Ingibjörg kaupir í Skeljungi fyrir um 160 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2019 15:32 Ingibjörg Pálmadóttir með eiginmanni sínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. VÍSIR/VILHELM Félagið 365 Invest ehf., sem er alfarið í eigu 365 miðla hf., keypti í hádeginu 20 milljón hluti í Skeljungi. Kaupverðið var 7,955 krónur á hlut og nema heildarkaupin því um 160 milljónum króna. Skeljungur greindi Fjármálaeftirlitnu frá viðskiptunum nú á fjórða tímanum því um fruminnherjaviðskipti er að ræða. Kaupandinn, félagið 365 Invest, er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur en hún er eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem er varaformaður stjórnar Skeljungs. Félög í eigu Ingibjargar fara nú með atkvæðisrétt vegna 235.500.000 hluta í Skeljungi, ýmist í eigin nafni eða gegnum framvirka samninga, eða sem nemur um 11 prósent útgefinna hluta.Sjá einnig: Tiltekin kostaði Ingibjörgu milljarð Ingibjörg tryggði sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum 365 miðla í apríl síðastliðnum og varð þannig stærsti hluthafi í félaginu. Markaðsvirði þess hlutar nam um 1,7 milljörðum króna og fór meðal annars í gegnum fjármögnun hjá Kviku banka. Ingibjörg fór af því tilefni fram fram á boðað yrði til hluthafafundar í Skeljungi þar sem stjórnarkjör yrði sett á dagskrá. Fundurinn fór fram í lok maí og var eiginmaður Ingibjargar, fyrrnefndi fruminnherjinn Jón Ásgeir, kjörinn í stjórn Skeljungs. Fyrr í dag greindi Ingibjörg frá því að 365 miðlar hefðu tapað rúmlega milljarði króna á síðasta ári. Bensín og olía Tengdar fréttir Jón Ásgeir kjörinn í stjórn Skeljungs Ingibjörg Pálmadóttir á 10 prósenta hlut í félaginu í gegnum 365. 27. maí 2019 22:45 Ingibjörg að verða stærsti hluthafinn í Skeljungi Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir hefur tryggt sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum félag sitt 365 miðla sem rekur Fréttablaðið í gegnum útgáfufélag sitt Torg. 23. apríl 2019 13:25 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Félagið 365 Invest ehf., sem er alfarið í eigu 365 miðla hf., keypti í hádeginu 20 milljón hluti í Skeljungi. Kaupverðið var 7,955 krónur á hlut og nema heildarkaupin því um 160 milljónum króna. Skeljungur greindi Fjármálaeftirlitnu frá viðskiptunum nú á fjórða tímanum því um fruminnherjaviðskipti er að ræða. Kaupandinn, félagið 365 Invest, er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur en hún er eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem er varaformaður stjórnar Skeljungs. Félög í eigu Ingibjargar fara nú með atkvæðisrétt vegna 235.500.000 hluta í Skeljungi, ýmist í eigin nafni eða gegnum framvirka samninga, eða sem nemur um 11 prósent útgefinna hluta.Sjá einnig: Tiltekin kostaði Ingibjörgu milljarð Ingibjörg tryggði sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum 365 miðla í apríl síðastliðnum og varð þannig stærsti hluthafi í félaginu. Markaðsvirði þess hlutar nam um 1,7 milljörðum króna og fór meðal annars í gegnum fjármögnun hjá Kviku banka. Ingibjörg fór af því tilefni fram fram á boðað yrði til hluthafafundar í Skeljungi þar sem stjórnarkjör yrði sett á dagskrá. Fundurinn fór fram í lok maí og var eiginmaður Ingibjargar, fyrrnefndi fruminnherjinn Jón Ásgeir, kjörinn í stjórn Skeljungs. Fyrr í dag greindi Ingibjörg frá því að 365 miðlar hefðu tapað rúmlega milljarði króna á síðasta ári.
Bensín og olía Tengdar fréttir Jón Ásgeir kjörinn í stjórn Skeljungs Ingibjörg Pálmadóttir á 10 prósenta hlut í félaginu í gegnum 365. 27. maí 2019 22:45 Ingibjörg að verða stærsti hluthafinn í Skeljungi Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir hefur tryggt sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum félag sitt 365 miðla sem rekur Fréttablaðið í gegnum útgáfufélag sitt Torg. 23. apríl 2019 13:25 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Jón Ásgeir kjörinn í stjórn Skeljungs Ingibjörg Pálmadóttir á 10 prósenta hlut í félaginu í gegnum 365. 27. maí 2019 22:45
Ingibjörg að verða stærsti hluthafinn í Skeljungi Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir hefur tryggt sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum félag sitt 365 miðla sem rekur Fréttablaðið í gegnum útgáfufélag sitt Torg. 23. apríl 2019 13:25