Breiðablik var með bestu aðsóknina í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.
Að meðaltali mættu 408 manns að meðaltali á leiki Breiðabliks.
Næstflestir sóttu leiki Íslandsmeistara Vals, eða 340 manns að meðaltali.
Aðsókn á leiki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta jókst milli ára samkvæmt frétt á vefsíðu KSÍ.
Á síðasta tímabili mættu að meðaltali 186 manns á leiki í deildinni. Í sumar sóttu alls 19.497 áhorfendur leikina 90 í Pepsi Max-deildinni. Það gerir 217 manns að meðaltali á leik.
Versta mætingin var á leiki ÍBV, eða 117 manns að meðaltali.
Best sótti leikurinn í Pepsi Max-deildinni í sumar var viðureign Breiðabliks og Vals í sautjándu og næstsíðustu umferðinni. Alls voru 1206 áhorfendur á Kópavogsvelli á þeim leik.
Næstflestir sáu leik Vals og Breiðabliks á Origo-vellinum í byrjun júlí, eða 828 manns.
Félag Meðaltal
Breiðablik 408
Valur 340
Þór/KA 222
Selfoss 220
Fylkir 211
Stjarnan 190
HK/Víkingur 164
Keflavík 149
KR 146
ÍBV 117
Alls 217
Besta mætingin hjá Breiðabliki

Tengdar fréttir

Sjáðu mörkin og fagnaðarlætin hjá Val og Gróttu
Valur varð í dag Íslandsmeistari í Pepsi Max-deild kvenna og Grótta tryggði sér sigurinn í Inkasso-deild karla er lokaumferðirnar fóru fram í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 3-2 | Valur er Íslandsmeistari
Valur er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta 2019 eftir sigur á Keflavík á heimavelli sínum í dag.

Elín Metta: Örugglega mitt besta tímabil
Elín Metta var að sjálfsögðu himinlifandi með að hafa tryggt Íslandsmeistaratitilinn eftir leik.

Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 1-5 | Stórsigur dugði Blikum ekki
Breiðablik gerði sitt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en grænar þurfa að sætta sig við annað sætið þar sem Valur vann Keflavík á Origovellinum

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-1 | Valur þarf að fresta Íslandsmeistarafögnuði
Heiðdís Lillýardóttir hélt lífi í vonum Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil eftir ótrúlega dramatík í Kópavogi í kvöld.

Margrét Lára: Besta tilfinning í heimi
Margrét Lára Viðarsdóttir var í skýjunum eftir að lið hennar, Valur, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Keflavík.