Handbolti

Bjarki sló Arnór út úr bikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjarki Már Elísson í leik með Lemgo fyrr á leiktíðinni.
Bjarki Már Elísson í leik með Lemgo fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen er komið áfram í þýska bikarnum í handbolta eftir sigur á Göppingen í framlengdum leik. Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo slógu Arnór Þór Gunnarsson og félaga í Bergischer úr leik.

Staðan var jöfn 29-29 eftir 60 mínútur í leik Ljónanna og Göppingen og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni höfðu heimamenn betur og unnu 36-34 sigur.

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Rhein-Neckar.

Bjarki Már var markahæstur í liði Lemgo með 7 mörk. Arnór Þór skoraði 4 fyrir Bergischer og var markahæstur ásamt tveimur öðrum.

Leiknum lauk með 27-24 sigri Lemgo en staðan var jöfn 12-12 í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×