Haraldur Franklín Magnús endaði í 3. sæti á Esbjerg Open sem er hluti af Nordic Golf mótaröðinni.
Haraldur lauk leik á einu höggi yfir pari. Daninn Elias Bertheussen vann öruggan sigur á sjö höggum undir pari.
Með árangri sínum á Esbjerg Open komst Haraldur upp í 6. sæti á stigalista Nordic Golf mótaraðarinnar.
Fimm efstu kylfingarnir á stigalistanum öðlast þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni.
Tveir kylfingar eru þegar búnir að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni; Svíinn Christopher Sahlström og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Axel Bóasson, sem lenti í 32. sæti á Esbjerg Open, er í 14. sæti stigalistans.
