Skálmöld hættir í bili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 13:34 Skálmöld hættir störfum eftir áratug. facebook/skjáskot „Skálmöld hefur ákveðið að taka sér pásu eftir árið 2019 um óráðinn tíma.“ Þetta segir í tilkynningu frá þungarokkssveitinni á Facebook síðu hennar. Skálmöld hefur verið gríðarlega vinsæl jafnt innanlands sem utan. Í tilkynningunni segir einnig að tíu ára tónleikastand hafi tekið sinn toll á hljómsveitarmeðlimi, sem hafi þurft að leggja önnur verkefni til hliðar, bæði persónu- og vinnutengd. Nú sé kominn tími til að búa til pláss fyrir þau. Ákvörðun hljómsveitarinnar um að taka sér pásu kemur eflaust mörgum á óvart en hljómsveitin fór í tónleikaferð í fyrravetur og spilaði á ýmsum tónlistarhátíðum í sumar. „Við erum búnir að ræða þetta okkar á milli í dálítinn tíma þannig að þetta er engin skyndiákvörðun,“ segir Jón Geir Jóhannsson, trommari sveitarinnar í samtali við fréttastofu Vísis. Hann segir ekki útilokað að sveitin snúi aftur: „Já, það held ég alveg. Hvenær það verður veit ég ekki. En eins og ég segi þá er þetta bara akkúrat rétti tíminn til að stíga aðeins aftur og verja tíma með fjölskyldunni.“ „Hætta hljómsveitir einhvern tíman? Nema bara hljómsveit eins og Bítlarnir og það er bara af því að þeir fóru að deyja. Við erum ekkert í því,“ segir Jón Geir hlæjandi. Hljómsveitin mun halda eins konar kveðjutónleika þann 21. desember næstkomandi á vetrarsólstöðunum. „Merkið 21. desember í dagatalið og reiknið með að vera í Reykjavík á þeim tíma ef þið viljið fagna með okkur. Þá höldum við veislu sem fer svo sannarlega í sögubækurnar, viðburð sem við kynnum mjög bráðlega,“ bætir sveitin við í færslunni. „Takk fyrir ótrúlegan áratug. Litla hobbíbandið okkar varð svo sannarlega að skrímsli og nú þarf að hvíla sig.“ Tónlist Tengdar fréttir Síðustu heiðarlegu Skálmaldartónleikar ársins Skálmöld er komin heim eftir mikið tónleikaferðalag erlendis og ætlar að sinna Íslendingum eftir langan þurrk. Tvöfaldir tónleikar á Gauknum auk annarra á Græna hattinum og svo er það Sinfóníuhljómsveitin í ágúst í Eldborg. Svo er verið að vinna í nýrri músík. 20. júlí 2018 06:00 Skálmeldingar spila á hátíð með Slayer Þungarokkshljómsveitin Skálmöld, sem nýverið gaf út plötuna Sorgir, spilar í sumar á Graspop-þungarokkshátíðinni þar sem margar af stærstu þungarokkssveitum heims koma fram. Snæbjörn Ragnarsson var búinn að gleyma að hann hefði verið bókaður á hátíðina. 12. nóvember 2018 09:00 Hér eru ekkert nema andskotans snillingar Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands, ásamt Karlakór Reykjavíkur, kammerkórnum Hymnodia og Barnakór Kársnesskóla, blása til veislu næstu daga í Hörpu sem rúmlega 7.200 manns munu njóta. 21. ágúst 2018 05:00 Almenn gleði skilar sér á plötuna Skálmöld gefur út sína fimmtu plötu á morgun sem ber nafnið Sorgir. Átta lög sem renna ljúflega. Snæbjörn Ragnarsson fór yfir árin tíu sem hafa liðið frá því að hljómsveitin sló sinn fyrsta hljóm. 11. október 2018 14:30 Telja í gamaldags rokkhátíð á Hard Rock Ein vinsælasta þungarokkshljómsveit landsins, Skálmöld, hleður í ferna tónleika á næstunni. Þeir byrja á Hard Rock um helgina en færa sig svo til Akureyrar. 3. apríl 2019 09:00 Varð heltekinn af Sturlungu Fjórar skáldsögur Einars Kárasonar um Sturlungaöld koma út í einni bók. Erlendir aðilar sýna áhuga á að kvikmynda sögurnar. 9. júlí 2019 14:30 Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Skálmöld hefur ákveðið að taka sér pásu eftir árið 2019 um óráðinn tíma.“ Þetta segir í tilkynningu frá þungarokkssveitinni á Facebook síðu hennar. Skálmöld hefur verið gríðarlega vinsæl jafnt innanlands sem utan. Í tilkynningunni segir einnig að tíu ára tónleikastand hafi tekið sinn toll á hljómsveitarmeðlimi, sem hafi þurft að leggja önnur verkefni til hliðar, bæði persónu- og vinnutengd. Nú sé kominn tími til að búa til pláss fyrir þau. Ákvörðun hljómsveitarinnar um að taka sér pásu kemur eflaust mörgum á óvart en hljómsveitin fór í tónleikaferð í fyrravetur og spilaði á ýmsum tónlistarhátíðum í sumar. „Við erum búnir að ræða þetta okkar á milli í dálítinn tíma þannig að þetta er engin skyndiákvörðun,“ segir Jón Geir Jóhannsson, trommari sveitarinnar í samtali við fréttastofu Vísis. Hann segir ekki útilokað að sveitin snúi aftur: „Já, það held ég alveg. Hvenær það verður veit ég ekki. En eins og ég segi þá er þetta bara akkúrat rétti tíminn til að stíga aðeins aftur og verja tíma með fjölskyldunni.“ „Hætta hljómsveitir einhvern tíman? Nema bara hljómsveit eins og Bítlarnir og það er bara af því að þeir fóru að deyja. Við erum ekkert í því,“ segir Jón Geir hlæjandi. Hljómsveitin mun halda eins konar kveðjutónleika þann 21. desember næstkomandi á vetrarsólstöðunum. „Merkið 21. desember í dagatalið og reiknið með að vera í Reykjavík á þeim tíma ef þið viljið fagna með okkur. Þá höldum við veislu sem fer svo sannarlega í sögubækurnar, viðburð sem við kynnum mjög bráðlega,“ bætir sveitin við í færslunni. „Takk fyrir ótrúlegan áratug. Litla hobbíbandið okkar varð svo sannarlega að skrímsli og nú þarf að hvíla sig.“
Tónlist Tengdar fréttir Síðustu heiðarlegu Skálmaldartónleikar ársins Skálmöld er komin heim eftir mikið tónleikaferðalag erlendis og ætlar að sinna Íslendingum eftir langan þurrk. Tvöfaldir tónleikar á Gauknum auk annarra á Græna hattinum og svo er það Sinfóníuhljómsveitin í ágúst í Eldborg. Svo er verið að vinna í nýrri músík. 20. júlí 2018 06:00 Skálmeldingar spila á hátíð með Slayer Þungarokkshljómsveitin Skálmöld, sem nýverið gaf út plötuna Sorgir, spilar í sumar á Graspop-þungarokkshátíðinni þar sem margar af stærstu þungarokkssveitum heims koma fram. Snæbjörn Ragnarsson var búinn að gleyma að hann hefði verið bókaður á hátíðina. 12. nóvember 2018 09:00 Hér eru ekkert nema andskotans snillingar Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands, ásamt Karlakór Reykjavíkur, kammerkórnum Hymnodia og Barnakór Kársnesskóla, blása til veislu næstu daga í Hörpu sem rúmlega 7.200 manns munu njóta. 21. ágúst 2018 05:00 Almenn gleði skilar sér á plötuna Skálmöld gefur út sína fimmtu plötu á morgun sem ber nafnið Sorgir. Átta lög sem renna ljúflega. Snæbjörn Ragnarsson fór yfir árin tíu sem hafa liðið frá því að hljómsveitin sló sinn fyrsta hljóm. 11. október 2018 14:30 Telja í gamaldags rokkhátíð á Hard Rock Ein vinsælasta þungarokkshljómsveit landsins, Skálmöld, hleður í ferna tónleika á næstunni. Þeir byrja á Hard Rock um helgina en færa sig svo til Akureyrar. 3. apríl 2019 09:00 Varð heltekinn af Sturlungu Fjórar skáldsögur Einars Kárasonar um Sturlungaöld koma út í einni bók. Erlendir aðilar sýna áhuga á að kvikmynda sögurnar. 9. júlí 2019 14:30 Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Síðustu heiðarlegu Skálmaldartónleikar ársins Skálmöld er komin heim eftir mikið tónleikaferðalag erlendis og ætlar að sinna Íslendingum eftir langan þurrk. Tvöfaldir tónleikar á Gauknum auk annarra á Græna hattinum og svo er það Sinfóníuhljómsveitin í ágúst í Eldborg. Svo er verið að vinna í nýrri músík. 20. júlí 2018 06:00
Skálmeldingar spila á hátíð með Slayer Þungarokkshljómsveitin Skálmöld, sem nýverið gaf út plötuna Sorgir, spilar í sumar á Graspop-þungarokkshátíðinni þar sem margar af stærstu þungarokkssveitum heims koma fram. Snæbjörn Ragnarsson var búinn að gleyma að hann hefði verið bókaður á hátíðina. 12. nóvember 2018 09:00
Hér eru ekkert nema andskotans snillingar Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands, ásamt Karlakór Reykjavíkur, kammerkórnum Hymnodia og Barnakór Kársnesskóla, blása til veislu næstu daga í Hörpu sem rúmlega 7.200 manns munu njóta. 21. ágúst 2018 05:00
Almenn gleði skilar sér á plötuna Skálmöld gefur út sína fimmtu plötu á morgun sem ber nafnið Sorgir. Átta lög sem renna ljúflega. Snæbjörn Ragnarsson fór yfir árin tíu sem hafa liðið frá því að hljómsveitin sló sinn fyrsta hljóm. 11. október 2018 14:30
Telja í gamaldags rokkhátíð á Hard Rock Ein vinsælasta þungarokkshljómsveit landsins, Skálmöld, hleður í ferna tónleika á næstunni. Þeir byrja á Hard Rock um helgina en færa sig svo til Akureyrar. 3. apríl 2019 09:00
Varð heltekinn af Sturlungu Fjórar skáldsögur Einars Kárasonar um Sturlungaöld koma út í einni bók. Erlendir aðilar sýna áhuga á að kvikmynda sögurnar. 9. júlí 2019 14:30