Umfjöllun: Stjarnan 4-1 Keflavík | Stjarnan örugg frá falli Gabríel Sighvatsson skrifar 8. september 2019 16:15 vísir/daníel Stjarnan mætti Keflavík á Samsung-vellinum í dag í Pepsí Max deild kvenna. Það var mikið í húfi fyrir bæði lið. Keflavík gat farið upp úr fallsæti með sigri á meðan Stjarnan gat sloppið endanlega við fall með 3 stigum. Stigin fóru öll til heimamanna í dag. Stjarnan kom til baka í seinni hálfleik og skoraði 4 mörk til að tryggja sér sigurinn.Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan átti afbragðs seinni hálfleik í dag og það hreinlega dugði til sigurs. Það var allt annað lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik og mörkin 4 endurspegla það mjög vel. Þá má segja að færanýtingin hafi verið betri hjá Stjörnunni. Liðið átti nálægt 10 skot á markið og átti sigurinn skilið að lokum.Hvað gekk illa?Þvílíkt hrun hjá Keflavík í dag. Það var furðulegt hvernig liðið skoraði bara 1 mark í fyrri hálfleik. Þær sköpuðu sér fullt fullt af færum en voru bara ekki að hitta á markið. Þær þurft svo sannarlega á fleiri mörkum að halda því í seinni hálfleik var ekkert að frétta hjá liðinu, hann var hreint út sagt skelfilegur hjá liðinu. Enn fengu þau einhver færi hér og þar en ekkert af viti. Af 20 skotum í heild fóru 4-5 á markið.Hverjar stóðu upp úr?Natasha Anasi og Sveindís Jane voru virkilega góðar í fyrri hálfleik. Sveindís skapaði mikinn usla á vængjunum og Natasha var hættuleg í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik sást þó varla til þeirra. Þá vöknuðu Garðbæingar til lífs og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir setti tvö stórgóð mörk. Jasmín Erla Ingadóttir var einnig mjög góð í dag og kóronaði leikinn með marki úr vítaspyrnu alveg undir lokin.Hvað gerist næst?Stjarnan er örugg með sæti sitt í Pepsí Max deild kvenna á næsta ári og mun reyna að byggja ofan á þetta tímabil. Síðustu leikir liðsins eru gegn Þór/KA og KR. Keflavík á úrslitaleiki gegn HK/Víking og Val. Liði þarf að treysta á að ÍBV tapi stigum, því það er erfitt að sjá að Keflavík muni skáka Val í lokaleik tímabilsins, sérstaklega ef titilinn er ekki tryggður hjá Val.Kristján Guðmunds: Þetta kom í seinni hálfleik Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar var mjög ánægður með sigurinn og sagði hann virkilega miklvægan. „Hann var mikilvægur að því leyti að við tryggjum veru okkar í deildinni. Miðað við hvernig staðan var orðin, það þéttur pakki fyrir neðan miðja deild og þetta tryggir það að við verðum í deildinni á næsta ári. Þetta færir okkur líka skrefi nær endamarkmiði okkar.“ „Það er gríðarlega gott að vinna á heimavelli, eins og ég sagði seinast, við erum ennþá að þróa og þroska liðið og við erum á fínni ferð.“ Stjarnan byrjaði leikinn ekki nógu vel og var lengi að vinna sig inn í leikinn. „Við réðum ekki alveg við pressuna frá Keflavík fyrstu mínúturnar, við létum þær slá okkur of mikið út af laginu þó við höfum vitað af því að þær byrja alla sína leiki þannig. Síðan spilaðist seinni hálfleikurinn eins og við vorum búin að leggja hann upp og æfa undanfarið og það er langbesta atriðið sem við tökum út úr þessum leik.“ Stjarnan breytti um taktík í seinni hálfleik og það svínvirkaði í dag. „Við settum Camile (Elizabeth Bassett) í hægri bakverðinum og Aníta (Ýr Þorvaldsdóttir) fór á vinstri kantinn og það var hún sem jafnaði leikinn. Það er eitt af lykilatriðunum sem breytir þessum leik.“ Færanýting Keflavíkur var skelfileg á meðan Stjarnan nýtti sín færi að mestu leyti. „Nú er ég ekki alveg með færin á hreinu en mér fannst við fá ansi mörg færi í seinni hálfleik. Í stöðunni 0-1 og sérstaklega í 1-1 þá þurftum við að bíða lengi eftir öðru marki.“ sagði Kristján sem var ánægður með frammistöðuna heilt yfir. „Heilt yfir leystum við það sem við þurftum að gera mjög vel varnarlega mjög vel nema þegar þær skora og sóknarlega þá kom þetta í seinni hálfleik.“Gunnar Magnús: Seinni hálfleikurinn var til skammarGunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, var vægast sagt svekktur að leikslokum. „Ég er hrikalega svekktur, það er rétt. Eins og leikurinn var frábær í fyrri hálfleik, virkilegur kraftur og áttum að nýta fleiri færi. Seinni hálfleikurinn var til skammar. Lykilmenn okkar voru að bregðast og Stjarnan átti þetta fyllilega skilið.“ Gunnar gat ekki sagt til um hvað gerðist í seinni hálfleik hjá liðinu. „Góð spurning.“ sagði Gunnar og fylgdi andartaks þögn þar sem hann hugsaði sig um. „Ég bara veit það ekki. Þetta var bara svart og hvítt, það er ómögulegt að segja.“ bætti Gunnar við. Fyrri hálfleikurinn var flottur hjá liðinu en flest öll færin fóru fyrir bí í dag. „Það er dýrt að nýta ekki færin þegar við erum eins kröftugar og við erum í fyrri hálfleik. Flott spil á köflum, sköpum fullt af færum og það eru ekkert síðri mistök þar á vellinum. Við þurfum að nýta færin okkar betur og fengum það í hausinn á okkur í dag, því fór sem fór.“ „Þær (Stjörnustelpur) voru kröftugri í seinni hálfleik oog nýttu sín færi, þannig að við áttum í raun ekkert skilið.“ Það var í raun ótrúlegt að Keflavík skyldi ekki skora fleiri mörk í fyrri hálfleik og Gunnar skildi ekkert í því hvers vegna það gekk ekki. „Því er ekki auðvelt að svara. Það er ómögulegt að segja til um það, ég get ekki svarað því.“ „Við eigum eftir einn leik og svo Val. Við förum inn í þessa tvo leiki, reynum að halda stoltinu og enda þetta með smá sóma. Það var enginn sómi í frammistöðu stelpnanna í seinni hálfleik í dag og þær vita það manna best.“ Gunnar sagðist ekki vera mjög bjartsýnn á framhaldið. „Ég er ekkert bjartsýnn með það. Úrslitin hafa ekki verið að detta með okkur, við erum ekki að ná í stig og útlitið er orðið mjög svart. Núna þurfum við að fara inn í síðustu tvo leikina, hysja upp um okkur buxurnar og sýna hvað við getum í fótbolta.“ „Þetta eru stelpur sem er góðar í fótbolta. Þær töpuðu svolítið hausnum baráttunni í seinni hálfleik og koðnuðu undan Stjörnustelpunum sem komu virkilega grimmar til leiks. Við höndluðum það ekki.“ „Þetta eru bara við og ÍBV en ég hugsa ekkert út í það, það er bara næsti leikur. Við hefðum komið okkur í góða stöðu með sigri í dag en það er mér hulin ráðgáta hvað gerist hjá okkur í seinni hálfleik.“ sagði Gunnar að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan mætti Keflavík á Samsung-vellinum í dag í Pepsí Max deild kvenna. Það var mikið í húfi fyrir bæði lið. Keflavík gat farið upp úr fallsæti með sigri á meðan Stjarnan gat sloppið endanlega við fall með 3 stigum. Stigin fóru öll til heimamanna í dag. Stjarnan kom til baka í seinni hálfleik og skoraði 4 mörk til að tryggja sér sigurinn.Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan átti afbragðs seinni hálfleik í dag og það hreinlega dugði til sigurs. Það var allt annað lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik og mörkin 4 endurspegla það mjög vel. Þá má segja að færanýtingin hafi verið betri hjá Stjörnunni. Liðið átti nálægt 10 skot á markið og átti sigurinn skilið að lokum.Hvað gekk illa?Þvílíkt hrun hjá Keflavík í dag. Það var furðulegt hvernig liðið skoraði bara 1 mark í fyrri hálfleik. Þær sköpuðu sér fullt fullt af færum en voru bara ekki að hitta á markið. Þær þurft svo sannarlega á fleiri mörkum að halda því í seinni hálfleik var ekkert að frétta hjá liðinu, hann var hreint út sagt skelfilegur hjá liðinu. Enn fengu þau einhver færi hér og þar en ekkert af viti. Af 20 skotum í heild fóru 4-5 á markið.Hverjar stóðu upp úr?Natasha Anasi og Sveindís Jane voru virkilega góðar í fyrri hálfleik. Sveindís skapaði mikinn usla á vængjunum og Natasha var hættuleg í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik sást þó varla til þeirra. Þá vöknuðu Garðbæingar til lífs og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir setti tvö stórgóð mörk. Jasmín Erla Ingadóttir var einnig mjög góð í dag og kóronaði leikinn með marki úr vítaspyrnu alveg undir lokin.Hvað gerist næst?Stjarnan er örugg með sæti sitt í Pepsí Max deild kvenna á næsta ári og mun reyna að byggja ofan á þetta tímabil. Síðustu leikir liðsins eru gegn Þór/KA og KR. Keflavík á úrslitaleiki gegn HK/Víking og Val. Liði þarf að treysta á að ÍBV tapi stigum, því það er erfitt að sjá að Keflavík muni skáka Val í lokaleik tímabilsins, sérstaklega ef titilinn er ekki tryggður hjá Val.Kristján Guðmunds: Þetta kom í seinni hálfleik Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar var mjög ánægður með sigurinn og sagði hann virkilega miklvægan. „Hann var mikilvægur að því leyti að við tryggjum veru okkar í deildinni. Miðað við hvernig staðan var orðin, það þéttur pakki fyrir neðan miðja deild og þetta tryggir það að við verðum í deildinni á næsta ári. Þetta færir okkur líka skrefi nær endamarkmiði okkar.“ „Það er gríðarlega gott að vinna á heimavelli, eins og ég sagði seinast, við erum ennþá að þróa og þroska liðið og við erum á fínni ferð.“ Stjarnan byrjaði leikinn ekki nógu vel og var lengi að vinna sig inn í leikinn. „Við réðum ekki alveg við pressuna frá Keflavík fyrstu mínúturnar, við létum þær slá okkur of mikið út af laginu þó við höfum vitað af því að þær byrja alla sína leiki þannig. Síðan spilaðist seinni hálfleikurinn eins og við vorum búin að leggja hann upp og æfa undanfarið og það er langbesta atriðið sem við tökum út úr þessum leik.“ Stjarnan breytti um taktík í seinni hálfleik og það svínvirkaði í dag. „Við settum Camile (Elizabeth Bassett) í hægri bakverðinum og Aníta (Ýr Þorvaldsdóttir) fór á vinstri kantinn og það var hún sem jafnaði leikinn. Það er eitt af lykilatriðunum sem breytir þessum leik.“ Færanýting Keflavíkur var skelfileg á meðan Stjarnan nýtti sín færi að mestu leyti. „Nú er ég ekki alveg með færin á hreinu en mér fannst við fá ansi mörg færi í seinni hálfleik. Í stöðunni 0-1 og sérstaklega í 1-1 þá þurftum við að bíða lengi eftir öðru marki.“ sagði Kristján sem var ánægður með frammistöðuna heilt yfir. „Heilt yfir leystum við það sem við þurftum að gera mjög vel varnarlega mjög vel nema þegar þær skora og sóknarlega þá kom þetta í seinni hálfleik.“Gunnar Magnús: Seinni hálfleikurinn var til skammarGunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, var vægast sagt svekktur að leikslokum. „Ég er hrikalega svekktur, það er rétt. Eins og leikurinn var frábær í fyrri hálfleik, virkilegur kraftur og áttum að nýta fleiri færi. Seinni hálfleikurinn var til skammar. Lykilmenn okkar voru að bregðast og Stjarnan átti þetta fyllilega skilið.“ Gunnar gat ekki sagt til um hvað gerðist í seinni hálfleik hjá liðinu. „Góð spurning.“ sagði Gunnar og fylgdi andartaks þögn þar sem hann hugsaði sig um. „Ég bara veit það ekki. Þetta var bara svart og hvítt, það er ómögulegt að segja.“ bætti Gunnar við. Fyrri hálfleikurinn var flottur hjá liðinu en flest öll færin fóru fyrir bí í dag. „Það er dýrt að nýta ekki færin þegar við erum eins kröftugar og við erum í fyrri hálfleik. Flott spil á köflum, sköpum fullt af færum og það eru ekkert síðri mistök þar á vellinum. Við þurfum að nýta færin okkar betur og fengum það í hausinn á okkur í dag, því fór sem fór.“ „Þær (Stjörnustelpur) voru kröftugri í seinni hálfleik oog nýttu sín færi, þannig að við áttum í raun ekkert skilið.“ Það var í raun ótrúlegt að Keflavík skyldi ekki skora fleiri mörk í fyrri hálfleik og Gunnar skildi ekkert í því hvers vegna það gekk ekki. „Því er ekki auðvelt að svara. Það er ómögulegt að segja til um það, ég get ekki svarað því.“ „Við eigum eftir einn leik og svo Val. Við förum inn í þessa tvo leiki, reynum að halda stoltinu og enda þetta með smá sóma. Það var enginn sómi í frammistöðu stelpnanna í seinni hálfleik í dag og þær vita það manna best.“ Gunnar sagðist ekki vera mjög bjartsýnn á framhaldið. „Ég er ekkert bjartsýnn með það. Úrslitin hafa ekki verið að detta með okkur, við erum ekki að ná í stig og útlitið er orðið mjög svart. Núna þurfum við að fara inn í síðustu tvo leikina, hysja upp um okkur buxurnar og sýna hvað við getum í fótbolta.“ „Þetta eru stelpur sem er góðar í fótbolta. Þær töpuðu svolítið hausnum baráttunni í seinni hálfleik og koðnuðu undan Stjörnustelpunum sem komu virkilega grimmar til leiks. Við höndluðum það ekki.“ „Þetta eru bara við og ÍBV en ég hugsa ekkert út í það, það er bara næsti leikur. Við hefðum komið okkur í góða stöðu með sigri í dag en það er mér hulin ráðgáta hvað gerist hjá okkur í seinni hálfleik.“ sagði Gunnar að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti