Gunnar: Hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginu Smári Jökull Jónsson skrifar 22. september 2019 16:52 Gunnar Þorsteinsson var þungur á brún í leikslok í dag. vísir/bára Gunnari Þorsteinssyni var augljóslega mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir jafnteflið gegn Val í Pepsi-Max deildinni í dag. Jafnteflið þýðir að Grindvíkingar eru fallnir. „Því miður þá var tímabilið í hnotskurn hér í einum leik. Við gjörsamlega gáfum allt sem við gátum og erum búnir að gera í allt sumar. Fyrir utan einhverja tvo sem fóru í glugganum þá höfum við allir verið að róa í sömu ótt og gera okkar besta,“ sagði fyrirliði Grindavíkur eftir leikinn í dag. „Það þarf einhver að vera í þessari stöðu og mér finnst ótrúlega sorglegt að það þurfum að vera við. Þetta var stöngin út, Zeba skallar í stöngina og boltinn fer á bakvið Hannes. Hannes á svo algjöra landsliðsklassavörslu í restina," bætti Gunnar við en hélt svo áfram að ræða um framhald félagsins og hann er á því að margt þurfi að laga. „Þetta er hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum og við núna að falla. Reksturinn hjá félaginu er mjög erfiður og til að bæta gráu ofan á svart finnst mér ekki nógu vel haldið á spilunum varðandi yngri flokkana, því miður.“ „Við erum ekki að framleiða nóg og knattspyrnudeild Grindavíkur er í mikilli lægð. Þetta hefur verið meiri körfuboltabær en það hafa alltaf verið sterkir einstaklingar sem hafa stýrt skútunni rekstrarlega séð. Þetta virðist vera mjög eriftt núna eftir að okkar aðalstyrktaraðili til 30-40 ára sleit samstarfinu við okkur,“ bætti Gunnar við. „Þá þarf að framleiða fleiri leikmenn og það er erfitt að gera það þegar þú ert með svona fámennt bæjarfélag.“ Þetta er alltaf mikil pólitíkGunnar Þorsteinsson segist ennþá vera of mikið peð til að berjast í pólitíkinni í kringum íþróttirnar.vísir/daníelGunnar hélt áfram og ræddi einnig stöðu knattspyrnunnar á landsbyggðinni. „Ég veit ekki hvort það er tilviljun að núna eru tvö félög af landsbyggðinni að falla og tvö lið af höfuðborgarsvæðinu að koma upp. Á næsta ári verða tvö lið af landsbyggðinni í efstu deild. Annars vegar KA sem er með allt Norðurlandið á bakvið sig og stóran iðkendafjölda fyrir utan að hafa úr miklum fjármunum að spila.“ „Hjá ÍA er frábærlega haldið á málum og þeir framleiða mikið af leikmönnum sem þeir selja og þess vegna eiga þeir peninga. Við erum ekki í þessari stöðu núna og það er ótrúlega sorglegt. Ég vona að félagið í heild sinni fari í naflaskoðun og skoði hvað málið sé. Það er ekki tilviljun að við erum að falla, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir.“ „Það hyllir vonandi í betri tíð, það var verið að ráða mjög flottan mann sem yfirþjálfara yngri flokka þannig að ég hef vonir um að hægt sé að snúa skútunni við. Ég er þá ekki að hugsa um 1-2 ár heldur lengri tíma, 5-10 ár.“ Finnst Gunnari vanta betra bakland í bænum í heild sinni? „Ég er of mikið peð til að geta beitt mér í þessu, þetta er alltaf mikil pólítík. Það er mjög dýrt að reka fótboltalið. Þetta er ekki eins og karfan, þar sem er haldið ótrúlega vel utan um hlutina og allt upp á tíu rekstrarlega séð, enda er veltan miklu minni. Þú ert kannski með 1/3 af leikmönnum á launaskrá miðað við fótboltann.“ „Það er auðveldara að vera með gott lið þar fyrir utan að það er rosalega sterkt hefð fyrir því að búa til leikmenn. Það er erfitt að búa til góða leikmenn og menn þurfa að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég verð eiginlega að skora á unga leikmenn í Grindavík að leggja meira á sig til að virklega vera tilbúnir að brjótast inn í aðalliðið.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Gunnari Þorsteinssyni var augljóslega mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir jafnteflið gegn Val í Pepsi-Max deildinni í dag. Jafnteflið þýðir að Grindvíkingar eru fallnir. „Því miður þá var tímabilið í hnotskurn hér í einum leik. Við gjörsamlega gáfum allt sem við gátum og erum búnir að gera í allt sumar. Fyrir utan einhverja tvo sem fóru í glugganum þá höfum við allir verið að róa í sömu ótt og gera okkar besta,“ sagði fyrirliði Grindavíkur eftir leikinn í dag. „Það þarf einhver að vera í þessari stöðu og mér finnst ótrúlega sorglegt að það þurfum að vera við. Þetta var stöngin út, Zeba skallar í stöngina og boltinn fer á bakvið Hannes. Hannes á svo algjöra landsliðsklassavörslu í restina," bætti Gunnar við en hélt svo áfram að ræða um framhald félagsins og hann er á því að margt þurfi að laga. „Þetta er hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum og við núna að falla. Reksturinn hjá félaginu er mjög erfiður og til að bæta gráu ofan á svart finnst mér ekki nógu vel haldið á spilunum varðandi yngri flokkana, því miður.“ „Við erum ekki að framleiða nóg og knattspyrnudeild Grindavíkur er í mikilli lægð. Þetta hefur verið meiri körfuboltabær en það hafa alltaf verið sterkir einstaklingar sem hafa stýrt skútunni rekstrarlega séð. Þetta virðist vera mjög eriftt núna eftir að okkar aðalstyrktaraðili til 30-40 ára sleit samstarfinu við okkur,“ bætti Gunnar við. „Þá þarf að framleiða fleiri leikmenn og það er erfitt að gera það þegar þú ert með svona fámennt bæjarfélag.“ Þetta er alltaf mikil pólitíkGunnar Þorsteinsson segist ennþá vera of mikið peð til að berjast í pólitíkinni í kringum íþróttirnar.vísir/daníelGunnar hélt áfram og ræddi einnig stöðu knattspyrnunnar á landsbyggðinni. „Ég veit ekki hvort það er tilviljun að núna eru tvö félög af landsbyggðinni að falla og tvö lið af höfuðborgarsvæðinu að koma upp. Á næsta ári verða tvö lið af landsbyggðinni í efstu deild. Annars vegar KA sem er með allt Norðurlandið á bakvið sig og stóran iðkendafjölda fyrir utan að hafa úr miklum fjármunum að spila.“ „Hjá ÍA er frábærlega haldið á málum og þeir framleiða mikið af leikmönnum sem þeir selja og þess vegna eiga þeir peninga. Við erum ekki í þessari stöðu núna og það er ótrúlega sorglegt. Ég vona að félagið í heild sinni fari í naflaskoðun og skoði hvað málið sé. Það er ekki tilviljun að við erum að falla, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir.“ „Það hyllir vonandi í betri tíð, það var verið að ráða mjög flottan mann sem yfirþjálfara yngri flokka þannig að ég hef vonir um að hægt sé að snúa skútunni við. Ég er þá ekki að hugsa um 1-2 ár heldur lengri tíma, 5-10 ár.“ Finnst Gunnari vanta betra bakland í bænum í heild sinni? „Ég er of mikið peð til að geta beitt mér í þessu, þetta er alltaf mikil pólítík. Það er mjög dýrt að reka fótboltalið. Þetta er ekki eins og karfan, þar sem er haldið ótrúlega vel utan um hlutina og allt upp á tíu rekstrarlega séð, enda er veltan miklu minni. Þú ert kannski með 1/3 af leikmönnum á launaskrá miðað við fótboltann.“ „Það er auðveldara að vera með gott lið þar fyrir utan að það er rosalega sterkt hefð fyrir því að búa til leikmenn. Það er erfitt að búa til góða leikmenn og menn þurfa að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég verð eiginlega að skora á unga leikmenn í Grindavík að leggja meira á sig til að virklega vera tilbúnir að brjótast inn í aðalliðið.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti