England vann 6-0 sigur í leiknum í Sófía í gær sem verður líklega mest lengst um minnst fyrir sorglega hegðun stuðningsmanna Búlgaríu.
Þeir voru með rasisma og þurfti að stöðva leikinn í tvígang í fyrri hálfleik en Southgate segir að það hafi komið til greina að ganga af velli.
„Leikmennirnir vildu klára fyrri hálfleikinn og svo ræða hlutina í hálfleik,“ sagði Southgate eftir leikinn.
It was a tough night for England but the Three Lions did their talking on the pitch
— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 15, 2019
„Ég er ótrúlega stoltur af leikmönnunum og teyminu. Auðvitað gætum við verið gagnrýndir fyrir að ganga ekki of langt en við vorum í ómögulegri stöðu að geta ekki fullnægt öllum.“
England þarf eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sig inn á EM 2020 eftir sigurinn í gær.