KR-ingar unnu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sumarið 1912 og hafa síðan bætt reglulega við Íslandsmeistaratitlum fyrir utan þriggja áratuga svartnætti frá 1968 til 1999.
Í þessari tölu erum við að tala um alla Íslandsmeistaratitla, líka titla þegar deildin var aðeins skipuð örfáum liðum, spiluð var bara einföld umferð eða þegar Framarar unnu titilinn tvö ár í röð án þess að spila leik (1913-1914).
Sumarið 1918 kepptu í fyrsta sinn fjögur félög um Íslandsmeistaratitilinn þegar Víkingar reyndu sig á móti Fram, KR og Val. Fyrsta fimm liða sumarið var 1926 þegar Eyjamenn komu aftur inn eftir að hafa bara verið með 1912.
Deildin varð síðan fyrst sex liða liða deild sumarið 1946. Sjö lið voru fyrst í deildinni 1969 og ári síðar var deildin orðin átta liða. Deildin varð síðan að tíu liða deild 1977 og loks að tólf liða deild árið 2008.
Það er athyglisvert að skoða titlasöfnun félaga ef aðeins væri teknir með titlar frá ákveðnum tímamótum í sögu Íslandsmótsins. Þar erum við að tala um atburði eins og þegar Knattspyrnusamband Íslands var stofnað, deildarkeppni var tekin upp eða fyrst var spiluð tvöföld umferð. Fleiri tímamót eru einnig tekin með á listunum sem má sjá alla hér fyrir neðan.

1. KR 27
2. Valur 22
3. Fram 18
3. ÍA 18
5. FH 8
6. Víkingur R. 5
7. Keflavík 4
8. ÍBV 3
9. KA 1
9. Breiðablik 1
9. Stjarnan 1
Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir stofnun KSÍ (1947-):
1. ÍA 18
2. KR 17
3. Valur 11
4. FH 8
5. Fram 6
6. Keflavík 4
7. Víkingur R. 3
7. ÍBV 3
9. KA 1
9. Breiðablik 1
9. Stjarnan 1
Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir deildarskipting var tekin upp (1955-):
1. ÍA 15
2. KR 13
3. Valur 11
4. FH 8
5. Fram 5
6. Keflavík 4
7. Víkingur R. 3
7. ÍBV 3
9. KA 1
9. Breiðablik 1
9. Stjarnan 1
Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir farið var að spila tvöfalda umferð (1959-):
1. ÍA 13
2. KR 12
3. Valur 10
4. FH 8
5. Fram 5
6. Keflavík 4
7. Víkingur R. 3
7. ÍBV 3
9. KA 1
9. Breiðablik 1
9. Stjarnan 1

1. ÍA 9
2. FH 8
3. KR 7
3. Valur 7
5. Fram 3
5. Víkingur R. 3
5. ÍBV 3
8. KA 1
8. Breiðablik 1
8. Stjarnan 1
Flestir Íslandsmeistaratitlar síðan þriggja stiga regla var tekin upp (1984-):
1. FH 8
2. KR 7
2. ÍA 7
4. Valur 5
5. Fram 3
6. ÍBV 2
7. Víkingur R. 1
7. KA 1
7. Breiðablik 1
7. Stjarnan 1

1. FH 5
2. KR 3
3. Valur 2
4. Breiðablik 1
4. Stjarnan 1
Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir að Rúnar Kristinsson tók fyrst við KR (2010-):
1. KR 3
1. FH 3
3. Valur 2
4. Breiðablik 1
4. Stjarnan 1

1. FH 8
2. KR 6
3. Valur 3
4. ÍA 1
4. Breiðablik 1
4. Stjarnan 1