Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 3-2 | Valur er Íslandsmeistari Gabríel Sighvatsson skrifar 21. september 2019 17:00 Bikarinn fer á loft í dag. vísir/daníel Valur er Íslandsmeistari í fótbolta 2019 eftir 3-2 sigur á Keflavík á Hlíðarenda í dag. Fyrir leikinn var vitað að stig myndi duga liðinu til að landa titlinum en liðið kláraði að sjálfsögðu leikinn með stæl með sigri. Valur komst í 3-0 með tveimur mörkum með stuttu millibili í seinni hálfleik en hleyptu Keflavík aftur inn í leikinn með tveimur mörkum. Það fyrra var afar klaufalegt en þar hefði Sandra Sigurðardóttir líklega getað gert betur eftir skot frá Sveindísi Jane Jónsdóttur og það mark á 67. mínútu. Sveindís var aftur á ferðinni einungis örfáum mínútum seinna þegar hún var keyrð niður inni í vítateig af Söndru. Sophie McMahon Groff fór á punktinn og skoraði. Nær komst Keflavík ekki og Valur gat því fagnað að leikslokum.Af hverju vann Valur?Valur er bara búið að vera langbesta liðið í sumar, kannski ásamt Breiðablik, og átti þennan sigur og titil fyllilega skilið. Gæðin skinu í gegn enn eina ferðina í dag þó þær hafi hleypt óþarfa spennu í leikinn.Hvað gekk illa?Valur var einungis 1-0 yfir í hálfleik og hefði kannski getað klárað þetta meira sannfærandi. Liðið fékk tvö óþarfa mörk á sig en það gerði þetta bara meira skemmtilegt.Hverjar stóðu upp úr?Allt Valsliðið á gríðarlegt hrós skilið fyrir tímabilið sem var frábært hjá þeim. Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði í dag eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir. Elín Metta er alltaf hættuleg og endaði tímabilið markahæst eins og liðsfélagi hennar Hlín Eiríksdóttir sem spilaði einnig í dag. Þá átti Dóra María og Ásgerður Stefanía góðan leik líka. Hjá Keflavík var Sveindís Jane best og skapaði mörkin tvö.Hvað gerist næst?Mótið er búið og Valur mun fagna titlinum vel í kvöld. Keflavík er fallið og mun spila í Inkasso deildinni næsta sumar.Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar.vísir/daníelMargrét Lára: Besta tilfinning í heimi Margrét Lára Viðarsdóttir var í skýjunum eftir að lið hennar, Valur, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Keflavík. „Besta tilfinning í heimi. Ég er ótrúlega hrærð yfir því að við séum loksins búin að ná titlinum aftur á Hlíðarenda. Það eru 4 ár síðan ég kom heim úr atvinnumennsku og þetta var alltaf stefnan og loksins kom það.“ „Þessar stelpur í þessu liði, það er bara eitthvað að, þetta er svo geðveik liðsheild. Það eru allir búnir að leggja sitt af mörkum í allt sumar og allan vetur og ég er ótrúlega stolt.“ Liðið gekk í gegnum tímabilið ósigrað og ekki er hægt að efast um gæðin í liðinu. „Við lögðum ótrúlega mikið á okkur í allan vetur og höfum ekki tapað leik í sumar. Þetta er búið að vera frábært sumar og við erum virkilega ánægðar, stoltar og þakklátar fyrir fólkið okkar hérna líka.“ „Það eru fáránleg gæði í þessu liði og einhverjir eru að gagnrýna það að við séum eitthvað gamlar. Við svörum því í dag, erum við ekki bara gamlar og góðar?“ Margrét Lára segir að stemningin sé búin að vera með þeim í sumar og hversu stolt hún sé af liðinu. „Hún er búin að vera geggjuð í allt sumar, bikarinn var kannski smá vonbrigði en við erum ógeðslega glaðar í dag og eins og ég segi, ég get eiginlega ekki sagt hversu stolt ég er af þessum stelpum.“ „Það eru allir búnir að stíga upp, við sem erum að koma upp úr meiðslum, við stígum upp, við gerum okkar. Ungu leikmennirnir stigu upp og gerðu sitt og þeir sem hafa verið hérna í mörg ár, þeir gerðu sitt. Það eru allir búnir að blómstra í sumar.“ Margrét Lára skoraði sigurmarkið í leiknum í dag og tryggði liðinu sínu þannig titilinn. „Það var dásamleg stund en auðvitað hleyptum við Keflvíkingunum óþarflega mikið inn í leikinn. Þær eru með flott lið og kannski ekki sanngjarnt að þær séu að falla en því miður varð það þeirra hlutskipti.“ sagði Margrét Lára að lokum.Pétur var glaður í bragði, eðlilega, eftir að hafa stýrt Val til sigurs.vísir/daníelPétur Péturs: Finnst þetta frábært lið Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að sjálfsögðu ánægður með leikinn og meistaratitilinn en haf gaf sér tíma í örstutt spjall rétt fyrir bikarafhendinguna. „Ég er auðmjúkur og þakklátur að vinna með þessum stelpum, mér finnst þetta frábært lið, það er frábær umgjörð í kringum Val og við áttum þetta sannarlega skilið.“ „Þetta var svona stressleikur, þetta var alltaf erfiður leikur. Þetta var bara spurning um að klára þetta og við gerðum það.“ bætti Pétur við áður en hann þurfti að drífa sig upp á pall.Hallbera með bikarinn.vísir/daníelHallbera: Eigum þetta fyllilega skilið Hallbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Vals, skoraði fyrsta mark leiksins í dag og hjálpaði liði sínu að landa Íslandsmeistaratitlinum. „Þetta er eiginlega bara ólýsanlegt, þetta er svo sætt. Við erum búnar að stefna að þessu markmiði í heilt ár og að klára það svona með þessu liði, þetta er bara búið að vera geggjað.“ Liðið þurfti sigur í dag og það kom ekkert annað til greina en að klára tímabilið með stæl. „Alls ekki, við hlepytum smá spennu í þetta í lokin en ég held þetta hafi verið solid sigur í dag. Ég veit ekki af hverju við vorum að hleypa þeim inn í leikinn, það var algjör óþarfi. En þetta tímabil, við eigum fyllilega skilið að klára þetta á titli.“ Valsliðið var ósigrað allt tímabilið sem sýnir bara enn betur hversu gott liðið er og var Hallbera sammála að tímabilið hefði verið nánast fullkomið. „Það mætti segja það, mér finnst við vera búnar að spila allt tímabilið mjög vel. Við vorum kannski aðeins stirðar í síðasta leik. Mótið er þannig að það eru 2 lið sem máttu ekki misstíga sig og við bara vorum meira sannfærandi í sumar þannig að við eigum þetta fyllilega skilið.“ Titlinum verður fagnað vel og innilega í dag. „Það er óhætt að segja, það verður hent á Stjórninni og fengið sér kannski einn, tvo.“ sagði Hallbera að lokum.Elín Metta og Fanndís fagna marki.vísir/daníelElín Metta: Örugglega mitt besta tímabil Elín Metta var að sjálfsögðu himinlifandi með að hafa tryggt Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. „Þetta er bara ólýsanlegt. Þetta er geggjaðasta tilfinning í heimi, að vinna þennan titil og ég er ógeðslega stolt af liðinu.“ Stemingin var mjög góð fyrir leik og var Elín Metta ánægð með það en fannst óþarfi að hafa hleypt Keflavík inn í leikinn í seinni hálfleik. „Það var spenna í loftinu en við vorum einbeittar og mér fannst við alveg sýna það í dag þó þetta hafi verið erfitt á köflum. Við vorum bara vel gíraðar, höfðum alla vikuna til að undirbúa okkur.“ „Kannski óþarfa spenna. Síðustu mínúturnar voru svolítið lengi að líða en svo sigldum við þessu í höfn sem betur fer.“ Elín Metta átti frábært tímabil eins og allt Valsliðið en hún endaði markahæst í deildinni ásamt liðsfélaga hennar, Hlín Eiríksdóttur og kollega hennar í Breiðablik, Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. „Mér finnst við vera búnar að spila hrikalega vel í allt sumar og það var það sem skilaði þessum titli. Við erum búnir að vera jafnar og stöðugar. Ég er virkilega sátt, þetta er örugglega mitt besta tímabil þannig að glæsilegt að ljúka því með Íslandsmeistaratitli.“Mikil gleði á Origo-vellinum.vísir/daníelGunnar Magnús: Gáfu Íslandsmeisturunum alvöru leik„Ég er fyrst og fremst hrikalega stoltur af stelpunum, mér fannst þær ógeðslega góðar í leiknum og gáfu Íslandsmeisturunum alvöru leik.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir lokaleik tímabilsins gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals. Gunnar var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins. „Þær komust í 3-0 en mér fannst það rosalega sterkt að sýna þvílíkan karakter. Eins og við höfum verið að gera svolítið í sumar þá höfum við verið að brotna þegar við höfum lent undir en á móti Íslandsmeisturunum að gera það ekki, koma sterkar og setja 2 mörk. Eftir það meira að segja áttum við sláarskot og 2-3 mjög góð færi til þess að jafna leikinn.“ „Ég get ekki annað en verið virkilega ánægður og stoltur af stelpunum fyrir þeirra frammistöðu í þessum leik.“ Framhaldið hjá Keflavík er óljóst en liðið mun spila í Inkasso deildinni á næsta tímabili og ekki er vitað hvort Gunnar verði áfram með liðið. „Nú er mótið búið og núna sest fólk niður og skoðar stöðuna og það kemur í ljós vonandi á næstu dögum hvernig framhaldið verður.“ Pepsi Max-deild kvenna
Valur er Íslandsmeistari í fótbolta 2019 eftir 3-2 sigur á Keflavík á Hlíðarenda í dag. Fyrir leikinn var vitað að stig myndi duga liðinu til að landa titlinum en liðið kláraði að sjálfsögðu leikinn með stæl með sigri. Valur komst í 3-0 með tveimur mörkum með stuttu millibili í seinni hálfleik en hleyptu Keflavík aftur inn í leikinn með tveimur mörkum. Það fyrra var afar klaufalegt en þar hefði Sandra Sigurðardóttir líklega getað gert betur eftir skot frá Sveindísi Jane Jónsdóttur og það mark á 67. mínútu. Sveindís var aftur á ferðinni einungis örfáum mínútum seinna þegar hún var keyrð niður inni í vítateig af Söndru. Sophie McMahon Groff fór á punktinn og skoraði. Nær komst Keflavík ekki og Valur gat því fagnað að leikslokum.Af hverju vann Valur?Valur er bara búið að vera langbesta liðið í sumar, kannski ásamt Breiðablik, og átti þennan sigur og titil fyllilega skilið. Gæðin skinu í gegn enn eina ferðina í dag þó þær hafi hleypt óþarfa spennu í leikinn.Hvað gekk illa?Valur var einungis 1-0 yfir í hálfleik og hefði kannski getað klárað þetta meira sannfærandi. Liðið fékk tvö óþarfa mörk á sig en það gerði þetta bara meira skemmtilegt.Hverjar stóðu upp úr?Allt Valsliðið á gríðarlegt hrós skilið fyrir tímabilið sem var frábært hjá þeim. Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði í dag eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir. Elín Metta er alltaf hættuleg og endaði tímabilið markahæst eins og liðsfélagi hennar Hlín Eiríksdóttir sem spilaði einnig í dag. Þá átti Dóra María og Ásgerður Stefanía góðan leik líka. Hjá Keflavík var Sveindís Jane best og skapaði mörkin tvö.Hvað gerist næst?Mótið er búið og Valur mun fagna titlinum vel í kvöld. Keflavík er fallið og mun spila í Inkasso deildinni næsta sumar.Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar.vísir/daníelMargrét Lára: Besta tilfinning í heimi Margrét Lára Viðarsdóttir var í skýjunum eftir að lið hennar, Valur, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Keflavík. „Besta tilfinning í heimi. Ég er ótrúlega hrærð yfir því að við séum loksins búin að ná titlinum aftur á Hlíðarenda. Það eru 4 ár síðan ég kom heim úr atvinnumennsku og þetta var alltaf stefnan og loksins kom það.“ „Þessar stelpur í þessu liði, það er bara eitthvað að, þetta er svo geðveik liðsheild. Það eru allir búnir að leggja sitt af mörkum í allt sumar og allan vetur og ég er ótrúlega stolt.“ Liðið gekk í gegnum tímabilið ósigrað og ekki er hægt að efast um gæðin í liðinu. „Við lögðum ótrúlega mikið á okkur í allan vetur og höfum ekki tapað leik í sumar. Þetta er búið að vera frábært sumar og við erum virkilega ánægðar, stoltar og þakklátar fyrir fólkið okkar hérna líka.“ „Það eru fáránleg gæði í þessu liði og einhverjir eru að gagnrýna það að við séum eitthvað gamlar. Við svörum því í dag, erum við ekki bara gamlar og góðar?“ Margrét Lára segir að stemningin sé búin að vera með þeim í sumar og hversu stolt hún sé af liðinu. „Hún er búin að vera geggjuð í allt sumar, bikarinn var kannski smá vonbrigði en við erum ógeðslega glaðar í dag og eins og ég segi, ég get eiginlega ekki sagt hversu stolt ég er af þessum stelpum.“ „Það eru allir búnir að stíga upp, við sem erum að koma upp úr meiðslum, við stígum upp, við gerum okkar. Ungu leikmennirnir stigu upp og gerðu sitt og þeir sem hafa verið hérna í mörg ár, þeir gerðu sitt. Það eru allir búnir að blómstra í sumar.“ Margrét Lára skoraði sigurmarkið í leiknum í dag og tryggði liðinu sínu þannig titilinn. „Það var dásamleg stund en auðvitað hleyptum við Keflvíkingunum óþarflega mikið inn í leikinn. Þær eru með flott lið og kannski ekki sanngjarnt að þær séu að falla en því miður varð það þeirra hlutskipti.“ sagði Margrét Lára að lokum.Pétur var glaður í bragði, eðlilega, eftir að hafa stýrt Val til sigurs.vísir/daníelPétur Péturs: Finnst þetta frábært lið Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að sjálfsögðu ánægður með leikinn og meistaratitilinn en haf gaf sér tíma í örstutt spjall rétt fyrir bikarafhendinguna. „Ég er auðmjúkur og þakklátur að vinna með þessum stelpum, mér finnst þetta frábært lið, það er frábær umgjörð í kringum Val og við áttum þetta sannarlega skilið.“ „Þetta var svona stressleikur, þetta var alltaf erfiður leikur. Þetta var bara spurning um að klára þetta og við gerðum það.“ bætti Pétur við áður en hann þurfti að drífa sig upp á pall.Hallbera með bikarinn.vísir/daníelHallbera: Eigum þetta fyllilega skilið Hallbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Vals, skoraði fyrsta mark leiksins í dag og hjálpaði liði sínu að landa Íslandsmeistaratitlinum. „Þetta er eiginlega bara ólýsanlegt, þetta er svo sætt. Við erum búnar að stefna að þessu markmiði í heilt ár og að klára það svona með þessu liði, þetta er bara búið að vera geggjað.“ Liðið þurfti sigur í dag og það kom ekkert annað til greina en að klára tímabilið með stæl. „Alls ekki, við hlepytum smá spennu í þetta í lokin en ég held þetta hafi verið solid sigur í dag. Ég veit ekki af hverju við vorum að hleypa þeim inn í leikinn, það var algjör óþarfi. En þetta tímabil, við eigum fyllilega skilið að klára þetta á titli.“ Valsliðið var ósigrað allt tímabilið sem sýnir bara enn betur hversu gott liðið er og var Hallbera sammála að tímabilið hefði verið nánast fullkomið. „Það mætti segja það, mér finnst við vera búnar að spila allt tímabilið mjög vel. Við vorum kannski aðeins stirðar í síðasta leik. Mótið er þannig að það eru 2 lið sem máttu ekki misstíga sig og við bara vorum meira sannfærandi í sumar þannig að við eigum þetta fyllilega skilið.“ Titlinum verður fagnað vel og innilega í dag. „Það er óhætt að segja, það verður hent á Stjórninni og fengið sér kannski einn, tvo.“ sagði Hallbera að lokum.Elín Metta og Fanndís fagna marki.vísir/daníelElín Metta: Örugglega mitt besta tímabil Elín Metta var að sjálfsögðu himinlifandi með að hafa tryggt Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. „Þetta er bara ólýsanlegt. Þetta er geggjaðasta tilfinning í heimi, að vinna þennan titil og ég er ógeðslega stolt af liðinu.“ Stemingin var mjög góð fyrir leik og var Elín Metta ánægð með það en fannst óþarfi að hafa hleypt Keflavík inn í leikinn í seinni hálfleik. „Það var spenna í loftinu en við vorum einbeittar og mér fannst við alveg sýna það í dag þó þetta hafi verið erfitt á köflum. Við vorum bara vel gíraðar, höfðum alla vikuna til að undirbúa okkur.“ „Kannski óþarfa spenna. Síðustu mínúturnar voru svolítið lengi að líða en svo sigldum við þessu í höfn sem betur fer.“ Elín Metta átti frábært tímabil eins og allt Valsliðið en hún endaði markahæst í deildinni ásamt liðsfélaga hennar, Hlín Eiríksdóttur og kollega hennar í Breiðablik, Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. „Mér finnst við vera búnar að spila hrikalega vel í allt sumar og það var það sem skilaði þessum titli. Við erum búnir að vera jafnar og stöðugar. Ég er virkilega sátt, þetta er örugglega mitt besta tímabil þannig að glæsilegt að ljúka því með Íslandsmeistaratitli.“Mikil gleði á Origo-vellinum.vísir/daníelGunnar Magnús: Gáfu Íslandsmeisturunum alvöru leik„Ég er fyrst og fremst hrikalega stoltur af stelpunum, mér fannst þær ógeðslega góðar í leiknum og gáfu Íslandsmeisturunum alvöru leik.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir lokaleik tímabilsins gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals. Gunnar var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins. „Þær komust í 3-0 en mér fannst það rosalega sterkt að sýna þvílíkan karakter. Eins og við höfum verið að gera svolítið í sumar þá höfum við verið að brotna þegar við höfum lent undir en á móti Íslandsmeisturunum að gera það ekki, koma sterkar og setja 2 mörk. Eftir það meira að segja áttum við sláarskot og 2-3 mjög góð færi til þess að jafna leikinn.“ „Ég get ekki annað en verið virkilega ánægður og stoltur af stelpunum fyrir þeirra frammistöðu í þessum leik.“ Framhaldið hjá Keflavík er óljóst en liðið mun spila í Inkasso deildinni á næsta tímabili og ekki er vitað hvort Gunnar verði áfram með liðið. „Nú er mótið búið og núna sest fólk niður og skoðar stöðuna og það kemur í ljós vonandi á næstu dögum hvernig framhaldið verður.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti