Leikurinn var liður í annarri umferð deildarinnar en Guðjón gekk í raðir PSG í sumar frá Rhein-Neckar Löwen. Þetta var hans fyrsti heimaleikur.
Hornamaðurinn magnaði gerði vel og skoraði sex mörk í frumraun sinni á heimavelli Parísar-liðsins. Hann vakti mikla lukku meðal áhorfenda.
26': 40 ans ..? Vous avez dit 40 ans ? Déjà 5 buts pour l'ailier islandais ! 16-14 #PSGNANpic.twitter.com/JEZJu3rnL8
— PSG Handball (@psghand) September 11, 2019
„Í sínum fyrsta heimaleik klúðraði Íslendingurinn ekki miklu. Hann endaði leikinn með sex mörk og fékk mikið lof frá áhorfendum,“ segir á heimasíðu félagsins.
„Hann sem fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum átti frábæran leik og gerði vel í sóknarleik PSG gegn frábærum Emil Nielsen,“ en Emil er markvörður Nantes.
Næsta verkefni Guðjóns og félaga er í Meistaradeildinni en um liðna helgi mætir liðið Zagreb í Króatíu.
La deuxième journée de @LidlStarligue est officiellement lancée pour nos Rouge et Bleu ! Bon match à tous et...
ALLEZ PARIS ! #PSGNANpic.twitter.com/QzaWig1gnE
— PSG Handball (@psghand) September 11, 2019