Lífið víðast hvar erfiðara fyrir stelpur en stráka Heimsljós kynnir 18. september 2019 10:30 Ljósmynd frá Mósambík. gunnisal Fæðingarstaður er enn besti vísirinn um framtíð barns. Það gildir einu hvar barn er fætt, ef barnið er stúlka er lífið erfiðara fyrir hana en stráka. Þetta er ein af mörgum niðurstöðum í nýrri árlegri skýrslu Gates samtakanna, Goalkeepers Report, sem hefur það markmið að varpa ljósi á framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þrátt fyrir framfarir í menntun stúlkna eru möguleikar kvenna takmarkaðir vegna félagslegra viðhorfa, lagasetningar sem mismunar kynjunum, og kynbundins ofbeldis, segir í skýrslunni. Bill og Melinda Gates hafa gegnum samtökin Gates Foundation lengi verið leiðandi stuðningsaðilar í verkefnum sem tengjast þróun og lýðheilsu. Samkvæmt nýju skýrslunni – sem er eins og margar aðrar birtar í aðdraganda allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna – hefur um það bil hálfur milljarður jarðarbúa ekki aðgang að grunnmenntun eða heilbrigðisþjónustu. Á báðum sviðum hallar mjög á stelpur. Skýrsluhöfundar segja ljóst að fjárfestingar í þróun séu ekki að ná til allra. Þannig sé mikið bil milli þjóða, milli svæða, og milli stúlkna og pilta. „Háskinn er bæði kyn- og svæðabundinn,“ segir Sue Desmond-Hellmann framkvæmdastjóri Gates Foundation. Hún vitnar í gögn í skýrslunni sem sýna til dæmis að fleiri börn deyja í Tjad á degi hverjum en í Finnlandi árlega. Að meðaltali ljúki Finnar námi á háskólastigi en í Tjad ljuki börn að meðaltali ekki námi í grunnskóla. „Höfum í huga að ef þú ert stúlkubarn sem fæðist í einu af fátækustu svæðum Afríku er ekki aðeins kynið þér í óhag heldur líka landfræðilega. Það er einfaldlega ekki í lagi að barn í Tjad sé 55 sinnum líklegra til að deyja en í barn í Finnlandi,“ segir hún. Í skýrslunni er ekki dregin dul á framfarir á mörgum sviðum þróunar víða um heim, svo sem varðandi lífslíkur, heilsu og velmegun, en undirstrikað er að „viðvarandi gjá“ sé milli margra sem merki að ýmsir lendi utangarðs. Eitt meginstef heimsmarkmiðanna er að skilja engan útundan. Í skýrslunni er því kallað eftir nýjum nálgunum til að brúa bilin, beina sjónum að fátækasta fólkinu, auka stafræna tækni og styðja bændur í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Fæðingarstaður er enn besti vísirinn um framtíð barns. Það gildir einu hvar barn er fætt, ef barnið er stúlka er lífið erfiðara fyrir hana en stráka. Þetta er ein af mörgum niðurstöðum í nýrri árlegri skýrslu Gates samtakanna, Goalkeepers Report, sem hefur það markmið að varpa ljósi á framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þrátt fyrir framfarir í menntun stúlkna eru möguleikar kvenna takmarkaðir vegna félagslegra viðhorfa, lagasetningar sem mismunar kynjunum, og kynbundins ofbeldis, segir í skýrslunni. Bill og Melinda Gates hafa gegnum samtökin Gates Foundation lengi verið leiðandi stuðningsaðilar í verkefnum sem tengjast þróun og lýðheilsu. Samkvæmt nýju skýrslunni – sem er eins og margar aðrar birtar í aðdraganda allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna – hefur um það bil hálfur milljarður jarðarbúa ekki aðgang að grunnmenntun eða heilbrigðisþjónustu. Á báðum sviðum hallar mjög á stelpur. Skýrsluhöfundar segja ljóst að fjárfestingar í þróun séu ekki að ná til allra. Þannig sé mikið bil milli þjóða, milli svæða, og milli stúlkna og pilta. „Háskinn er bæði kyn- og svæðabundinn,“ segir Sue Desmond-Hellmann framkvæmdastjóri Gates Foundation. Hún vitnar í gögn í skýrslunni sem sýna til dæmis að fleiri börn deyja í Tjad á degi hverjum en í Finnlandi árlega. Að meðaltali ljúki Finnar námi á háskólastigi en í Tjad ljuki börn að meðaltali ekki námi í grunnskóla. „Höfum í huga að ef þú ert stúlkubarn sem fæðist í einu af fátækustu svæðum Afríku er ekki aðeins kynið þér í óhag heldur líka landfræðilega. Það er einfaldlega ekki í lagi að barn í Tjad sé 55 sinnum líklegra til að deyja en í barn í Finnlandi,“ segir hún. Í skýrslunni er ekki dregin dul á framfarir á mörgum sviðum þróunar víða um heim, svo sem varðandi lífslíkur, heilsu og velmegun, en undirstrikað er að „viðvarandi gjá“ sé milli margra sem merki að ýmsir lendi utangarðs. Eitt meginstef heimsmarkmiðanna er að skilja engan útundan. Í skýrslunni er því kallað eftir nýjum nálgunum til að brúa bilin, beina sjónum að fátækasta fólkinu, auka stafræna tækni og styðja bændur í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent