Rúnar um Skúla Jón: Mikill missir fyrir okkur í klefanum og félagið sjálft Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2019 19:30 Skúli Jón fagnar eftir sigurinn á Hlíðarenda fyrr í sumar. Vísir/Bára Skúli Jón Friðgeirsson, varnar- og miðjumaður KR, hefur eins og áður hefur komið fram ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir frábært tímabil með KR í sumar. Skúli ákvað þetta í samráði við Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, fyrir tímabilið og var Rúnar spurður út í Skúla eftir 2-1 sigur KR á Breiðablik í dag. „Skúli Jón er uppalinn KR-ingur sem hefur þjónað félaginu vel og lengi. Frábær leikmaður og synd að hann sé að yfirgefa okkur á þessum tímapunkti en við virðum hans ákvörðun,“ sagði Rúnar um Skúla Jón og hans ákvörðun. „Hann er að fara mennta sig og það er líka mjög gott. Fótboltinn er ekki allt í lífinu en það verður mikill missir fyrir okkur í klefanum, og félagið sjálft, að missa svona góðan karakter og ekki síst leikmann svo við þurfum að fylla hans skarð og munum leita að leikmanni sem getur gert það sem hann hefur gert fyrir okkur,“ sagði Rúnar ennfremur eftir leik. Alls spilaði Skúli Jón 248 deildar- og bikarleiki fyrir KR ásamt því að skora átta mörk. Alls hefur hann orðið Íslandsmeistari í þrígang, bikarmeistari í tvígang sem og leikið sem atvinnumaður erlendis en hann lék með Elfsborg og Gefla IF í Svíþjóð. Þá lék hann fjórum sinnum fyrir A-landslið Íslands og 28 sinnum fyrir yngri landsliðin ásamt því að gera fimm mörk. Það er ljóst að Skúla verður sárt saknað í Vesturbænum og forvitnilegt hvaða leikmann KR-ingar reyna að sækja til að fylla skarð Skúla. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Skúli Jón Friðgeirsson, varnar- og miðjumaður KR, hefur eins og áður hefur komið fram ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir frábært tímabil með KR í sumar. Skúli ákvað þetta í samráði við Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, fyrir tímabilið og var Rúnar spurður út í Skúla eftir 2-1 sigur KR á Breiðablik í dag. „Skúli Jón er uppalinn KR-ingur sem hefur þjónað félaginu vel og lengi. Frábær leikmaður og synd að hann sé að yfirgefa okkur á þessum tímapunkti en við virðum hans ákvörðun,“ sagði Rúnar um Skúla Jón og hans ákvörðun. „Hann er að fara mennta sig og það er líka mjög gott. Fótboltinn er ekki allt í lífinu en það verður mikill missir fyrir okkur í klefanum, og félagið sjálft, að missa svona góðan karakter og ekki síst leikmann svo við þurfum að fylla hans skarð og munum leita að leikmanni sem getur gert það sem hann hefur gert fyrir okkur,“ sagði Rúnar ennfremur eftir leik. Alls spilaði Skúli Jón 248 deildar- og bikarleiki fyrir KR ásamt því að skora átta mörk. Alls hefur hann orðið Íslandsmeistari í þrígang, bikarmeistari í tvígang sem og leikið sem atvinnumaður erlendis en hann lék með Elfsborg og Gefla IF í Svíþjóð. Þá lék hann fjórum sinnum fyrir A-landslið Íslands og 28 sinnum fyrir yngri landsliðin ásamt því að gera fimm mörk. Það er ljóst að Skúla verður sárt saknað í Vesturbænum og forvitnilegt hvaða leikmann KR-ingar reyna að sækja til að fylla skarð Skúla.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30
Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, fór um víðan völl eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fyrr í dag. 28. september 2019 17:31