KR tilkynnti um félagsskiptin í dag. Lára Kristín er 25 ára miðjumaður sem er uppalin í Aftureldingu en kemur til KR frá Þór/KA.
Hún spilaði með Stjörnunni í fimm ár áður en hún fór norður síðasta sumar.
Lára Kristín spilaði alla leiki Þórs/KA síðasta sumar og skoraði eitt mark.
KR endaði í 7. sæti Pepsi Max deildar kvenna á síðasta tímabili.