Skessan veldur usla í Hafnarfirði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 27. september 2019 15:30 Á 90 ára afmælisári FH er horft björtum augum til framtíðar en Skessan verður tekin í notkun von bráðar. Fréttablaðið/Valli Sögunni um Skessuna, nýtt knattspyrnuhús FH-inga, mun trúlega seint ljúka. Sagan er farsakennd og reyfaraleg enda sögupersónurnar hundruð milljóna af peningum skattborgara Hafnarfjarðar. Fundir voru bókaðir með skömmum fyrirvara, FH fékk 100 milljónir án þess að heimild væri fyrir því og hvort bærinn eða félagið eigi nú öll íþróttahús í Kaplakrika er óljóst. Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins var til umfjöllunar á bæjarráðsfundi í gær þar sem ævintýrinu lauk alls ekki. Skessan er knattspyrnuhús FH og kostaði um 800 milljónir króna að klára það. Húsið mun gjörbreyta aðstöðu félagsins en félagið hefur nú þrjú hús til afnota yfir vetrartímann. Ýmislegt hefur verið látið flakka um húsið og framkvæmdirnar en bæjarstjórinn fagnar sigri og segir í sinni bókun að niðurstaðan hefði ekki komið á óvart. „Upphlaup tiltekinna fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn, þung orð sem voru látin falla og ásakanir í garð þeirra sem að málinu unnu dæma sig sjálfar og voru einfaldlega stormur í vatnsglasi,“ segir í bókun hennar. Meiri- og minnihlutinn bókaði á víxl og fagnaði meirihlutinn sigri í þessu máli. Minnihlutinn barðist þó á móti og bókaði að ýmislegt hefði ekki verið til umfjöllunar í álitinu.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Fréttablaðið/ErnirMinnihlutinn segir meðal annars í langri bókun sinni að rammasamkomulagið, sem var gert, hafi varðað verulega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins. „Ekki sé hægt að leggja að jöfnu byggingu nýs knatthúss annars vegar og kaup á fasteignum af íþróttafélagi hins vegar. Auk þess hafi ekki verið tekið á 70 milljón króna mismun milli fyrri og síðari fyrirætlana. Ekki hafi verið til staðar heimild til ráðstöfunar fjármuna á grunni rammasamkomulagsins fyrr en fyrir lægi viðauki staðfestur af bæjarstjórn. Því hafi greiðsla á 100 milljónum króna sem innt var af hendi til FH þann 16. ágúst 2018 verið án heimildar,“ segir meðal annars í bókun minnihlutans. Þar segir ennfremur að álit ráðherra fari þvert gegn þeim rökstuðningi sem lagður hefur verið fram af hálfu bæjarstjórans. „Enda var viðauki um síðir lagður fram fyrir tilstuðlan fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn. Sá viðauki er síðan forsenda þess að ráðuneytið telur ekki ástæðu til íhlutunar þrátt fyrir ámælisverða stjórnsýslu.“ Þá segir minnihlutinn að enn séu ekki öll kurl kominn til grafar enda eigi eftir að svara ýmsum beiðnum um upplýsingar. „Ráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess hvort að sveitarfélag gefi aðila byggingu sem metin er á 400 milljónir og kaupi hana svo aftur á ótilgreindu verði teljist ábyrg ráðstöfun skattfjár. Né heldur hvort ákvörðun um að kaupa fasteignir án þess að fyrir liggi gögn um verð eða ástand þeirra teljist ábyrg meðferð almannafjár.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Íslenski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Sögunni um Skessuna, nýtt knattspyrnuhús FH-inga, mun trúlega seint ljúka. Sagan er farsakennd og reyfaraleg enda sögupersónurnar hundruð milljóna af peningum skattborgara Hafnarfjarðar. Fundir voru bókaðir með skömmum fyrirvara, FH fékk 100 milljónir án þess að heimild væri fyrir því og hvort bærinn eða félagið eigi nú öll íþróttahús í Kaplakrika er óljóst. Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins var til umfjöllunar á bæjarráðsfundi í gær þar sem ævintýrinu lauk alls ekki. Skessan er knattspyrnuhús FH og kostaði um 800 milljónir króna að klára það. Húsið mun gjörbreyta aðstöðu félagsins en félagið hefur nú þrjú hús til afnota yfir vetrartímann. Ýmislegt hefur verið látið flakka um húsið og framkvæmdirnar en bæjarstjórinn fagnar sigri og segir í sinni bókun að niðurstaðan hefði ekki komið á óvart. „Upphlaup tiltekinna fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn, þung orð sem voru látin falla og ásakanir í garð þeirra sem að málinu unnu dæma sig sjálfar og voru einfaldlega stormur í vatnsglasi,“ segir í bókun hennar. Meiri- og minnihlutinn bókaði á víxl og fagnaði meirihlutinn sigri í þessu máli. Minnihlutinn barðist þó á móti og bókaði að ýmislegt hefði ekki verið til umfjöllunar í álitinu.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Fréttablaðið/ErnirMinnihlutinn segir meðal annars í langri bókun sinni að rammasamkomulagið, sem var gert, hafi varðað verulega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins. „Ekki sé hægt að leggja að jöfnu byggingu nýs knatthúss annars vegar og kaup á fasteignum af íþróttafélagi hins vegar. Auk þess hafi ekki verið tekið á 70 milljón króna mismun milli fyrri og síðari fyrirætlana. Ekki hafi verið til staðar heimild til ráðstöfunar fjármuna á grunni rammasamkomulagsins fyrr en fyrir lægi viðauki staðfestur af bæjarstjórn. Því hafi greiðsla á 100 milljónum króna sem innt var af hendi til FH þann 16. ágúst 2018 verið án heimildar,“ segir meðal annars í bókun minnihlutans. Þar segir ennfremur að álit ráðherra fari þvert gegn þeim rökstuðningi sem lagður hefur verið fram af hálfu bæjarstjórans. „Enda var viðauki um síðir lagður fram fyrir tilstuðlan fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn. Sá viðauki er síðan forsenda þess að ráðuneytið telur ekki ástæðu til íhlutunar þrátt fyrir ámælisverða stjórnsýslu.“ Þá segir minnihlutinn að enn séu ekki öll kurl kominn til grafar enda eigi eftir að svara ýmsum beiðnum um upplýsingar. „Ráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess hvort að sveitarfélag gefi aðila byggingu sem metin er á 400 milljónir og kaupi hana svo aftur á ótilgreindu verði teljist ábyrg ráðstöfun skattfjár. Né heldur hvort ákvörðun um að kaupa fasteignir án þess að fyrir liggi gögn um verð eða ástand þeirra teljist ábyrg meðferð almannafjár.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Íslenski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira