Það var mikill kraftur í Blikunum í fyrri hálfleik og þeir voru komnir í 3-0 eftir 38 mínútur. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Alfons Sampsted skoraði fjórða mark Blika á 48. mínútu og flestir héldu að leik væri lokið en þá vöknuðu Fylkismenn af værum blundi.
Geoffrey Castillion skoraði þrjú mörk og minnkaði muninn í 4-3 á 92. mínútu. Fylkir skaut svo í stöng en heppnin með Blikum og þeir sluppu með stigin þrjú.
Mörkin má sjá hér að neðan.