Fyrsta og eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem Albert fiskaði er stundarfjórðungur var eftir. Úr spyrnunni skoraði Teun Koopmeiners.
AZ í 4. sætinu en Albert kom inn sem varamaður eftir 22 mínútur.
73. Penalty
AZ krijgt een penalty na een overtreding op Gudmundsson!#adoaz 0-0
— AZ (@AZAlkmaar) September 22, 2019
Hjörtur Hermannsson var ónotaður varamaður er Bröndby tapaði 3-1 fyrir Esbjerg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni. Bröndby er í 4. sæti deildarinnar.
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í liði AIK á 27. mínútu er liðið tapaði 2-1 fyrir Hammarby. AIK er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Djurgården.
Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem vann 3-1 sigur á Örebro. Liðið er með sjö stiga forskot á toppnum.
Anna Rakel Pétursdóttir var í tapliði er lið hennar Linköpping tapaði 1-0 fyrir Piteå. Linköping er í sjöunda sæti deildarinnar.