Meistararnir heimsóttu nýliðanna sem komust yfir strax á sjöundu mínútu með marki frá Roberto Torres. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, var ekkert að bíða með skiptingarnar því hann skipti hinum sextán ára gamla Ansu Fati inn á í hálfleik.
Fati lék sinn fyrsta leik fyrir Barcelona um síðustu helgi og hann þakkaði traustið í dag með því að jafna metin á 51. mínútu með kröftugum skalla.
Ansu Fati is the first 16-year-old in Barcelona's history to score a LaLiga goal for the club.
— Squawka Football (@Squawka) August 31, 2019
The third-youngest ever in LaLiga for any club. pic.twitter.com/4cKHRxfbMN
Börsungar virtust vera tryggja sér sigurinn með laglegu marki frá Arthur á 64. mínútu en heimamenn fengu vítaspyrnu á 81. mínútu sem Roberto Torres skoraði úr.
Lokatölur 2-2 og Börsungar með fjögur stig eftir þrjá leiki en Osasuna er með fimm stig.
Osasuna 2-2 Barcelona FT:
— Squawka News (@SquawkaNews) August 31, 2019
Roberto Torres
Ansu Fati
Arthur
Roberto Torres (pen)
Barcelona's 16-year-old makes history but the home side spoil the celebrations. pic.twitter.com/4R0pJ30LeW