Guðmundur Andri: Veit ekki hvað ég á að segja, ég er orðlaus

„Ekki þannig. Ég kom til að sýna mig í sumar hérna heima en að vinna bikar er vonum framar. Þetta er eitthvað annað sko,“ sagði Guðmundur um hvort það hefði verið í myndinni að landa titli þegar hann gekk í raðir Víkingar fyrir tímabilið.
„Við stýrðum þessum leik í fyrri hálfleik og áttum að skora nokkur mörk en gerðum það ekki. Sýndum karakter, héldum áfram og skoruðum í seinni hálfleik,“ sagði Guðmundur um leik dagsins en FH-ingarnir voru duglegir að láta hann finna fyrir því.
Þá fékk Pétur Viðarsson rautt spjald er hann steig, að því virtist óvart, á Guðmund í leiknum en framherjinn vildi lítið ræða það.
„Þeir sóttu aðeins á okkur og við lágum til baka. Smá stress kafli en við komumst í gegnum hann og unnum þennan leik,“ sagði Guðmundur að lokum um lok leiksins þegar FH-ingar sóttu stíft þrátt fyrir að vera manni færri.
Tengdar fréttir

Arnar: Breytingin á hópnum á 10 mánðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd félagsins
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var eðlilega mjög sáttur með sigur liðsins í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu í dag en hann ætlar sér stærri hluti á komandi misserum.

Sölvi Geir: Er draumi líkast og ég er eiginlega að bíða eftir að ég vakni
Fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen var hrærður í viðtali eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjókurbikarsins en er þetta í fyrsta sinn í 48 ár sem Víkingur landar bikarmeistaratitli í knattspyrnu.

Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk
Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971.

Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár
Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971.

Óttar Magnús: Þetta er bara það sem koma skal
Óttar Magnús Karlsson var í sæluvímu eftir leik er hann ræddi við Vísi en hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þegar Víkingur lagði FH með einu marki gegn engu

Myndaveisla frá bikarsigri Víkinga
Nærri hálfrar aldar bið Víkings eftir bikarmeistaratitli lauk í kvöld.