Sigraði jafnt innan vallar sem utan Benedikt Bóas skrifar 18. september 2019 14:30 Skúli kom inn í lið KR þann 23. júní í sigurleik gegn FH á Kaplakrikavelli. Þá hafði hann verið frá æfingum og keppni í hartnær þrjá mánuði vegna höfuðhöggs. Hann sest á skólabekk til að leggja stund á meistaranám í markaðsfræði eftir tímabilið í Svíþjóð og skórnir fara því upp í hillu. Fréttablaðið/ernir „Það var ekkert annað í stöðunni, þegar ég tók þessa ákvörðun um að hætta, en að enda tímabilið með titli. Það yrði auðveldari sigling inn í framtíðina með það á bakinu. Af mörgum ánægðum í liðinu þá er ég einn af þeim ánægðustu. Þetta var mér mikilvægt,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson leikmaður Íslandsmeistara KR. Fari svo að Skúli spili síðustu tvo leiki KR í deildinni mun hann spila alls 243 leiki með KR á sínum ferli því skórnir eru komnir upp í hillu. Hann er 31 árs og er sestur á skólabekk í Stokkhólmsháskóla og ætlar að klára mastersnám í markaðsfræði. „Ég byrjaði þar fyrir tveimur vikum og fór út eftir leikinn við ÍA og er búinn að vera þar síðan. Kom til landsins aftur síðastliðinn föstudaginn. Rúnar var svo almennilegur að gefa mér færi á því og svo fer ég eftir síðasta leikinn alfarið til Svíþjóðar. Kærastan mín, Jennifer, er sænsk og þetta var ákvörðun hjá okkur. Við vildum breyta til og mig langaði að fara í nám og þetta einhvern veginn passaði. Hún er fyrirsæta og það er betra fyrir hana að vera þar en hér á Íslandi. Hún vann ekkert á Íslandi og vinnur þannig lagað lítið í Svíþjóð en það eru betri tengingar til þeirra staða sem hún þarf að komast til upp á sína vinnu. Þetta gat verið smá vesen fyrir hana að komast á staðina.“Skúli ásamt kærustu sinni Jennifer Berg.Grét gleðitárum í Krikanum Skúli kom inn í lið KR þann 23. júní í sigurleik gegn FH á Kaplakrikavelli. Þá hafði hann verið frá æfingum og keppni í hartnær þrjá mánuði vegna höfuðhöggs. „Það var algjört slys á æfingu. Ég og Arnór Sveinn hlupum á hvor annan á fullri ferð. Sáum ekki hvor annan og vorum meira að segja saman í liði á æfingunni. Skullum alveg svakalega saman og ég dett alveg út og var alveg frá í smá stund. Ég fékk mjög alvarlegan heilahristing sem ég var að fást við í hartnær þrjá mánuði.“ Skúli segist hafa verið slæmur af verkjum í mánuð og gat lítið hreyft sig. „Um leið og ég fór að hlaupa leið mér ömurlega daginn eftir. Eftir þennan mánuð tóku við tveir mánuðir þar sem ég var alltaf að prófa að æfa en varð alveg ónýtur í nokkra daga á eftir. Svo prófaði ég aftur og það var sama sagan. Þannig gekk þetta í tvo mánuði þangað til að allt í einu gekk þetta. Ég var í sambandi við lækna og þetta var það sem þeir mæltu með. Ég var náttúrulega bara að skokka og þurfti að trappa mig vel upp þegar ég byrjaði. Þetta var erfitt, bæði af því ég vissi að þetta yrði síðasta tímabilið mitt og einnig af því að þetta var ekki alveg eins og ég hafði séð mitt síðasta tímabil fyrir mér.“ Hann segist hafa óttast það versta á tímabili. Hvort líf hans yrði þjakað af höfuðverk og hreyfingarleysi. „Þetta var erfiður tími og mánuðirnir langir þannig að þegar ég komst loksins aftur af stað og spilaði fyrsta leikinn minn á móti FH í Kaplakrika þá gekk ég út af, inn í klefa og brotnaði algjörlega niður. Það er langt síðan ég hef grátið svona. En þetta voru gleðitár. Mér var svo létt að þetta væri ekki, eins og ég var orðinn hræddur um, að ferillinn væri búinn. Að ná að spila aftur fótboltaleik var ótrúlega stór sigur fyrir mig á þessum tíma. Síðan þá hef ég verið að spila þótt ég hefði viljað spila betur oft á tíðum en síðustu leikir hafa verið fínir og ég er mjög ánægður.“„Hann hefur, eins og flestir vita, gríðarlegt vit á knattspyrnu. Hann er góður fótboltaþjálfari en það sem gerir hann sérstakan er hvað hann er auðmjúkur og góð manneskja,“ segir Skúli Jón um þjálfara sinn, Rúnar Kristinsson. Fréttablaðið/Anton BrinkVildi taka næsta skref Skúli er hluti af mögnuðum árgangi KR sem vann flest mót í yngri flokkum. Hann kom snemma inn í KR-liðið, eða fyrir 14 árum. Þá spilaði hann tvo leiki enda rétt nýfermdur en var nánast orðinn fastamaður tveimur árum síðar. Eftir ótrúlegt ár 2011, þar sem KR fagnaði titlinum, gekk hann í raðir Elfsborg í Svíþjóð og kom svo heim í Vesturbæinn árið 2015 þar sem hann hann hefur spilað síðan. Alls hefur hann leikið 241 leik fyrir KR og skorað átta mörk. Þá eru landsleikirnir fjórir og yngri landsleikirnir hartnær þrjátíu. Hann er aðeins 31 árs og gengur nú burt úr félagi sínu sem Íslandsmeistari. „Ég spilaði lengi hérna heima og ég ætlaði aldrei að spila fyrir neitt annað félag en KR. Ég tók þessa ákvörðun um að setja skóna upp í hillu þannig að þegar ég kom heim 2015 ætlaði ég að stoppa í eitt ár og fara þá aftur út í atvinnumennsku. Ég sá ekki fram á að fara að spila hérna í einhver tíu ár í viðbót. Fannst eins og ég þyrfti að breyta til í lífinu og gera eitthvað annað. Taka næsta skref. Það var aðdragandinn. Það hefur reyndar ekkert hjálpað til að mér hefur aldrei fundist jafn gaman og núna í sumar. Úrslitin, strákarnir í liðinu og þjálfarateymið – það er gaman að vera í kringum klúbbinn núna. Þetta var erfið ákvörðun en samt er ég ótrúlega sáttur við hana.“Rúnar kom með ró Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur náð ótrúlegum árangri með KR-liðið frá því hann snerti fyrst á þjálfun hér heima. Sex titlar á sex árum og það var einhvern veginn nánast vitað að KR myndi gera atlögu að titlinum fyrir sumarið með Rúnar í brúnni. Enda ber Skúli Jón honum góða söguna. „Hann hefur, eins og flestir vita, gríðarlegt vit á knattspyrnu. Hann er góður fótboltaþjálfari en það sem gerir hann sérstakan er hvað hann er auðmjúkur og góð manneskja. Hann fær alla til að vinna fyrir sig því hann sýnir leikmönnum traust. Hann vinnur þetta vel með öllum einstaklingum og er góður vinur strákanna í liðinu og styður það sem þeir eru að gera. Hann hjálpar þeim líka utanvallar og það held ég gefi þetta litla extra sem gerir það að verkum að menn eru tilbúnir að fórna sér fyrir hann.“ KR-ingar fögnuðu vel og lengi á Valsvelli á mánudag og skelltu sér svo yfir í sitt eigið félagsheimili þar sem leikmenn, velunnarar og sjálfboðaliðar hittust og áttu gleðistund. Nokkrir fóru svo á Gumma Ben sportbarinn til að mála bæinn svarthvítan. „Þessi hópur, sem er núna hér í KR hefur orðið til undanfarin tvö til þrjú árin. Við héldum nánast öllum frá því í fyrra og þeir sem komu smellpassa inn í liðið og hópinn. Það er búið að búa til hóp af mönnum sem eru góðir vinir og róa í sömu átt. Flestir eru á svipuðum aldri og á svipuðum stað í lífinu og vita út á hvað þetta gengur. Það er búið að vera ofboðslega gaman í langan tíma en þegar úrslitin detta inn og það fer að ganga vel þá kemur allur klúbburinn með. Þjálfarateymið núna er frábært og þetta verður bara betra. Það kom stöðugleiki með Rúnari og hann Bjarni og Stjáni eru búnir að búa eitthvað til sem virkar. Þegar það er þannig þá sé ég ekki annað í kortunum en að það sé bjart fram undan.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
„Það var ekkert annað í stöðunni, þegar ég tók þessa ákvörðun um að hætta, en að enda tímabilið með titli. Það yrði auðveldari sigling inn í framtíðina með það á bakinu. Af mörgum ánægðum í liðinu þá er ég einn af þeim ánægðustu. Þetta var mér mikilvægt,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson leikmaður Íslandsmeistara KR. Fari svo að Skúli spili síðustu tvo leiki KR í deildinni mun hann spila alls 243 leiki með KR á sínum ferli því skórnir eru komnir upp í hillu. Hann er 31 árs og er sestur á skólabekk í Stokkhólmsháskóla og ætlar að klára mastersnám í markaðsfræði. „Ég byrjaði þar fyrir tveimur vikum og fór út eftir leikinn við ÍA og er búinn að vera þar síðan. Kom til landsins aftur síðastliðinn föstudaginn. Rúnar var svo almennilegur að gefa mér færi á því og svo fer ég eftir síðasta leikinn alfarið til Svíþjóðar. Kærastan mín, Jennifer, er sænsk og þetta var ákvörðun hjá okkur. Við vildum breyta til og mig langaði að fara í nám og þetta einhvern veginn passaði. Hún er fyrirsæta og það er betra fyrir hana að vera þar en hér á Íslandi. Hún vann ekkert á Íslandi og vinnur þannig lagað lítið í Svíþjóð en það eru betri tengingar til þeirra staða sem hún þarf að komast til upp á sína vinnu. Þetta gat verið smá vesen fyrir hana að komast á staðina.“Skúli ásamt kærustu sinni Jennifer Berg.Grét gleðitárum í Krikanum Skúli kom inn í lið KR þann 23. júní í sigurleik gegn FH á Kaplakrikavelli. Þá hafði hann verið frá æfingum og keppni í hartnær þrjá mánuði vegna höfuðhöggs. „Það var algjört slys á æfingu. Ég og Arnór Sveinn hlupum á hvor annan á fullri ferð. Sáum ekki hvor annan og vorum meira að segja saman í liði á æfingunni. Skullum alveg svakalega saman og ég dett alveg út og var alveg frá í smá stund. Ég fékk mjög alvarlegan heilahristing sem ég var að fást við í hartnær þrjá mánuði.“ Skúli segist hafa verið slæmur af verkjum í mánuð og gat lítið hreyft sig. „Um leið og ég fór að hlaupa leið mér ömurlega daginn eftir. Eftir þennan mánuð tóku við tveir mánuðir þar sem ég var alltaf að prófa að æfa en varð alveg ónýtur í nokkra daga á eftir. Svo prófaði ég aftur og það var sama sagan. Þannig gekk þetta í tvo mánuði þangað til að allt í einu gekk þetta. Ég var í sambandi við lækna og þetta var það sem þeir mæltu með. Ég var náttúrulega bara að skokka og þurfti að trappa mig vel upp þegar ég byrjaði. Þetta var erfitt, bæði af því ég vissi að þetta yrði síðasta tímabilið mitt og einnig af því að þetta var ekki alveg eins og ég hafði séð mitt síðasta tímabil fyrir mér.“ Hann segist hafa óttast það versta á tímabili. Hvort líf hans yrði þjakað af höfuðverk og hreyfingarleysi. „Þetta var erfiður tími og mánuðirnir langir þannig að þegar ég komst loksins aftur af stað og spilaði fyrsta leikinn minn á móti FH í Kaplakrika þá gekk ég út af, inn í klefa og brotnaði algjörlega niður. Það er langt síðan ég hef grátið svona. En þetta voru gleðitár. Mér var svo létt að þetta væri ekki, eins og ég var orðinn hræddur um, að ferillinn væri búinn. Að ná að spila aftur fótboltaleik var ótrúlega stór sigur fyrir mig á þessum tíma. Síðan þá hef ég verið að spila þótt ég hefði viljað spila betur oft á tíðum en síðustu leikir hafa verið fínir og ég er mjög ánægður.“„Hann hefur, eins og flestir vita, gríðarlegt vit á knattspyrnu. Hann er góður fótboltaþjálfari en það sem gerir hann sérstakan er hvað hann er auðmjúkur og góð manneskja,“ segir Skúli Jón um þjálfara sinn, Rúnar Kristinsson. Fréttablaðið/Anton BrinkVildi taka næsta skref Skúli er hluti af mögnuðum árgangi KR sem vann flest mót í yngri flokkum. Hann kom snemma inn í KR-liðið, eða fyrir 14 árum. Þá spilaði hann tvo leiki enda rétt nýfermdur en var nánast orðinn fastamaður tveimur árum síðar. Eftir ótrúlegt ár 2011, þar sem KR fagnaði titlinum, gekk hann í raðir Elfsborg í Svíþjóð og kom svo heim í Vesturbæinn árið 2015 þar sem hann hann hefur spilað síðan. Alls hefur hann leikið 241 leik fyrir KR og skorað átta mörk. Þá eru landsleikirnir fjórir og yngri landsleikirnir hartnær þrjátíu. Hann er aðeins 31 árs og gengur nú burt úr félagi sínu sem Íslandsmeistari. „Ég spilaði lengi hérna heima og ég ætlaði aldrei að spila fyrir neitt annað félag en KR. Ég tók þessa ákvörðun um að setja skóna upp í hillu þannig að þegar ég kom heim 2015 ætlaði ég að stoppa í eitt ár og fara þá aftur út í atvinnumennsku. Ég sá ekki fram á að fara að spila hérna í einhver tíu ár í viðbót. Fannst eins og ég þyrfti að breyta til í lífinu og gera eitthvað annað. Taka næsta skref. Það var aðdragandinn. Það hefur reyndar ekkert hjálpað til að mér hefur aldrei fundist jafn gaman og núna í sumar. Úrslitin, strákarnir í liðinu og þjálfarateymið – það er gaman að vera í kringum klúbbinn núna. Þetta var erfið ákvörðun en samt er ég ótrúlega sáttur við hana.“Rúnar kom með ró Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur náð ótrúlegum árangri með KR-liðið frá því hann snerti fyrst á þjálfun hér heima. Sex titlar á sex árum og það var einhvern veginn nánast vitað að KR myndi gera atlögu að titlinum fyrir sumarið með Rúnar í brúnni. Enda ber Skúli Jón honum góða söguna. „Hann hefur, eins og flestir vita, gríðarlegt vit á knattspyrnu. Hann er góður fótboltaþjálfari en það sem gerir hann sérstakan er hvað hann er auðmjúkur og góð manneskja. Hann fær alla til að vinna fyrir sig því hann sýnir leikmönnum traust. Hann vinnur þetta vel með öllum einstaklingum og er góður vinur strákanna í liðinu og styður það sem þeir eru að gera. Hann hjálpar þeim líka utanvallar og það held ég gefi þetta litla extra sem gerir það að verkum að menn eru tilbúnir að fórna sér fyrir hann.“ KR-ingar fögnuðu vel og lengi á Valsvelli á mánudag og skelltu sér svo yfir í sitt eigið félagsheimili þar sem leikmenn, velunnarar og sjálfboðaliðar hittust og áttu gleðistund. Nokkrir fóru svo á Gumma Ben sportbarinn til að mála bæinn svarthvítan. „Þessi hópur, sem er núna hér í KR hefur orðið til undanfarin tvö til þrjú árin. Við héldum nánast öllum frá því í fyrra og þeir sem komu smellpassa inn í liðið og hópinn. Það er búið að búa til hóp af mönnum sem eru góðir vinir og róa í sömu átt. Flestir eru á svipuðum aldri og á svipuðum stað í lífinu og vita út á hvað þetta gengur. Það er búið að vera ofboðslega gaman í langan tíma en þegar úrslitin detta inn og það fer að ganga vel þá kemur allur klúbburinn með. Þjálfarateymið núna er frábært og þetta verður bara betra. Það kom stöðugleiki með Rúnari og hann Bjarni og Stjáni eru búnir að búa eitthvað til sem virkar. Þegar það er þannig þá sé ég ekki annað í kortunum en að það sé bjart fram undan.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira