Pepsi Max-mörkin: FH-liðið árið 2005 það besta sem Davíð spilaði með og Atli besti leikmaðurinn Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2019 12:00 Davíð Þór Viðarsson tilkynnti á þriðjudaginn að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Davíð hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar karla í rúman áratug en alls hefur hann spilað 317 leiki í meistaraflokki. Hann er með um 62% sigurhlutfall í þeim leikjum. Davíð spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir FH laugardaginn 28. september er FH fær Grindavík í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Fyrirliði Fimleikafélagsins var gestur Pepsi Max-markanna í gærkvöldi þar sem hann ræddi við Hörð Magnússon, Loga Ólafsson og Þorvald Örlygsson. „Ég fór að hugsa um þetta í byrjun móts hvort þetta væri ekki bara komið gott. Svo hefur þetta verið að gerast í höfðinu á mér í sumar og svo tók ég endanlega ákvörðun um þetta fyrir ekki svo löngu,“ sagði Davíð.Risa tíðindi úr Hafnarfirði.https://t.co/BqBvWlv2Ks — Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2019 „Ég nenni ekki að enda ferilinn og vera inn og út úr liðinu eða sitja á bekknum,“ en um breytingarfasann sem hefur átt sér stað síðustu ár hafði Davíð þetta að segja: „Við unnum titilinn 2016 og svo lentum við 2017 í fyrsta skipti í 14 ár neðar en annað sætið. Þegar Óli kom inn þá voru miklar breytingar sem fylgja nýjum þjálfara og það er eðlilegt. Þetta hefur kannski tekið aðeins meiri tíma en við höfum viljað en það er krefjandi verkefni. Mér finnst við vera á réttri leið.“ Stefnir þessi frábæri knattspyrnumaður á þjálfun? „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt að ég fari út í það strax. Ég veit ekkert hvort ég fari út í það yfirhöfuð eftir ferilinn. Mig langar að taka mér smá frí frá þessu og fara hlúa að öðrum hlutum. Mig langar mjög mikið í sumarfrí.“ Davíð hefur spilað í mörgum góðum FH-liðum í gegnum tíðina en það segir sig sjálft enda orðið Íslandsmeistari í sjö skipti. Hann var ekki í miklum vafa með að velja besta liðið. „Ég held að besta FH-liðið sem ég spilaði með var liðið árið 2005. Þá unnum við fyrstu fimmtán leikina og vorum eiginlega algjörir aular að klára ekki mótið með fullu húsi. Það var virkilega gott lið og ég verð að segja að það sé það sterkasta,“ en hver er besti leikmaðurinn sem hann spilaði með? „Ég myndi segja Atli Guðnason. Síðan var Allan Borgvardt ágætur,“ en Allan var Dani sem lék með FH og gerði það gott. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en farið er um víðan völl í viðtalinu. Meðal annars ræðir Davíð nánar um tímabilið í sumar, afhverju hann spilaði ekki lengur í atvinnumennsku og margt fleira. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson tilkynnti á þriðjudaginn að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Davíð hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar karla í rúman áratug en alls hefur hann spilað 317 leiki í meistaraflokki. Hann er með um 62% sigurhlutfall í þeim leikjum. Davíð spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir FH laugardaginn 28. september er FH fær Grindavík í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Fyrirliði Fimleikafélagsins var gestur Pepsi Max-markanna í gærkvöldi þar sem hann ræddi við Hörð Magnússon, Loga Ólafsson og Þorvald Örlygsson. „Ég fór að hugsa um þetta í byrjun móts hvort þetta væri ekki bara komið gott. Svo hefur þetta verið að gerast í höfðinu á mér í sumar og svo tók ég endanlega ákvörðun um þetta fyrir ekki svo löngu,“ sagði Davíð.Risa tíðindi úr Hafnarfirði.https://t.co/BqBvWlv2Ks — Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2019 „Ég nenni ekki að enda ferilinn og vera inn og út úr liðinu eða sitja á bekknum,“ en um breytingarfasann sem hefur átt sér stað síðustu ár hafði Davíð þetta að segja: „Við unnum titilinn 2016 og svo lentum við 2017 í fyrsta skipti í 14 ár neðar en annað sætið. Þegar Óli kom inn þá voru miklar breytingar sem fylgja nýjum þjálfara og það er eðlilegt. Þetta hefur kannski tekið aðeins meiri tíma en við höfum viljað en það er krefjandi verkefni. Mér finnst við vera á réttri leið.“ Stefnir þessi frábæri knattspyrnumaður á þjálfun? „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt að ég fari út í það strax. Ég veit ekkert hvort ég fari út í það yfirhöfuð eftir ferilinn. Mig langar að taka mér smá frí frá þessu og fara hlúa að öðrum hlutum. Mig langar mjög mikið í sumarfrí.“ Davíð hefur spilað í mörgum góðum FH-liðum í gegnum tíðina en það segir sig sjálft enda orðið Íslandsmeistari í sjö skipti. Hann var ekki í miklum vafa með að velja besta liðið. „Ég held að besta FH-liðið sem ég spilaði með var liðið árið 2005. Þá unnum við fyrstu fimmtán leikina og vorum eiginlega algjörir aular að klára ekki mótið með fullu húsi. Það var virkilega gott lið og ég verð að segja að það sé það sterkasta,“ en hver er besti leikmaðurinn sem hann spilaði með? „Ég myndi segja Atli Guðnason. Síðan var Allan Borgvardt ágætur,“ en Allan var Dani sem lék með FH og gerði það gott. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en farið er um víðan völl í viðtalinu. Meðal annars ræðir Davíð nánar um tímabilið í sumar, afhverju hann spilaði ekki lengur í atvinnumennsku og margt fleira.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð