Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvörður KR, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í stað Sonnýjar Láru Þráinsdóttur sem er meidd.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ingibjörg er valin í íslenska A-landsliðið. Hún hefur leikið 16 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Ingibjörg, sem er 21 árs, hóf ferilinn með Sindra á Höfn í Hornafirði en hefur leikið með KR síðan 2016.
Í sumar lék hún níu leiki í Pepsi Max-deild kvenna auk tveggja leikja í Mjólkurbikarnum. KR endaði í 7. sæti deildarinnar og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Selfossi, 2-1.
Auk Ingibjargar eru markverðirnir Sandra Sigurðardóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir í íslenska hópnum sem mætir Frakklandi og Lettlandi í byrjun næsta mánaðar.
Ingibjörg valin í landsliðið í fyrsta sinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn
