Pepsi Max-mörkin: FH-liðið árið 2005 það besta sem Davíð spilaði með og Atli besti leikmaðurinn Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2019 12:00 Davíð Þór Viðarsson tilkynnti á þriðjudaginn að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Davíð hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar karla í rúman áratug en alls hefur hann spilað 317 leiki í meistaraflokki. Hann er með um 62% sigurhlutfall í þeim leikjum. Davíð spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir FH laugardaginn 28. september er FH fær Grindavík í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Fyrirliði Fimleikafélagsins var gestur Pepsi Max-markanna í gærkvöldi þar sem hann ræddi við Hörð Magnússon, Loga Ólafsson og Þorvald Örlygsson. „Ég fór að hugsa um þetta í byrjun móts hvort þetta væri ekki bara komið gott. Svo hefur þetta verið að gerast í höfðinu á mér í sumar og svo tók ég endanlega ákvörðun um þetta fyrir ekki svo löngu,“ sagði Davíð.Risa tíðindi úr Hafnarfirði.https://t.co/BqBvWlv2Ks — Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2019 „Ég nenni ekki að enda ferilinn og vera inn og út úr liðinu eða sitja á bekknum,“ en um breytingarfasann sem hefur átt sér stað síðustu ár hafði Davíð þetta að segja: „Við unnum titilinn 2016 og svo lentum við 2017 í fyrsta skipti í 14 ár neðar en annað sætið. Þegar Óli kom inn þá voru miklar breytingar sem fylgja nýjum þjálfara og það er eðlilegt. Þetta hefur kannski tekið aðeins meiri tíma en við höfum viljað en það er krefjandi verkefni. Mér finnst við vera á réttri leið.“ Stefnir þessi frábæri knattspyrnumaður á þjálfun? „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt að ég fari út í það strax. Ég veit ekkert hvort ég fari út í það yfirhöfuð eftir ferilinn. Mig langar að taka mér smá frí frá þessu og fara hlúa að öðrum hlutum. Mig langar mjög mikið í sumarfrí.“ Davíð hefur spilað í mörgum góðum FH-liðum í gegnum tíðina en það segir sig sjálft enda orðið Íslandsmeistari í sjö skipti. Hann var ekki í miklum vafa með að velja besta liðið. „Ég held að besta FH-liðið sem ég spilaði með var liðið árið 2005. Þá unnum við fyrstu fimmtán leikina og vorum eiginlega algjörir aular að klára ekki mótið með fullu húsi. Það var virkilega gott lið og ég verð að segja að það sé það sterkasta,“ en hver er besti leikmaðurinn sem hann spilaði með? „Ég myndi segja Atli Guðnason. Síðan var Allan Borgvardt ágætur,“ en Allan var Dani sem lék með FH og gerði það gott. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en farið er um víðan völl í viðtalinu. Meðal annars ræðir Davíð nánar um tímabilið í sumar, afhverju hann spilaði ekki lengur í atvinnumennsku og margt fleira. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson tilkynnti á þriðjudaginn að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Davíð hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar karla í rúman áratug en alls hefur hann spilað 317 leiki í meistaraflokki. Hann er með um 62% sigurhlutfall í þeim leikjum. Davíð spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir FH laugardaginn 28. september er FH fær Grindavík í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Fyrirliði Fimleikafélagsins var gestur Pepsi Max-markanna í gærkvöldi þar sem hann ræddi við Hörð Magnússon, Loga Ólafsson og Þorvald Örlygsson. „Ég fór að hugsa um þetta í byrjun móts hvort þetta væri ekki bara komið gott. Svo hefur þetta verið að gerast í höfðinu á mér í sumar og svo tók ég endanlega ákvörðun um þetta fyrir ekki svo löngu,“ sagði Davíð.Risa tíðindi úr Hafnarfirði.https://t.co/BqBvWlv2Ks — Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2019 „Ég nenni ekki að enda ferilinn og vera inn og út úr liðinu eða sitja á bekknum,“ en um breytingarfasann sem hefur átt sér stað síðustu ár hafði Davíð þetta að segja: „Við unnum titilinn 2016 og svo lentum við 2017 í fyrsta skipti í 14 ár neðar en annað sætið. Þegar Óli kom inn þá voru miklar breytingar sem fylgja nýjum þjálfara og það er eðlilegt. Þetta hefur kannski tekið aðeins meiri tíma en við höfum viljað en það er krefjandi verkefni. Mér finnst við vera á réttri leið.“ Stefnir þessi frábæri knattspyrnumaður á þjálfun? „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt að ég fari út í það strax. Ég veit ekkert hvort ég fari út í það yfirhöfuð eftir ferilinn. Mig langar að taka mér smá frí frá þessu og fara hlúa að öðrum hlutum. Mig langar mjög mikið í sumarfrí.“ Davíð hefur spilað í mörgum góðum FH-liðum í gegnum tíðina en það segir sig sjálft enda orðið Íslandsmeistari í sjö skipti. Hann var ekki í miklum vafa með að velja besta liðið. „Ég held að besta FH-liðið sem ég spilaði með var liðið árið 2005. Þá unnum við fyrstu fimmtán leikina og vorum eiginlega algjörir aular að klára ekki mótið með fullu húsi. Það var virkilega gott lið og ég verð að segja að það sé það sterkasta,“ en hver er besti leikmaðurinn sem hann spilaði með? „Ég myndi segja Atli Guðnason. Síðan var Allan Borgvardt ágætur,“ en Allan var Dani sem lék með FH og gerði það gott. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en farið er um víðan völl í viðtalinu. Meðal annars ræðir Davíð nánar um tímabilið í sumar, afhverju hann spilaði ekki lengur í atvinnumennsku og margt fleira.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37