Fyrsta skrefið í rétta átt hjá Víkingi Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2019 07:30 Sölvi fagnaði bikarmeistaratitli í fimmta sinn á ferlinum um helgina en nú með uppeldisfélagi sínu, átján árum eftir að hann steig fyrstu skref sín með meistaraflokki Víkings. Fréttablaðið/Valli „Þessi er í efsta sæti, sá langstærsti á ferlinum, það er engin spurning. Enginn af hinum titlunum kemst í nálægð við þennan, að ná að vinna titilinn fyrir framan fjölskylduna og fólkið í hverfinu,“ segir Sölvi Geir Ottesen brosandi í samtali við Fréttablaðið, aðspurður út í tilfinninguna að vinna bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu, Víkingi Reykjavík, um helgina. Sölva féll sá heiður í skaut að lyfta bikarnum í leikslok eftir verðskuldaðan 1-0 sigur Víkings á FH. Þetta er fimmti bikarmeistaratitill Sölva á ferlinum en hann varð tvívegis bikarmeistari með Djurgården, bikarmeistari með FC Kaupmannahöfn í Danmörku og með Jiangsu Sainty í Kína. Með þessu tókst Víkingi að brjóta þykkan ís og vinna sinn fyrsta titil í knattspyrnu í 28 ár eða frá því að Víkingar urðu Íslandsmeistarar árið 1991. Sölvi er einn þriggja leikmanna sem komu við sögu í gær sem voru fæddir þegar Víkingur vann síðast titil en hinir eru Þórður Ingason og Halldór Smári Sigurðsson. Enginn leikmaður liðsins var fæddur þegar Víkingur vann fyrri bikarmeistaratitil sinn árið 1971, ekki heldur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari félagsins. „Ég og Halldór Smári munum lítið eftir Íslandsmeistaratitlinum árið 1991, Kári man eitthvað eftir þessu en það var löngu kominn tími á þetta. Maður er í þessu til að vinna titla en ekki bara til að vera með. Fyrir leikmennina í hópnum sem hafa ekki unnið titla á ferlinum er þetta frábær reynsla, að fá að upplifa það að taka við titli.“ Sölvi var einn þriggja leikmanna yfir þrítugt í liði Víkings og hrósaði yngri leikmönnum liðsins. „Þetta eru frábærir strákar í þessu liði og eiga framtíðina fyrir sér. Þeir eru búnir að taka út heilmikinn þroska frá því í byrjun móts og taka skref upp á við. Núna er það undir okkur komið að byggja ofan á þetta og halda áfram í staðinn fyrir að láta líða langan tíma á milli titla. Núna er markmiðið sett á að enda tímabilið af krafti og bæta stigamet félagsins í efstu deild, það verður gulrótin okkar það sem eftir lifir tímabilsins. Svo verður hópurinn styrktur og við stefnum hærra,“ segir fyrirliðinn og tekur undir að titlar séu lím sem haldi leikmannahópum saman. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, tekur í sama streng. „Þetta er fyrsta skrefið af vonandi mörgum hjá félaginu, þessir strákar eiga framtíðina fyrir sér. Það hættulegasta í stöðunni er að menn verði saddir og sofni á verðinum. Á næsta ári þurfa allir að gera betur og þá getum við kannski gert atlögu að þeim stóra. Þetta eru flottir strákar og með réttri kænsku eru allir möguleikar opnir fyrir þetta félag. Við ætlum að koma í veg fyrir að jafn langt líði næst á milli titla hjá félaginu.“ Í aðdraganda leiksins var nafn Kára Árnasonar helst í umræðunni eftir að miðvörðurinn meiddist í landsleik Íslands í síðustu viku. Aðspurður út í hlutdeild Kára í titlinum fer Sölvi fögrum orðum um félaga sinn. „Hann á stóran þátt í því að koma okkur í þennan leik og í hálfleik hjálpaði hann til, talaði við menn og lét vel í sér heyra. Hann lagði sitt af mörkum í þessum titli,“ segir Sölvi og heldur áfram: „Það var ekki hægt að gera neitt í þessum meiðslum, þau komu upp og þá kom næsti maður inn. Auðvitað var það fúlt fyrir Kára en hann fékk að fara á HM og EM svo að það er ekki hægt að vorkenna honum of mikið,“ segir Sölvi léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mjólkurbikarinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
„Þessi er í efsta sæti, sá langstærsti á ferlinum, það er engin spurning. Enginn af hinum titlunum kemst í nálægð við þennan, að ná að vinna titilinn fyrir framan fjölskylduna og fólkið í hverfinu,“ segir Sölvi Geir Ottesen brosandi í samtali við Fréttablaðið, aðspurður út í tilfinninguna að vinna bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu, Víkingi Reykjavík, um helgina. Sölva féll sá heiður í skaut að lyfta bikarnum í leikslok eftir verðskuldaðan 1-0 sigur Víkings á FH. Þetta er fimmti bikarmeistaratitill Sölva á ferlinum en hann varð tvívegis bikarmeistari með Djurgården, bikarmeistari með FC Kaupmannahöfn í Danmörku og með Jiangsu Sainty í Kína. Með þessu tókst Víkingi að brjóta þykkan ís og vinna sinn fyrsta titil í knattspyrnu í 28 ár eða frá því að Víkingar urðu Íslandsmeistarar árið 1991. Sölvi er einn þriggja leikmanna sem komu við sögu í gær sem voru fæddir þegar Víkingur vann síðast titil en hinir eru Þórður Ingason og Halldór Smári Sigurðsson. Enginn leikmaður liðsins var fæddur þegar Víkingur vann fyrri bikarmeistaratitil sinn árið 1971, ekki heldur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari félagsins. „Ég og Halldór Smári munum lítið eftir Íslandsmeistaratitlinum árið 1991, Kári man eitthvað eftir þessu en það var löngu kominn tími á þetta. Maður er í þessu til að vinna titla en ekki bara til að vera með. Fyrir leikmennina í hópnum sem hafa ekki unnið titla á ferlinum er þetta frábær reynsla, að fá að upplifa það að taka við titli.“ Sölvi var einn þriggja leikmanna yfir þrítugt í liði Víkings og hrósaði yngri leikmönnum liðsins. „Þetta eru frábærir strákar í þessu liði og eiga framtíðina fyrir sér. Þeir eru búnir að taka út heilmikinn þroska frá því í byrjun móts og taka skref upp á við. Núna er það undir okkur komið að byggja ofan á þetta og halda áfram í staðinn fyrir að láta líða langan tíma á milli titla. Núna er markmiðið sett á að enda tímabilið af krafti og bæta stigamet félagsins í efstu deild, það verður gulrótin okkar það sem eftir lifir tímabilsins. Svo verður hópurinn styrktur og við stefnum hærra,“ segir fyrirliðinn og tekur undir að titlar séu lím sem haldi leikmannahópum saman. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, tekur í sama streng. „Þetta er fyrsta skrefið af vonandi mörgum hjá félaginu, þessir strákar eiga framtíðina fyrir sér. Það hættulegasta í stöðunni er að menn verði saddir og sofni á verðinum. Á næsta ári þurfa allir að gera betur og þá getum við kannski gert atlögu að þeim stóra. Þetta eru flottir strákar og með réttri kænsku eru allir möguleikar opnir fyrir þetta félag. Við ætlum að koma í veg fyrir að jafn langt líði næst á milli titla hjá félaginu.“ Í aðdraganda leiksins var nafn Kára Árnasonar helst í umræðunni eftir að miðvörðurinn meiddist í landsleik Íslands í síðustu viku. Aðspurður út í hlutdeild Kára í titlinum fer Sölvi fögrum orðum um félaga sinn. „Hann á stóran þátt í því að koma okkur í þennan leik og í hálfleik hjálpaði hann til, talaði við menn og lét vel í sér heyra. Hann lagði sitt af mörkum í þessum titli,“ segir Sölvi og heldur áfram: „Það var ekki hægt að gera neitt í þessum meiðslum, þau komu upp og þá kom næsti maður inn. Auðvitað var það fúlt fyrir Kára en hann fékk að fara á HM og EM svo að það er ekki hægt að vorkenna honum of mikið,“ segir Sölvi léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mjólkurbikarinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira