Evrópa leiðir eftir fyrsta keppnisdag Solheim-bikarsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2019 20:15 Hin norska Suzann Pettersen í snúinni stöðu. vísir/getty Evrópa er með eins stigs forystu á Bandaríkin, 4,5-3,5, eftir fyrsta keppnisdag Solheim-bikarsins. Leikið er á Gleneagles-vellinum í Skotlandi. Leiknar voru tvær umferðir í dag. Fyrir hádegi var fjórmenningur leikinn en eftir hádegi var leikið með betri bolta. Eftir fjórmenningin var Evrópa með eins stigs forystu, 2,5-1,5. Evrópa vann tvo leiki, Bandaríkin einn og einum lyktaði með jafntefli. Jessica og Nelly Korda frá Bandaríkjunum urðu fyrstu systurnar til að leika saman í Solheim-bikarnum. Þær unnu Caroline Masson og Jodi Ewart Shadoff, 6/4. Eftir hádegi unnu liðin sitt hvorn leikinn og tveir enduðu með jafntefli. Á morgun verður leikið með sama fyrirkomulagi, þ.e. fjórmenningur og betri bolti. Bein útsending frá öðrum keppnisdegi Solheim-bikarsins hefst klukkan 07:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Evrópa er með eins stigs forystu á Bandaríkin, 4,5-3,5, eftir fyrsta keppnisdag Solheim-bikarsins. Leikið er á Gleneagles-vellinum í Skotlandi. Leiknar voru tvær umferðir í dag. Fyrir hádegi var fjórmenningur leikinn en eftir hádegi var leikið með betri bolta. Eftir fjórmenningin var Evrópa með eins stigs forystu, 2,5-1,5. Evrópa vann tvo leiki, Bandaríkin einn og einum lyktaði með jafntefli. Jessica og Nelly Korda frá Bandaríkjunum urðu fyrstu systurnar til að leika saman í Solheim-bikarnum. Þær unnu Caroline Masson og Jodi Ewart Shadoff, 6/4. Eftir hádegi unnu liðin sitt hvorn leikinn og tveir enduðu með jafntefli. Á morgun verður leikið með sama fyrirkomulagi, þ.e. fjórmenningur og betri bolti. Bein útsending frá öðrum keppnisdegi Solheim-bikarsins hefst klukkan 07:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira