Hinn sextán ára gamli Fati skoraði er erfið byrjun Barcelona hélt áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fati í leiknum í dag. Hann átti flotta innkomu.
Fati í leiknum í dag. Hann átti flotta innkomu. vísir/getty
Barcelona er einungis með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina á Spáni eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli við Osasuna á útivelli í dag.

Meistararnir heimsóttu nýliðanna sem komust yfir strax á sjöundu mínútu með marki frá Roberto Torres. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, var ekkert að bíða með skiptingarnar því hann skipti hinum sextán ára gamla Ansu Fati inn á í hálfleik.

Fati lék sinn fyrsta leik fyrir Barcelona um síðustu helgi og hann þakkaði traustið í dag með því að jafna metin á 51. mínútu með kröftugum skalla.





Börsungar virtust vera tryggja sér sigurinn með laglegu marki frá Arthur á 64. mínútu en heimamenn fengu vítaspyrnu á 81. mínútu sem Roberto Torres skoraði úr.

Lokatölur 2-2 og Börsungar með fjögur stig eftir þrjá leiki en Osasuna er með fimm stig.





Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira