Svartur valkvíði Hulla Þórarinn Þórarinsson skrifar 22. ágúst 2019 09:00 Hugleikur Dagsson er gáttaður á því að árin sem Svartir sunnudagar hafa verið í gangi séu að verða átta en þessi staðreynd blasir við honum þegar hann rótast í tæplega 200 veggspjöldum í Bíó Paradís. Fréttablaðið/Ernir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón standa að baki Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Hulli hefur frá upphafi fengið íslenska listamenn til að gera plaköt fyrir sýningar hópsins á sérvöldum og sígildum kvikmyndum og vart þarf að deila um að veggspjöldin eiga sinn þátt í því hversu lífseigir Svörtu sunnudagarnir eru orðnir. Á Menningarnótt verður hægt að skoða veggspjöldin í gallerísal Bíó Paradísar, auk þess sem ný sölusíða verður opnuð fyrir veggspjöld Svartra sunnudaga á vefsíðunni postprent.is. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, segir að til þess að byrja með hafi ekki gengið vel að sýna klassískar bíómyndir í kvikmyndahúsinu. „Það var kannski ákveðið að sýna Predator þannig að ég keypti þá eintak og svo mættu bara sjö. Þannig að ég tók fyrir þetta vegna þess að þetta rugl væri of dýrt.“ Hrönn segir þessu ekki hafa verið tekið með þögninni og meðal annars hafi ramakvein verið rekin upp á Facebook. „Sigurjón Kjartansson var á meðal þeirra sem vældu yfir því að það væri ekkert gamalt og gott í boði og við fórum eitthvað að tuða hvort í öðru um þetta,“ segir Hrönn og bætir við að í framhaldinu hafi verið fundað með áhugasömum þar sem Sjón, Sigurjón, Hulli og Páll Óskar komu að málum. Niðurstaðan var að sígildur hryllingur og ýmis furðuverk sem kennd eru við „cult“ ættu erindi í bíó. Svartir sunnudagar urðu niðurstaðan og Hulli var fenginn til þess að fá einhvern listamann til þess að gera plakat fyrir hverja mynd sem ákveðið yrði að sýna.„Költ“ í kringum „költ“ „Það kemur stanslaust á óvart hversu mikið þetta er orðið og þetta bara hættir ekki og maður er að átta sig á að við erum að detta í áttunda árið með Svarta sunnudaga,“ segir Hulli í samtali við Fréttablaðið. „Mér líður alltaf eins og þetta séu þrjú til fjögur ár en þegar maður kemur í plakatasalinn í Bíó Paradís skellur á manni hversu langt þetta er orðið,“ segir Hulli og bætir við að honum finnist skemmtilegt að Svörtu sunnudagarnir séu orðnir einhvers konar „költ“ í kringum þetta sem var hugsað sem költ-kvöld. „Sigurjón og Sjón fengu mig í þessa pælingu sína og ég fékk þá hugmynd að fá listafólk til þess að gera plakötin,“ segir Hulli um aðkomu hans að sunnudögunum svörtu. „Þessi plaköt hafa svo orðið hin mörgu andlit þessa fyrirbæris.“ Svakalegur valkvíði Hulli segist ekki hafa átt von á jafn jákvæðum viðbrögðum frá myndlistarfólki, grafískum hönnuðum og listafólki úr ýmsum áttum og raun og hátt í 200 veggspjöld bera vitni. „Það er enginn peningur í þessu en ég held að flestum finnist þetta skemmtilegt verkefni og spennandi áskorun,“ segir Hulli og bætir við að hann sé ekki síst ánægður með sýninguna á Menningarnótt og sölusíðuna sem verður opnuð í tengslum við hana þar sem nú „munu listamennirnir loksins fá einhverja örlitla prósentu“. En hvaða veggspjald ætlar hann sjálfur að kaupa? „Þetta er svakalegur valkvíði enda eru þetta næstum 200 plaköt. Ég er að fara að flytja og hef verið að pæla í Flash Gordon eftir Elínu Elísabetu Einarsdóttur í innflutningsgjöf til sjálfs mín. Það er annað hvort það eða Mad Max 2 eftir Halldór Baldursson. Aðallega vegna þess að Mad Max 2 er uppáhaldsmyndin mín en mig langar líka mikið í Pee Wee’s Big Adventure sem Ísak Óli Sævarsson gerði. Valið stendur á milli þessara þriggja.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón standa að baki Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Hulli hefur frá upphafi fengið íslenska listamenn til að gera plaköt fyrir sýningar hópsins á sérvöldum og sígildum kvikmyndum og vart þarf að deila um að veggspjöldin eiga sinn þátt í því hversu lífseigir Svörtu sunnudagarnir eru orðnir. Á Menningarnótt verður hægt að skoða veggspjöldin í gallerísal Bíó Paradísar, auk þess sem ný sölusíða verður opnuð fyrir veggspjöld Svartra sunnudaga á vefsíðunni postprent.is. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, segir að til þess að byrja með hafi ekki gengið vel að sýna klassískar bíómyndir í kvikmyndahúsinu. „Það var kannski ákveðið að sýna Predator þannig að ég keypti þá eintak og svo mættu bara sjö. Þannig að ég tók fyrir þetta vegna þess að þetta rugl væri of dýrt.“ Hrönn segir þessu ekki hafa verið tekið með þögninni og meðal annars hafi ramakvein verið rekin upp á Facebook. „Sigurjón Kjartansson var á meðal þeirra sem vældu yfir því að það væri ekkert gamalt og gott í boði og við fórum eitthvað að tuða hvort í öðru um þetta,“ segir Hrönn og bætir við að í framhaldinu hafi verið fundað með áhugasömum þar sem Sjón, Sigurjón, Hulli og Páll Óskar komu að málum. Niðurstaðan var að sígildur hryllingur og ýmis furðuverk sem kennd eru við „cult“ ættu erindi í bíó. Svartir sunnudagar urðu niðurstaðan og Hulli var fenginn til þess að fá einhvern listamann til þess að gera plakat fyrir hverja mynd sem ákveðið yrði að sýna.„Költ“ í kringum „költ“ „Það kemur stanslaust á óvart hversu mikið þetta er orðið og þetta bara hættir ekki og maður er að átta sig á að við erum að detta í áttunda árið með Svarta sunnudaga,“ segir Hulli í samtali við Fréttablaðið. „Mér líður alltaf eins og þetta séu þrjú til fjögur ár en þegar maður kemur í plakatasalinn í Bíó Paradís skellur á manni hversu langt þetta er orðið,“ segir Hulli og bætir við að honum finnist skemmtilegt að Svörtu sunnudagarnir séu orðnir einhvers konar „költ“ í kringum þetta sem var hugsað sem költ-kvöld. „Sigurjón og Sjón fengu mig í þessa pælingu sína og ég fékk þá hugmynd að fá listafólk til þess að gera plakötin,“ segir Hulli um aðkomu hans að sunnudögunum svörtu. „Þessi plaköt hafa svo orðið hin mörgu andlit þessa fyrirbæris.“ Svakalegur valkvíði Hulli segist ekki hafa átt von á jafn jákvæðum viðbrögðum frá myndlistarfólki, grafískum hönnuðum og listafólki úr ýmsum áttum og raun og hátt í 200 veggspjöld bera vitni. „Það er enginn peningur í þessu en ég held að flestum finnist þetta skemmtilegt verkefni og spennandi áskorun,“ segir Hulli og bætir við að hann sé ekki síst ánægður með sýninguna á Menningarnótt og sölusíðuna sem verður opnuð í tengslum við hana þar sem nú „munu listamennirnir loksins fá einhverja örlitla prósentu“. En hvaða veggspjald ætlar hann sjálfur að kaupa? „Þetta er svakalegur valkvíði enda eru þetta næstum 200 plaköt. Ég er að fara að flytja og hef verið að pæla í Flash Gordon eftir Elínu Elísabetu Einarsdóttur í innflutningsgjöf til sjálfs mín. Það er annað hvort það eða Mad Max 2 eftir Halldór Baldursson. Aðallega vegna þess að Mad Max 2 er uppáhaldsmyndin mín en mig langar líka mikið í Pee Wee’s Big Adventure sem Ísak Óli Sævarsson gerði. Valið stendur á milli þessara þriggja.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira