Það var nóg af flottum mörkum skoruð í deildinni í sumar en valnefnd Pepsi Max markanna kom sér á endanum saman um að tíu mörk eigi skilið tilnefningu og möguleikann á því að vera valið númer eitt.
Lesendur Vísis fá nú tækifæri til að segja sína skoðun og velja fallegasta mark sumarsins en sú sem vinnur kosninguna og á besta mark sumarsins fær verðlaun.
Mörkin tíu má sjá hér fyrir neðan og enn neðar er síðan sjálf kosningin.
Þær sem eru tilnefndar eru Hulda Hrund Arnarsdóttir úr Fylki, Sophie Mc Mahon Groff úr Keflavík, Berglind Björg Þorvaldsdóttir úr Breiðabliki (2 mörk), Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir úr Breiðabliki, Marija Radojicic úr Fylki, Katrín Ómarsdóttir úr KR, Sveindís Jane Jónsdóttir úr Keflavík og Fanndís Friðriksdóttir úr Val.
Tíu fallegustu mörkin í Pepsi Max deild kvenna í sumar