Markvörðurinn Vignir Jóhannesson skrifaði undir samning við Stjörnuna í gær. Honum er ætlað að fylla skarð Guðjóns Orra Sigurjónssonar sem hefur verið varamarkvörður Stjörnunnar undanfarin ár.
Vignir Jóhannesson hefur samið við Stjörnuna!
Það eru okkur gleðitíðindi að tilkynna að Vignir Jóhannesson hefur samið við Stjörnuna og mun bætast í leikmanna hóp okkar fyrir komandi tímabil. Vigni er ætlað að fylla skarð Guðjóns Orra sem kvaddi Stjörnunna núna í lok tímabilsins. pic.twitter.com/vwkU4TmPtv
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2019
Í dag var það svo Emil Atlason sem skrifaði undir samning við Stjörnuna en hann lék á síðustu leiktíð með HK þar sem hann skoraði þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni.
Emil hefur leikið 120 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim leikjum 26 mörk en hér á landi hefur hann einnig verið á mála hjá FH, Val, KR og Þrótti.
Emil Atlason semur við Stjörnuna!
Knattspyrnumaðurinn Emil Atlason er genginn til liðs við Stjörnuna. Emil sem er 26 ára gamall sóknarmaður kemur til liðsins frá HK þar sem hann spilaði síðastliðið sumar. #InnMedBoltannpic.twitter.com/p6Lkh320eU
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 10, 2019
Rúnar Páll Sigmundsson verður áfram þjálfari Stjörnunnar en Stjarnan endaði í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.