Tíu mörk voru skoruð í leik FH og ÍBV í Pepsi Max deild karla í Kaplakrika í dag.
Gary Martin og Morten Beck Andersen skoruðu báðir þrennu í leiknum sem FH vann 6-4.
FH er með sigrinum komið með 34 stig í þriðja sæti en tvær umferðir eru eftir af deildinni. Fimm stig eru niður í Stjörnuna í fjórða sæti og því er Evrópusætið svo gott sem tryggt hjá FH.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
