Ekki verður af fyrirhuguðum fallbaráttuslag ÍBV og HK/Víkings í Pepsi-Max deild kvenna í dag en liðin áttu að mætast á Hásteinsvelli klukkan 14:00.
Veðurstofan varaði við stormi á höfuðborgarsvæðinu, suðurlandi og miðhálendi upp úr hádegi.
Í kjölfarið hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leiknum en ekki er komin ný tímasetning á leikinn.
Um er að ræða gríðarlega þýðingarmikinn leik fyrir bæði lið sem eru í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar. HK/Víkingur er í neðsta sæti með 7 stig, fimm stigum minna en Eyjakonur sem eru í 8.sæti en í 9.sæti er Keflavík með 10 stig.
Fallbaráttuslag ÍBV og HK/Víkings frestað
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn