Agnhaldslaust hjá Fish Partner Karl Lúðvíksson skrifar 8. október 2019 09:01 Stór bleikja úr Köldukvísl en frá og með næsta sumri verður aðeins leyft að nota agnhaldslausar flugur. Mynd: Fish Partner Það er vel þekkt á mörgum vinsælum veiðisvæðum bæði í norður Ameríku og í Evrópu að veiðimenn séu skyldugir til að nota aðeins agnhaldslausar flugur. Það hefur ekki mikið verið selt af agnhaldslausum flugum á Íslandi en það er þó að aukast mikið og á líklega enn eftir að aukast. Á þeim veiðisvæðum þar sem veiðimenn annað hvort sleppa öllu eða kvóti er aðeins einn lax á dag eða einn lax á vakt er alveg eins líklegt að settar verði herrtari reglur um notkun á agnhaldslausum flugum. Veiðifélagið Fish Partner ríður á vaðið á nokkrum af sínum veiðisvæðum með skyldunotkun á agnhaldslausum flugum en þetta á eins og er aðeins við á veiðisvæðum Köldukvíslar, Tungnaár og í Villingavatni. Óheimilt er að nota flugur með agnhaldi nema að agnhaldið hafi verið kreist niður. Einnig er skylda er að hafa háf við veiðar á svæðunum. Þetta er gert til að hlífa fiskinum við óþarfa áverkum og auka lífslíkur fiskins. Mælt er með því að veiðimenn noti gúmmí eða hnútlausa háfa þar sem þeir valda sem minnstum skaða á slímhúð fiskana. Stangveiði Mest lesið Talið niður í gæsaveiðina Veiði Stefnir í eitt besta sumarið í Langá Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Hörkuveiði í Ytri Rangá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði
Það er vel þekkt á mörgum vinsælum veiðisvæðum bæði í norður Ameríku og í Evrópu að veiðimenn séu skyldugir til að nota aðeins agnhaldslausar flugur. Það hefur ekki mikið verið selt af agnhaldslausum flugum á Íslandi en það er þó að aukast mikið og á líklega enn eftir að aukast. Á þeim veiðisvæðum þar sem veiðimenn annað hvort sleppa öllu eða kvóti er aðeins einn lax á dag eða einn lax á vakt er alveg eins líklegt að settar verði herrtari reglur um notkun á agnhaldslausum flugum. Veiðifélagið Fish Partner ríður á vaðið á nokkrum af sínum veiðisvæðum með skyldunotkun á agnhaldslausum flugum en þetta á eins og er aðeins við á veiðisvæðum Köldukvíslar, Tungnaár og í Villingavatni. Óheimilt er að nota flugur með agnhaldi nema að agnhaldið hafi verið kreist niður. Einnig er skylda er að hafa háf við veiðar á svæðunum. Þetta er gert til að hlífa fiskinum við óþarfa áverkum og auka lífslíkur fiskins. Mælt er með því að veiðimenn noti gúmmí eða hnútlausa háfa þar sem þeir valda sem minnstum skaða á slímhúð fiskana.
Stangveiði Mest lesið Talið niður í gæsaveiðina Veiði Stefnir í eitt besta sumarið í Langá Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Hörkuveiði í Ytri Rangá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði