Haraldur Franklín Magnús er í 2. sæti eftir fyrstu tvo hringina á Lindbytvätten Masters-mótinu í golfi í Svíþjóð. Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.
Haraldur lék á sjö höggum undir pari í dag. Hann fékk einn örn, sex fugla og einn skolla á öðrum hringnum.
Í gær lék Haraldur á fimm höggum undir pari og hann er því samanlagt á tólf höggum undir pari. Hann er einu höggi á eftir Svíanum Robin Petersson.
Haraldur freistar þess að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili. Hann er í 5. sæti á stigalista Nordic Golf-mótaraðarinnar. Fjórir efstu komast á Áskorendamótaröðina.
Axel Bóasson náði sér ekki á strik í dag og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Axel lék á einu höggi undir pari í dag og endaði á einu höggi yfir pari.
Haraldur í 2. sæti eftir fyrstu tvo hringina í Svíþjóð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn
