Fram lenti í engum vandræðum með Aftureldingu er liðin mættust í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.
Framstúlkur unnu tólf marka sigur, 27-15, eftir að hafa verið sex mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 13-7.
Markaskorið dreifðist vel hjá Fram. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Karen Knútsdóttir gerðu fimm mörk hvor en Hildur Þorgeirsdóttir gerði fjögur.
Anamaria Gugic var markahæst í liði Aftureldingar með átta mörk en Roberta Ivanauskaite kom næst með þrjú mörk.
Fram er með sex stig á toppi deildarinnar en Afturelding er á botninum án stiga.
Vandræðalaust hjá Fram í Mosfellsbæ
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti





Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn

Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn

