Stórar breytingar í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 17. október 2019 14:45 Lax-Á hefur um árabil verið söluaðili að lang stærstum hluta veiðileyfa í Eystri Rangá samhliða því að eiga veiðihúsin sem standa við ánna. Nú eru miklar breytingar framundan eins og fréttatilkynnig sem Lax-Á setti á vefinn hjá sér í dag bera keim af en tilkynnining er hér og segir:Lax-Á hefur nú selt veiðihús sín við Eystri Rangá og framselt leigusamning sinn um ána til Roxtons á Englandi. Við höfum í gegn um tíðina átt mjög gott samstarf við Roxtons og treystum þeim 100% fyrir þessu verkefni. Við þökkum öllum sem við höfum átt viðskipti við í gegn um tíðina kærlega fyrir gott samstarf og hlökkum til að geta boðið upp á veiðileyfi áfram við ána. Við munum eftir sem áður selja veiðileyfi í ána rétt eins og áður.Það verða nokkuð miklar breytingar um veiðitilhögun á næsta ári. Roxton mun hafa yfir öllum 18 stöngunum í ánni að ráða frá 1.07 til 03.09Áin verður eingöngu seld í þriggja daga hollum með leyfi, gistingu – fullu fæði og áfengum drykkjum og gæd deildum með annari stöng.Eingöngu verður leyfð fluguveiði með til þess gerðum stöngum til 20.08. Frá 21.08 -03.09 er allt löglegt agn leyfilegt Stangveiði Mest lesið Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Stjórn villtra laxastofna hefur bruðist Veiði Angling IQ komið út Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Ísdorgið hægt og rólega að hverfa Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði
Lax-Á hefur um árabil verið söluaðili að lang stærstum hluta veiðileyfa í Eystri Rangá samhliða því að eiga veiðihúsin sem standa við ánna. Nú eru miklar breytingar framundan eins og fréttatilkynnig sem Lax-Á setti á vefinn hjá sér í dag bera keim af en tilkynnining er hér og segir:Lax-Á hefur nú selt veiðihús sín við Eystri Rangá og framselt leigusamning sinn um ána til Roxtons á Englandi. Við höfum í gegn um tíðina átt mjög gott samstarf við Roxtons og treystum þeim 100% fyrir þessu verkefni. Við þökkum öllum sem við höfum átt viðskipti við í gegn um tíðina kærlega fyrir gott samstarf og hlökkum til að geta boðið upp á veiðileyfi áfram við ána. Við munum eftir sem áður selja veiðileyfi í ána rétt eins og áður.Það verða nokkuð miklar breytingar um veiðitilhögun á næsta ári. Roxton mun hafa yfir öllum 18 stöngunum í ánni að ráða frá 1.07 til 03.09Áin verður eingöngu seld í þriggja daga hollum með leyfi, gistingu – fullu fæði og áfengum drykkjum og gæd deildum með annari stöng.Eingöngu verður leyfð fluguveiði með til þess gerðum stöngum til 20.08. Frá 21.08 -03.09 er allt löglegt agn leyfilegt
Stangveiði Mest lesið Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Stjórn villtra laxastofna hefur bruðist Veiði Angling IQ komið út Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Ísdorgið hægt og rólega að hverfa Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði