Guðmundur endaði þrettándi í Frakklandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. september 2019 17:15 Guðmundur Ágúst hefur náð afar góðum árangri á Nordic Golf-mótaröðinni í ár og er nú byrjaður að reyna fyrir sér á Áskorendamótaröðinni mynd/gsí/seth Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 13. sæti Open de Bretagne mótsins í golfi sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur Hafþórsson varð í 31. sæti. Þeir Guðmundur Ágúst og Birgir Leifur höfðu verið jafnir allt mótið en það breyttist í dag þegar Guðmundur Ágúst spilaði heldur betri hring heldur en Birgir Leifur. Guðmundur byrjaði hringinn ekki sérlega vel, fékk einn fugl en þrjá skolla á fyrstu fimm holunum. Hann fékk fugl á sjöundu holu og kláraði fyrri níu því á einu höggi yfir pari. Seinni níu holurnar fóru heldur betur, þá sló Guðmundur fyrir þremur fuglum og var skollalaus. Samtals spilaði hann því hringinn í dag á tveimur höggum undir pari sem skilaði honum á fjögur högg undir par í mótinu. Birgir Leifur byrjaði líka illa í dag og fékk hann þrjá skolla á fyrstu níu holunum. Fyrsti og eini fugl hrings Birgis Leifs kom á 13. holu og kláraði hann hringinn á tveimur höggum yfir pari. Það þýddi að hann endar mótið á pari eftir fjóra hringi. Allir kylfingar hafa lokið leik á mótinu og klárði Guðmundur Ágúst í 13. - 19. sæti. Birgir Leifur þurfti að sætta sig við 31. - 33. sæti. Sigurvegari mótsins var Þjóðverjinn Sebastian Heisele, hann spilaði hringina fjóra á þrettán höggum undir pari. Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 13. sæti Open de Bretagne mótsins í golfi sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur Hafþórsson varð í 31. sæti. Þeir Guðmundur Ágúst og Birgir Leifur höfðu verið jafnir allt mótið en það breyttist í dag þegar Guðmundur Ágúst spilaði heldur betri hring heldur en Birgir Leifur. Guðmundur byrjaði hringinn ekki sérlega vel, fékk einn fugl en þrjá skolla á fyrstu fimm holunum. Hann fékk fugl á sjöundu holu og kláraði fyrri níu því á einu höggi yfir pari. Seinni níu holurnar fóru heldur betur, þá sló Guðmundur fyrir þremur fuglum og var skollalaus. Samtals spilaði hann því hringinn í dag á tveimur höggum undir pari sem skilaði honum á fjögur högg undir par í mótinu. Birgir Leifur byrjaði líka illa í dag og fékk hann þrjá skolla á fyrstu níu holunum. Fyrsti og eini fugl hrings Birgis Leifs kom á 13. holu og kláraði hann hringinn á tveimur höggum yfir pari. Það þýddi að hann endar mótið á pari eftir fjóra hringi. Allir kylfingar hafa lokið leik á mótinu og klárði Guðmundur Ágúst í 13. - 19. sæti. Birgir Leifur þurfti að sætta sig við 31. - 33. sæti. Sigurvegari mótsins var Þjóðverjinn Sebastian Heisele, hann spilaði hringina fjóra á þrettán höggum undir pari.
Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira