glæsilegri gerðinni og koma frá Selected, Sjoppunni, Moroccanoil og Icelandair. Verðlaunin fyrir besta mark mánaðarins er í boði Adidas.
Sem besti leikmaður mánaðarins koma til greina þær Ída Marín Hermannsdóttir úr Fylki, Arna Sif Ásgrímsdóttir úr Þór/KA og Katrín Ómarsdóttir úr KR.
Katrín Ómarsdóttir er einnig í baráttunni um besta markið ásamt þeim Sveindísi Jane Jónsdóttur og Magdalena Anna Reimus.
Það má sjá öll þessi þrjú mörk sem koma til greina í myndbandinu hér fyrir neðan.