Samkvæmt upplýsingum frá Veröld og Forlaginu verða þrír vinsælustu krimmahöfundar landsins – Ragnar, Yrsa Sigurðardóttir og Arnaldur Indriðason – allir með bækur í jólabókaflóðinu í ár.

„Árið 1983 deyja tveir starfsmenn á berklahæli rétt innan við Akureyri og er ljóst að andlát þeirra bar ekki að með eðlilegum hætti. Þremur áratugum síðar er ungur afbrotafræðingur að vinna að lokaritgerð um þetta undarlega mál og kemur þá ýmislegt óvænt í ljós um þessa skelfilegu atburði. Samhliða rannsókninni þarf hann að takast á við erfiðleika í einkalífi sínu – erfiðleika sem þola illa dagsins ljós,“ segir í tilkynningu frá Veröld.
Ragnar Helgi Ólafsson hannar kápu bókarinnar, en þeir Ragnar Helgi og Ragnar eru bræðrasynir, ættaðir frá Siglufirði.