770 milljóna tap vegna gjaldþrots Primera Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 11:59 Vél hins gjaldþrota Primera Air á Keflavíkurflugvelli. VÍSIR Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. Að teknu tilliti til tapaðra krafna vegna gjaldþrots Primera Air og Primera Travel Group (PTG) var afkoma Heimsferða neikvæð um 767,9 milljónir króna. Alls námu tapaðar kröfur á hendur Primera Air og PTG 938,7 milljónum króna. Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða í júní á þessu ári með það að markmiði að tryggja áframhaldandi starfssemi félagsins. Hefur bankinn þegar hafið söluferli félagsins og eru viðræður við mögulega fjárfesta hafnar. Heimsferðir þurftu að ráðast í „mikla endurskipulagningu“ við gjaldþrota Primera Air og reyndust nýir flugsamningar kostnaðarsamir. Þannig er áætlað að einskiptiskostnaður vegna gjalþrotsins hafi numið tæplega 96 milljónum króna. Hagnaður eftir skatt af reglulegri starfsemi ársins nam 2,7 milljónum króna samanborið við 52,3 milljónir króna árið 2017. Úr ársreikningi Heimsferða má þó lesa að grunnrekstur fyrirtækisins hafi gengið ágætlega. Þannig námu rekstrartekjur Heimferða 4,3 milljörðum króna árið 2018, sem er um 8 prósent aukning frá fyrra ári. Þá segir Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða, að horfur fyrir árið 2019 séu jákvæðar - „þrátt fyrir að fyrri hluti ársins hafi verið krefjandi m.a. vegna áhrifa falls Primera Air.“ Þannig hafi verið gengið frá samningum um flug fyrir félagið í vetur, gert ráð fyrir að flugvél verði staðsett á Íslandi eins og undanfarin ár og verða bæði stök flugsæti og pakkaferðir í boði fjóra daga vikunnar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. Að teknu tilliti til tapaðra krafna vegna gjaldþrots Primera Air og Primera Travel Group (PTG) var afkoma Heimsferða neikvæð um 767,9 milljónir króna. Alls námu tapaðar kröfur á hendur Primera Air og PTG 938,7 milljónum króna. Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða í júní á þessu ári með það að markmiði að tryggja áframhaldandi starfssemi félagsins. Hefur bankinn þegar hafið söluferli félagsins og eru viðræður við mögulega fjárfesta hafnar. Heimsferðir þurftu að ráðast í „mikla endurskipulagningu“ við gjaldþrota Primera Air og reyndust nýir flugsamningar kostnaðarsamir. Þannig er áætlað að einskiptiskostnaður vegna gjalþrotsins hafi numið tæplega 96 milljónum króna. Hagnaður eftir skatt af reglulegri starfsemi ársins nam 2,7 milljónum króna samanborið við 52,3 milljónir króna árið 2017. Úr ársreikningi Heimsferða má þó lesa að grunnrekstur fyrirtækisins hafi gengið ágætlega. Þannig námu rekstrartekjur Heimferða 4,3 milljörðum króna árið 2018, sem er um 8 prósent aukning frá fyrra ári. Þá segir Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða, að horfur fyrir árið 2019 séu jákvæðar - „þrátt fyrir að fyrri hluti ársins hafi verið krefjandi m.a. vegna áhrifa falls Primera Air.“ Þannig hafi verið gengið frá samningum um flug fyrir félagið í vetur, gert ráð fyrir að flugvél verði staðsett á Íslandi eins og undanfarin ár og verða bæði stök flugsæti og pakkaferðir í boði fjóra daga vikunnar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30
Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49
Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15